Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 46, 1943 5 fi. ' ■ ■ 1 Vegi Ný framhaldssaga: r ástarii - ■■ • ■■■• . ■ ■ inar- i % , • . — —= r t Eftir E. A. ROWLANDS | : ' 1 1. KAFLI. Það var yndislegt júníkvöld, og það var svo heitt i London, að maður gat varla dregið andann. Skemmtanalífið var á hámarki sínu.. Fyrir framan dýrðlega upplýst hús i fínasta hverfi Lundúnaborgar .brunaði hver vagninn á fætur öðrum að hurðinni allt fram að miðnætti, til mikillar ánægju fyrir svo margt forvitið fólk, sem hafoi safnast hér saman, til þess að geta séð þessa ættgöfugu menn og fögru konur, sem komu til kvöldsamkvæmis hjá lafði Hylyards. Hún var líka alþekkt fyrir að hafa sérstaka hæfileika til þess að skemmta gestum sinum. Það var dásamlega fallegt inni í hinum upp- ljómuðu sölum; en áhorfendurnir, sem úti voru, fengu sjaldan að sjá nokkuð af allri þessari dýrð. Það var álitið, að ballsalur lafði Hylyards væri fallegastur í London og allt, sem hugmyndaflug og peningar höfðu framleitt, var til þess að fegra hann. Yndisleg blóm í öllum regnbogans litum og af öllum tegundum settu næstum frumskógarleg- an svip á hann og allt var ljómandi ljósahaf. Það voru margar konur viðstaddar, hverra fegurð var rómuð um allt England, en jafnvél. þær mundu hafa rétt sigurpálmann, án þess að hika, ungri stúlku, sem augu allra mændu á, en sem þó virtist alls ekki talia eftir þeirri aðdáun, sem hún vakti. 1 dyrunum á salnum, eu þó nokkuð burtu frá þeim, sem dönsuðu, stóðu tveii' menn og töluð- ust við um leið og þeir eins og svo margir aðrir fylgdu hreyfingúm þessarar dásamlega fallegu stúlku. „Vitið þér ekki hver hún er!“ hrópaði fullorð- inn maður, þegar hann svaraði spumingu Einnars. „Ekki hélt ég að nokkur væri til í London, sem ekki þekkti lafði Sergiu Wierne! En þó að hún sé yður ókunnug, þá hljótið þér að þekkja föður hennar. Munið þér ekki eftir Harold Wierne, sem var með í ólátunum, sem voru við kappreiðarnar í Newmarket? Ég man eftir að þér veðjuðuð á „Planchette.“ „Já, það gerði ég, og ég tapaði líka fjögur hundruð pundum við það tækifæri,“ svaraði sá yngri aumlega, „en ég man vel eftir Harold Wierne, hann var alveg blásnauður, og mannorð hans var —.“ „Allt þetta tilheyrir nú fortíðinni,“ greip sá eldri framíj „Nú er Harold Wierne á Stanchester óðalssetrinu og á svo miklar eignir, að hann er á meðal ríkustu manna Englands. Hann erfði alveg óvænt óðalsetrið og titilinn í fyrra, og lafði. Sergia er einkabarn hans.“ „Hún er dásamlega í'alleg," sagði sá yhgri „en hún er mjög útlendingsleg.” „Móðir hennar Sergiu var rússnesk. Það er sagt, að Stanchester hafi þótt ákaflega vænt um hana, og það er álitið, að hann mundi hafa orðið allt annar maður, ef hún hefði lifað. En til mikillar óhamingju fyrir hann og kannske miklu fremur fyrir barnið, dó hún ári eftir að þau giftu sig, rétt eftir að barnið fæddist." „Carrillion -gamli virðist vera mjög hrifinn af lafði Sergiu," hélt sá yngri áfram, um leið og hann horfði inn í smáskot á salnum, sem var ekki mikið upplýst, þar sat maðurinn, sem þeir voru að tala um, við hliðina á manni, sem var nógu gamall, til þess að geta verið faðir Sergiu. Auk þess tók hann eftir því, að hið fagra andlit var einkennilega þreytulegt og þjakað, og þvi lengur, sem hann horfði á hana, því ákafari varð hann. Þaðan, sem hann stóð gat hann séð að íegurð hennar var lýtalaus; en það skrýtna var, að það var eitthvað i svip hennar, sem hann kenndi í brjósti um. Hann gat ekki hugsað sér, að þessi unga stúlka gæti skémmt sér, i þessu samkvæmi, þegar svo líka þess var gætt, hvemig lif föður liennar hafði verið, þá var það auðskilið að líf heimar hafði ekki alltaf verið þægilegt. „Carrillion lávarður er áreiðanlega ekki sá eini, sem er hrifinn af lafði Sergiu," sagði Faireclough, ,,en nú fer ég; ef yður langar til að spjalla við mig, þá skuluð þér koma heim til mín; ég bý á gamla staðnum; þér getið líka hitt mig í klúbbnum.“ Þeir kvöddust og hurfu i fjöldann; en lafði Sergia sat við hliðina á Carrillion lávarði og hlustaði þreytulega á það, sem hann sagði. Carrillion var milli fimmtugs og sextugs, og fegurð lafði Sergiu hafði glætt síðasta ástarbloss- ann, sem til var í hjarta hans. Hann var alveg töfraður af henni. Hún var ung, ekki nítján ára, og þó var hún svo fullorðin heimskona, að hún virtist ekki þurfa að læra neitt meira. Honum fannst hún þess fyllilega verð- ug að verða lafði Carrillion. Að hún var svolítið kuldaleg i framkomu, fannst honum bara enn yndislegra. Hann hefði kannske óskað, að hún væri viðmótsþýðari við hann, en hann dáðist að henni eins og hún var. En hégómaskapur hans blindaöi hann svo, að hann sá ekki, að þegar hún vildi heldur vera með honum en öðrum, þá var það af því, að hún ekki vænti þess að þurfa að sýna honum meiri áhuga en öðrum. Það var alltaf svo mikið af aðdáendum í kring- um hana, að henni fannst það hvíld að geta dreg- ið sig i hlé, Carrillion lávarður sá ekki hið þjak- aða augnaráð hennar og heyrði ekki andvörpin, sem komu fram af vörum hennar. Hann sá að- eins, að Sergia Wierne var falleg, og engin önnur en hún átti fremur skilið að bera hina frægu Carrilliongimsteina. ijiiiiiiliiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiliiniiimiiiiiiiiiiiiiliHiiiiiiiiiiiiiiiiini | þLamAcL^dssa^an Framlialdssöguiini „Konan í ! = Glenns-kastala“ lauk í síðasta i ! blaði og hefir hún átt miklum s I vinsældum að fagna meðal les- ! ! enda Vikunnar. Nú hefst hér ný í i saga, sem ekki síður mún vekja ! Í áhuga lesendanna, því að hún er i i óvenjulega falleg og viðburðarík I | og f jallar mn efni, sem er síungt, ! Í þótt það sé jafngamalt heiminum: i i ástina. ! „Vegir ástarinnar“ er eftir i Í ensku skáldkonuna E. A. Row- ! | lands, en hún er einkar lagin við i i að semja sögur, sem gaman er að i ! lesa sér til dægrastyttingar. riiiiiuiuiiiiiiiiuiuiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiimm Unga stúlkan virtist lesa hugsanir hans, og varir hennar bærðust í háðslegu brosi, en það hvarf undir eins og hún kom auga á ungan mann, sem virtist vera að leita að henni. Hún sneri sér nú fljótlega að Carrillion og hvíslaði að honum: „Viljið þér ekki vera svo góður, að sækja föður mirrn, ég er þreytt og mig langar heim.“ Hún stóð upp á meðan hún talaði og ungi mað- urinn, sem hét Allan Mackensie, varð eldrauður, því að hann skildi, að hún vildi forðast hann. — Hann var einn ákafasti aðdáandi hennar, og þó að Sergia hefði þegar hryggbrotið hann einu sinni, þá vildi hann reyna að freista gæfunnar einu sinni enn. „Er það virkilega ætlun yðar, lafði Sergia að fara strax?“, sagði hann. „Þegar þér farið, fer líka ljósið úr salnum og veslings melflugurnar flögi'a ruglaðar í myrkrinu." „Það er bara gott fyrir melina," sagði lafði Sergia, biturlega. „En það lítur út fyrir, að ég sé í tízku í ár,“ hélt hún biturlega áfram. „Það var ekki þannig í fyrra.“ „Þér voruð alls ekki héma í fyrra, lafði Sergia," sagði ungi maðurinn ákaft. „Ég fyrir mitt leyti skil ekki, hvernig ég fór að því að lifa, þegar þér voruð ekki hér. Þér vitið ekki, hvaða dásam- legt vald þér hafið yfir manni, lafði Sergia.“ Sergia brosti aftur, en í þetta sinni var ekki aðeins fyrirlitning í brosi hennar, heldur líka með- aumkvun og jafnvel líka sorg. Það voru víst örlög hennar að vekja alltaf ást þar, sem hún sízt vildi og fá alltaf steina, þegar hún bað um brauð. Hún hafði lengi vitað, að Sir Allan Mackensie elskaði hana, og hún dáðist að ráðvendni hans og ljúfmennsku. Hún óskaði þess innilega, að það hefði verið bróðurleg vinátta, sem hann hefði boðið henni í staðinn fyrir ást! Hún huggaði sig við, að þær tilfinningar, sem hann bar til hennar væru bara barnaleg hrifning — en ekki eins og hann hélt sjálfur, hin sanna ást, — og hún óskaði þess, að hann gæti fundið stúlku, sem væri verðug þeirrar ástar, sem bjó i hinu riddaralega hjarta hans. Það hefði áreiðanlega verið til sú stúlka, sem hefði í sporum Sergiu notið valds síns yfir hin- um unga manni og pínt hann með ástleitni sinni, en Sergia var alltof góð og ráðvönd stúlka til þess að geta verið svo grimm. „Ætlið þér virkilega að fara, lafði Sergia?" spurði' Carrillion lávarður, sem nauðugur vildi sleppa hinum fagra förunauti sínum. „Það er alls ekki orðið svo framorðið. Það var einhver, sem sagði mér, að faðir y.ðar væri inni í spilasalnum; ég hugsa, að hann vilji ekki láta trufla sig.“ „Pabbi fer líklega í klúbbinn sinn, þegar hann hefir fylgt mér heim,“ sagðl lafði Sergia og yppti öxlum. „Það er ekki svo oft sem hann fylgir mér í samkvæmi, og i kvöld var hann neyddur til þess, af því að lafði Marion var því miður ekki nógu heilbrigð til þess.“ „Hún hefir misst af fallegasta balli ársins," sagði Carrillion lávarður. „Er alls ekki hægt að telja yður á að vera svolítið lengur?" Carrillion lávarði gramdist nú, að hann hafði ekki notað tækifærið og hafið bónorð sitt við lafði Sergiu á *meðan þau sátu ein í salnum. Það hafði verið ágætt tækifæri. Hann fylgdi henni niður stigann, sem lá niður í forstofuna, og þar skildi hann við hana til þess að ná í föður hennar, sem kom loksins, en var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.