Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 46, 1943 Hornstrendingabók Nýlega er komin út á forlagi Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri bók með þessu nafni. Höfundur bókarinnar er Þorleifur Bjarnason, kennari. 1 formála bókarinnar lýsir höfundur drögum að samningu hennar og efni. Segist hann sjálfur vera Hornstrend- ingu að ætt og uppeldi, og að sögurnar, sem honum voru sagðar í uppeldinu og minningarnar frá æskustöðvunum hafi stöðugt leitað á hann og loks sigrað hann. Hafi hann svo hafið skrásetningu sagna og reynt að lýsa lífi fólksins og baráttu, sorgum þess og gleði, — fólksips, sem lifði við „blómgróin björgin“ og opið haf. 1 bókinni eru margar myndir, sem lýsa lifnaðarháttum fólksins og umhverfi. Mun margan fýsa að lesa þessa bók, því að hún lýsir landshluta, sem er sérkennileg- ur og tiltölulega fáir hafa farið um. Hér fer á eftir stutt frásögn úr bókinni. Jakob berst við draug. Haust eitt, meðan Jakob bjó í Nesi í Grunna- vík, kom hann kvöld eitt, er tekið var að skyggja, út á hlað. Hann var örlítið hýrgaður af víni. Á hlaðinu voru þeir fyrir, Bjami. sonur hans og mágur, er Ólafur hét. Niðri á túninu stóðu mó- hrip tvö, er notuð höfðu verið til þess að reiða í á völl. Þegar Jakob kemur út á hlaðið, starir hann um stund niður á túnið, en snýr sér svo að syni sínum og mági og segir, að helzt til mikið sé gert úr vaskleika þeirra, þar er þeir láti afskiptalaust, að draugar og forynjur um- kringi bæinn. Spurði þá Bjarni sonur hans, hvar hann sæi nú drauga. Jakob sagði, að minna mætti nú sjá en þá djöfla tvo, er niðri á túninu stæðu, 7 og mundi hann ekki una því, að þeir fengju óhindrað að leika sér umhverfis bæinn, og skyldi hann gera þeim yngri og vaskari skömm til handa. Bjarni glotti við, en svaraði engu, þótt vel sæi hann, hverjir draugar þeir voru, er hann talaði um. Hljóp nú Jakob niður á túnið, tók móhripin og kastaði þeim hátt i loft upp, svo að þau mölvuðust, er niður komu. Tók hann þá brotin, henti þeim í loft upp, greip þau aftur og mölvaði, og voru jafnan mörg brot að sjá á lofti. Sjálfur stökk Jakob hátt í loft upp, er hann lék sér með spelabrotin, og hætti ekki við, fyrr en bæði hripin voru mélmölvuð. Kom hann þá heim hélaður af svita og sagði, að vart mundu djöflar þeir, er hann hefði átt í höggi við, gera meiri óskunda. Daginn eftir var Jakob allsgáður. Tíndi þá Bjami saman stærstu spelabrotin og færði föður sínum, með þeim ummælum, að hér væm nú leifarnar af draugum þeim, er hann hefði barizt við kvöldið áður. Jakob horfði á brotin, glotti við og sagði: „Einhver ráð munu verða til þess að bæta upp þetta, Bési minn." Pósturinn Framhald af bls. 2. er, hið fyrsta manntal fram á Islandi, og reyndist fólksfjöldinn iiðlega 50 þúsundir. (Þ. e. hið fyrsta manntal, er tekur til allra landsmanna og greinir þá með nöfnum og öðrum upplýsingum á nútímavísu. Er það jafnvel talið hið elzta manntal þess háttar í heiminum, er nær yfir heila þjóð . . .).“ 4,—H,—1943. Kæra Vika! Ég vonast til þess að þú hjálpir mér núna eins og oftar. Mér finnst ég hafa of feita kálfa. Hvað á ég að gera til þess að þeir minnki. Með fyrirfram þökk. Judy. Svar: Við verðum að hr-yggja þig með því, að lítið er hægt að gera við feita káifa. Það væri þá helzt nudd. Þú skalt fara til nuddkonu og spyrja hana ráða. Kæra Vika! Viltu segja mér, hvað þessi skamm- stöfun þýðir, sem er oft á krossum: J. N. R. J. Mér þætti vænt um, ef þú vildir svara mér fljótlega. N. N. Svar: Skammstöfunin þýðir: Jesus Nazarenus Rex Judæorum (latina), sem á islenzku þýðir: Jesús frá Nazaret konungur Gyðinga. Það er sagt að Pilatus hafi sett þessa áletrun á kross Krists. Kæra Vika! Viltu gera svo vel og segja mér, hvaða búnaðarrit eru gefin út hér á landi ? Áhugasamur. Svar: Búnaðarritið. Gefið út af Búnaðarfélagi Islands. Freyr, sami útgefandi. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. Búfræðingurinn. 'Útgef.: Hvanneyringar og Hólamannafélagið. Auk þess gefur Garðyrkjufélag Is- lands og sum búnaðarsambönd út ársrit eða skýrslur. Kæra Vika! Er það nokkur pólitík, þó ég spyrji þig, hvenær Alþýðusamband Islands var stofnað? Veiztu það og viltu segja mér það? Drengur. Svar: Það er engin pólitík að spyrja um þetta! Alþýðusamband Is- lands er stofnað árið 1916. | Þúsund og ein nótt í hinni sígildu þýðingu Steingríms Thor- steinssonar kemur nú út í nýrri skraut- legri útgáfu með yfir 300 myndum. Bók- in verður í þrem stórum bindum. Fyrsta bindið kemur fyrir jólin. ÞÚSUND OG EIN NÓTT er ein af þeim bókum, sem hef- ur sigrað heiminn, unnið hjarta hverrar þjóðar, og er allt- af jafn fersk og töfrandi, svo að ungir og gamlir eru jafn hugfangnir af henni 1 dag sem fyrir öldum síðan. Verður bókinni varla betur lýst en með orðum þýðandans, Stein- gríms skálds Thorsteinssonar: „Frásögnin er skýr, einföld og lifandi, og sögunum að- dáanlega niður skipað; þær ei-u eins og marglitar perlur, sem dregnar eru upp á mjóan þráð. Sögunum er svo skipt, að þær hætta í hvert skipti, þar sem forvitni lesandans er mest, svo hann hlýtur að halda áfram eins og sá, sem villist inn I inndælan skóg og fær ekki af sér að snúa aftur, heldur gengur áfram í unaðssamri leiðslu, Imynd- unin leikur sér þar eins og barn, jafnt að hinu ógurlegasta sem hinu inndælasta, og sökkvir sér í djúp sinnar eigin auðlegðar, en alvara vizkunnar og reynslunnar er annars vegar og bendir á hverfulleik og fallvelti lífsins, og sýnir ætíð, hvernig hið góða sigrast á öllu, og hið illa á sjálfu sér." ÞÚSUND OG EIN NÓTT hefur tvisvar komið út áður, en þó verið uppseld í mörg ár og komizt í geipihátt verð, hafi eintak losnað, annars er hún ein þeirra bóka, sem bókstaflega hverfa. Hún hefur verið lesin upp til agna. Þúsund og ein nótt er jólabókin. Bókabúð Máls og menningar tekur á móti pönturfum frá þeim, sem vilja tryggja sér bókina fyrir jólin. Nokkur eintök verða til í skinnbandi. Bókaútgófan REYKHOLT.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.