Vikan


Vikan - 18.11.1943, Síða 1

Vikan - 18.11.1943, Síða 1
16 síður. Verð 1,25. Nr. 46, 18. nóvember 1943. vlKAN Þjódminjasaln Islands Árin 1862 og 1863 urðu tveir framsýnir og pjóðhollir menn til pess að hvetja til stofnunar forngripasafns og létu peir báðir hendur standa fram úr ermum við stofnun pess. Það er engum blöðum um það að fletta, að hverri þjóð, sem lifa vill heil- brigðu og sjálfstæðu menningarlífi, er það hin mesta nauðsyn, að bjarga þjóðlegum verðmætum frá glötun. Þeir menn, sem helga krafta sína því starfi, vinna mikið nytjaverk. Hér fer á eftir lýsing á tildrög- unum að stofnun Þjóðminjasafnsins og er hún tekin úr minningarriti þess: Þjóðminjasafnið var stofnað 1863 og voru til- drögin þessi: Vorið 1860 fannst skammt frá Baldursheimi í Mývatnssveit forn dys með mannabeinum og hestsbeinum og ýmsum hlutum, er bentu á að dysin var karlmannsdys frá elztu tímum sögu vorrar. Pregnin um fund þennan varð heyrinkunn og er Sigurður Guðmundsson málari, sem þá var fyrir fáum árum seztur að í Reykjavík eftir nokkurra ára veru til náms i Kaupmannahöfn, heyrði rætt um fundinn, aflaði hann sér nákvæmr- ar skýrslu um hann og mynda af gripunum. Hafði hann þá á síðustu árum lagt allmikla stund á menningarsögu og fornfræði og safnað skýrslum um fomminjar hér á landi. Skýrsluna um fundinn í Baldursheimi birti hann i Þjóðólfi 10. apríl 1862 og 24. s. m. birtist i sama blaði „hugvekja til Islendinga um að stofna þjóðlegt forngripasafn." Mun þessi hugvekja hans og umtal um málið hafa haft áhrif á marga, og 8. janúar næsta ár ritaði cand. phil. Helgi Sigurðsson á Jörva, síðar prestur að Set- bergi og Melum i Melasveit, áskorun til almenn- ings eða opið bréf um, hversu færi um íslenzkar fornminjar í landinu, gildi þeirra fyrir þjóðina, hvatti til að safna þeim saman á einn stað í land- inu, sem sé Reykjavík, og varðveita þær þar, og þannig leitast við að landið gæti eignast „íslenzkt fomminjasafn." Hann skýrði ennfremur frá 15 fomgripum, er hann hafði safnað sjálfur og átti, gaf þá síðan alla Islandi og kvaðst ætlast til og óska, að þeir yrðu fyrsti vísir til safns íslenzkra fornminja. 1 enda bréfsins setti hann loks ýmsar ákvarðanir, er hann gjörði um þessa gjöf. Grein þessa sendi Helgi til Jóns bókavarðar Ámasonar, sem hann vildi, að geymdi gjöfina og gætti safns- ins undir umsjá stiftsyfirvaldanna, og ætlaðist hann til, að Jón Ámason léti birta greinina i blöð- unum eftir að hafa kynnt sér málefnið og leitað Pramhald á bls. 3. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.