Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 3
3 VIKAN, nr. 46, 1943 Framhald af forsíðu. Þjóðminjasafnið Séra Helgi Sigurðsson. Hann gaf árið 1863 fimmtán forngripi, sem hann ætl- aðist tii, að yrði fyrsti vísir að safni íslenzkra forngripa, og' skrifaði áskor- un til almennings, þar sem hann sýndi fram á gildi slikra gripa fyrir menn- ingu þjóðarinnar og nauðsyn þess að safna þeim saman á einn stað. Séra Helgi var prestur að Melurn í Melasveit. álits stiftsyfirvaldanna. Jón Árnason ritaði stifts- yfirvöldunum 24. febr. s. á. og kvaðst vonast til, að þau tækju boðinu vel, sem og varð; stiftsyfirvöld- in svöruðu bréfinu samdægurs, tjáðu sig vera á einu máli með Helga um nauðsyn þá, sem á því væri, að halda saman þeim forngripum, er til væru í land- inu og báðu Jón Ámason votta Helga virðingu þeirra og viðurkenningu; kváðust stiftsyfirvöldin engan veginn vilja skorast undan að takast á hendur yfir- umsjón safnsins og vonuðust til þess af Jóni Árna- syni, að hann vildi taka að sér tilsjónina með því. Jón Árnason lét þegar birta ritgerð Helga 3. n. m. í „lslendingi“, og mun hún hafa vakið almenna eftirtekt og ánægju. Bóndinn i Baldursheimi, Jón Illugason, sendi þegar um sumarið gripi þá, er þar höfðu fundist i dysinni; voru þeir fyrstu gripirnir til safnsins, sem afhentir voru Jóni Ámasyni, og gjörði það fyrir hönd gefandans Jón Sigurðsson al- þingismaður á Gautlöndum 15. júli 1863. Frumgjöf Helga Sigurðssonar háfði þá enn eigi verið afhent Jóni Ámasyni og urðu því þeir gripir, sem fyrst höfðu komið Sigurði Guðmundssyni til að skrifa hugvekju hans um stofnun forngripasafns í Reykja- vík, einnig taldir fyrstu gripirnir í því safni. Afhenti Jón Sigurðsson Jóni Ámasyni og Sigurði gripina með þeim skilmála, að með þeim yrði byrjað að stofna íslenzkt fomgripasafn í Reykjavik. Þegar við móttöku gripanna ritaðl Jón Árnason stiftyfirvöld- unum bréf sama dag og beiddi þess, að Sigurður Guðmundsson yrði einnig skipaður umsjónarmaður safnsins, og báðu stiftsyfirvöldin, með bréfi til Sig- urðar hann um að takast umsjónina á hendur ásamt Jóni Árnasyni, og gerði Sigurður það með bréfi til þeirra 5. ágúst. 1 þeim mánuði komu gripirnir frá Helga Sigurðssyni og fleiri gripir bættust þegar við það ár, svo að við lok ársins 1863 vom safngrip- irnir orðnir 52. Undirstaðan var til orðin undir þá stofnun, er síðan hefir á umliðnum árum þróast í skjóli þjóðrækni Islendinga og á komandi öldum mun verða þeirra dýrmætasta þjóðareign. Jón bókavörður Arnasön. Hann kom mjög við sögu, þegar unnið var að stofnun Forngripasafnsins, og er tal- inn umsjónarmaður þess frá stofnun- inni til 17. maí 1882. Sigurður málari Guðmundsson. Hann lagði stund á menningar- sögu og fornfræði og safnaði skýrslum um fommenjar hér á landi. Honum var mest að þakka, að safnið var stofnað, og viðgangur þess og vöxtur fyrstu árin, enda var hann í rauninni aðalumsjónarmaður þess frá upphafi og til dauðadags síns. Hann andaðist 8. september 1874. Safnið átti við mikla fjárhagslega örðug- leika að stríða, sérstaklega fyrstu árin, með- an ísland var ekki fjár síns ráðandi og er það mikil furða, hve umsjónarmenn þess og velunnarar gátu náð mörgum verðmætum munum og þannig bjargað þeim frá glötun eða eyðileggingu og því, að þeir yrðu sendir úr landi. Eftir 19 fyrstu árin (1863—81) voru komnir í safnið 2042 gripir, þar af fengnir ókeypis 1759, en hinir keyptir. Húsnæði safnsins var lítið og lélegt, fyrst á dóm- kirkjuloftinu til 1879, þá í borg- arasal hegningarhússins, þang- að til það var flutt í alþingis- húsið 1881. Um þær mundir hefst nýtt tímabil í sögu safns- ins, er húsakynnin bötnuðu og Sigurður Vigfússon tók við for- stöðu þess, en hann hafði unnið mikið fyrir safnið síðan Sigurð- ur Guðmundsson andaðist, sem bar hita og þunga þess frá upp- hafi og til dánardægurs síns, 1874. Safnið jókst mjög undir stjórn Sigurðar fornfræðings Vigfússonar, eða um 1748 en hann andaðist 8. júlí 1892. Næst var safnið undir umsjón Pálma kennara Pálmasonar og við árslok 1896 var tala gripa orð- „ , . , , ° Hluti af „kirkjunni in 4361. Jón Jakobsson, síðar eru aiabastursbríkur Skrúðhúsið, sem er aftur af „kirkjunni“ á Þjóðminjasafn- inu. Yfir boganum eru gömul skírnarföt úr messingu; í skápunum eru búningar af kórkápu og hökli, og kór- kápa Jóns biskups Arasonar. landsbókavörður, tók við safninu 1. okt. 1896 og hafði umsjón þess á hendi til 1. jan. 1908. Á þeim 11 árum bættust við safnið 1100 gripir, svo að þeir voru í árslok 1907 samtals 5461. Safnið var um tíma í Landsbankahúsinu, en í desember 1908 var það flutt í hið nýbyggða safnahús við Hverfisgötu, og við ársbyrjun 1908 var Matthías Þórðarson settur til að hafa um- sjón með safninu, en skipaður fornminjavörður 1. júlí sama ár. Nú hafði safnið fengið betri húsa- kynni en áður, þótt þau væri að ýmsu leyti ó- heppileg og illa nægjandi til frambúðar. Safninu var um þessar mundir skipt í eitt aðalsafn (Þjóð- menningarsafn íslendinga) og sex smærri: Stein- aldarsafn, Þjóðfræðisafn, Vídalínssafn, Mynta- safn, og Mannamyndasafn og seinna bættist Piske-safn við og enn síðar Listasafnið, sem skiptist í 4 deildir, Sjóminjasafnið og nú loks Iðnminjasafn á síðastliðnu ári. Sýningum f jölgaði Framhald á bls. 13. á Þjóðminjasafninu". Sér inn i „kórinn'1. Yfir „altarinu" frá 3 kirkjum, frá 15. öld.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.