Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 45, 1943 13 Ýmsir kvilcmyndaJeilcarar Noel Coward í myndinni „Undir gunnfána.' Rosalind Russel og Fred Mac Murroy í myndinni „Konan með grænu augun.“ HOPE-CHRRQLL Bob Hope og Madeleine Carroll i myndinni „Litfríð og ljós- hærð.“ Barbara Stanwyck, Joel Mc Crea og Brian Donley i kvikmyndinni „Kona mikilmennis." þessi hái og góðlátlegi Englendingur, sem ætlaði að halda brúðkaup sitt eftir þrjá daga, með Ethnee ? Eða var það, ef til vill, Revelstone lávarð- ur ? Kannske líka það hafi verið öldungurinn Michael O’ Clerary eða einhver af hans rösku sonum — ef til vill var það líka unglingurinn, David Murphy, sem var eina hjálpin hennar móður sinnar ? Hver gat sagt um það ? Hver gat sagt um það, fyrr en björgunarbáturinn kæmi að landi, ef hann þá nokkum tíma kæmi aftur! „Ö, guð — ó, guð minn góður — legg þú hamingju mína ekki í rústir — vertu miskunn- samur!“ Barbara hrópaði upp orðin í örvinglan einni. „Gleymdu mér ekki þessa hræðilegu stund. Lít i líkn til min! Ó, guð, bjarga þú lífi hans — gef þú Richard líf! Ethnee greip i handlegg hennar. „Ó, Howard?” sagði hún spyrjandi og örvingl- Uð. „Skildi hann drukkna — ætli hann deyji?“ Barbara snéri fölu andliti sínu að ungu stúlk- unni — andlit hennar hafði misst allan roða og minnti á lík. „Ó, Ethnee —," kallaði hún óþolinmóðlega. „Ethnee •— ég get ekki hugsað um aðra en sjálfa mig — ég get ekki hugsað um annað en Richard! Ég hefi unnið baki brotnu og fómað mér fyrir aðra í öll þessi ár — það hefi ég sannarlega gert! Og ég hélt, að ég væri dæmd til einverulífs það sem eftir er! Mig grunaði ekki að nokkur elskaði mig, eins og hann gerir!" Hún stóð upp með erfiðismunum og stóð svo kyrr, há og grönn með hárið flaxandi og rétti hendumar fram fyrir sig. Hún var aðeins kona — mjög venjuleg kona — kona, sem kallaði á mann sinn og beið hans við ströndina. „Ó, Richard — Richard!" Allt, sem Barbara hafði lært af lífinu, allar sorgir hennar og tregi, fengu útrás í þessu skerandi ópi: „Komdu aftur til mín — elskan mín — komdu til mín!" Aðrir menn gátu dáið — hjörtu annara kvenna máttu bresta af harmi — Barbara hafði á þess- ari stundú gleymt tilvera allra annara en sín og Revelstone. Það var eins og hún væri fyrsta konan, sem kallaði á hinn fyrsta mann. Hún starði út til björgunarbátsins — svo rak hún upp hræðslúhróp, sem bergmálaði nú um alla Ströndina, því állir töku undir. Ferleg bára reis fram undan bátnum — bára, sem virtist himinhá. „Ekki horfa þama út, Barbara — ekki líta þangað, „hröpaði Ethnee og greip dauðahaldi í handlegg stjúpmóður sinnar og þrýsti andliti hennar að brjósti sinu. Og meðan þær stóðu þannig fast upp að hver annari og byrgðu and- lit sín, fyrir þeirri hryllilegu sjón, sem þær bjugg- ust við að eiga von á, heyrðu þær aftur örvænt- ingarfull angistaróp, óp sem líktist rödd dauð- ans. Það var stilt eftir storminn. En þegar lognið kom, voru margar manneskjur, sem áttu um sárt að binda. Það vora margir menn, sem lágu á hinum vota sandi, köld og liðin lík. Bárurnar höfðu borið þá upp í flæðarmálið. Á ströndinni vora lemstruð lík og sundurtætt af sjógangin- um, og það vora konur, sem grétu yfir þeim. Björgunarbáturinn hafði komið heill í naust aftur. Nokkra af mönnunum af fiskibátnum hafði tekizt að bjarga, en það vora margir, sem drakknuðu. Hafið hafði tekið sinn toll, og hann ríflegan. Þrátt fyrir það að sólin skyni nú aftur, og himininn væri orðinn heiður og blár að nýu, var það þó hjá mörgum, sem sólskinið vakti enga gleði. Margar konur vora orðnar ekkjur og sorgum hlaðnar. Faðir Matthews gamli gekk alvarlegur og hljóður um ströndina. Hann blessaði yfir þá dauðu, og hann bað fyrir þeim, sem eftir lifðu, en hvar sem hann kom, bar hann boðskap frels- arans og hélt mynd hans á lofti, svo allir gætu séð og fundið nálægð hans. En þegar hann kom til þess staðar, þar sem Barbara og Ethnee stóðu, kom hýrlegt bros yfir andlit gamla mannsins, þar þurfti hann ekki að stanza til að bera fram huggunarorð. Ethnee, litla friða Ethnee stóð við hlið stóra og karlmannlega Englendingsins sins, og þau voru bæði hamingjusöm. En það var þó Barbara, sem augnaráð faðir Matthews hvildi lengst á. Hún stóð og hélt hönd sinní um arm Richards Revel- stone, og andlit hennar ljómaði af óumræðilegri hamingju. Hún leit út, sem hún væri búin að gegnumgangast eldskím sina, og væri komin aftur frelsuð og frjáls. Og Revelstone lávarður — já, hann stóð við hlið Barböru og horfði dreymandi í augu hennar, hann vissi, að nú átti hann hjarta hennar. Og nú höfðu Barbara og Revelstone lávarður bssði fundið hamingjuna. E n d í r. yMnHiiiiiiiiiiiuiaiiiiiiiiiiitimiin'niimmiiniiiiitiuiiiiiiMiimiuiiaiiiHiiMi Dægrastytting Brennivínsskál eða ölkanna. Sá, sem vill manna sig upp og gefa kunningja Sinum brennivinsskál leitast við að koma ein- hverjum fingri í holu þá, sem er fyrir aftan eyrað á honum neðanvert, þrýstir hann fingurgóminum inn í holuna og er brennivínið því rausnarlegra til tekið, sem fastara er þrýst. (Þetta er líka kallað þrælatak). (ísl. skemmtanir). Að gefa tóbaksbita er að reka fingurinn í lautina upp undir höku á einhverjum. Steinbítstak er að taka þannig með útþaninni greip utan um hálsinn á einhverjum, aftanverðan, að fing- umir rekist upp undir kjálkabörðin. Ef sá, sem tekur takinu, hefir ekki svo stóra greip, þá lætur hann sér nægja að kreista hálsinn, rétt fyrir neðan bein þau, sem liggja fyrir aftan eyran. Skálkatak er að taka með útþaninni greip utan um háls- inn á einhverjum framanverðan og keyra fing- uma upp undir kjálkabörðin. Öfugmælavísur. Blýið er í borinn hent, brennisteinn til veiða, trúi’ ég oft sé tunglið brennt, tjörunni maðkar eyða. Tjara’ er góð I tröf og sót, taglhár bezt í skyrtu, heyrt hefi’ ég i borðsálm blót, en blíð orð töluð í firtu. , Þjóðtrá. Ef maður lætur sér vaxa stórar neglur og sker þær af í einu, óhlutaðar, þá skæðir maður skratt- ann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.