Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 46, 1943 „upimii ib nbimiLiv Matseðillinn. Kartöflusúpa. y2 kg-. kartöflur, % 1. mjólk, 1% 1. jurtasúpa, 50 gr. smjör, 2 gul- rætur, 1 teskeið karry, salt, 1 teskeið sykur. Mélaðar kartöflur eru flysjaðar, skomar í bita og soðnar í mjólkinni. Þegar þær eru soðnar er smjörið og jurtasúpan látin saman við og soðið með. Því næst er súpan síuð. Gulræt- umar, sem þurfa að vera vel hreins- aðar og skornar smátt, eru látnar út í súpuna og soðnar með í 10 mín- útur. Salt er notað eftir smekk. Glóð- að franskbrauð er borið með súp- unni. Súrsuð síld (maríneruð síld). Kryddsíld er lögð í vatn eða mjólk yfir nótt, siðan skoluð úr köldu vatni og þermð með léreftsklút. Síldin er flökuð og lögð á hæfilega stórt fat, síðan skáskorin. Laukur er skorinn í hringi, soðinn i ediki, sykri og vatni ásamt nokkrum piparkom- um og negulnöglum. Þegar þessi lög- ur er orðinn kaldur, er honum hellt yfir síldarflökin á fatinu. Áður en síldin er framreidd, er leginum þó hellt af. Húsráð. Til þess að geyma eggjarauðu er ágætt að setja hana í kalt vatn og geyma svo á köldum stað. Eggja- rauðan getur geymzt þannig í nokkra daga. Þessi dragtarkjóll er úr röndóttu ullarefni. Svona slétt og snoturt snið er mjög hentugt, og má nota svona ■ kjól við flest tækifæri. Það er gott og fljótlegt að not^a venjulegan málarapensil til þess að , þurrka af húsgögnum, einkum ef þau em eitthvað útskorin. Það er alveg nóg að bóna gólfin einu sinni til tvisvar i viku. Gólfið er fyrst sópað, eða þurrkað með þurrum klút (ef gólfið er mjög óhreint, þá er gott að hafa klútinn svolítið rakan), því næst er borið á með góðum klút, síðan nuddað með ullarklút eða bónkústi, þar til það er orðið gljáandi. Við gólflista eða fæt- ur á húsgögnum verður að nudda með höndunum. Ur „Vaxtarrœkt“ — * — Við birtum í síðasta blaði kafla og myndir úr „Vaxtarrækt“, nýút- kominni bók eftir Jón Þorsteinsson íþróttakennara. Hér koma þrjár myndir og lesmál í viðbót úr sömu bók. 4. æfing. Hanga. Þegar barnið er orðið ársgamalt, má taka það mjúklega upp á hönd- unum einu sinni til tvisvar á dag 36. mynd. (36. mynd), en setja það strax niður aftur, en úr því það er 18—20 mán- aða gamalt, tvisvar til þrisvar sinn- um á dag og svo oftar eftir því sem 37. mynd. það eldist. Þessa æfingu má fram- kvæma án nokkurrar aukafyrirhafn- ar, en nota tækífærið, þegar bamið er fært til, þvegið eða þvíumlíkt. Gæta skal þess, að halda ekki hönd- um barnsins saman, heldur i axlar- breidd þess eða lítið eitt meira. Flest börn mimu ósjálfrátt lyfta hnjánum, um leið og þau em tekin upp, og er það góð hreyfing og styrkjandi æfing fyrir kviðvöðvana. Þegar bam- ið er þriggja ára eða yngra, er rétt að breyta æfingunum við og við þannig að láta það beygja höfuðið aftur og teygja fætur beint niður (37. mynd). Um sama leyti og 4. æfingu er breytt, er rétt að bæta við þrem nýjum æfingum þeim, er hér fara á eftir: 5. æfing. Baklega: lyfta á hæl og hnakka. Barnið er lagt á bakið í hart rúm eða legubekk. Það er látið draga fætur inn undir sig, beita hnakkan- um og lyfta sér þannig með aðstoð handanna (38. mynd). Ekki er vert að láta barnið vera þannig nema 38. mynd. stutt í senn, en lofa því að pata með höndunum í allar áttir, velta sér á hliðamar á víxl og lyfta sér upp að nýju, ef það vill þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Forðast skal að láta barnið lyfta sér á annan hátt en hér er lýst. Það má t. d. aldrei hvíla aðeins á lófum og fótum. Æf- ingin, sé hún gerð á þann liátt, getur verið stórhættuleg börnum, ef ekki er fyllstu varúðar gætt. HÚSRÁÐ. Ef nauðsynlega þarf að nota stein- olíu til þess að kveikja upp í ofni eða eldavél, má alls ekki hella olíunni inn í eldfærið, því þar getur leynst eldur, og þá er voðinn vís. Heldur skal væta sjálfa uppkveikjuna með litlu einu af olíu áður en hún er sett inn í ofninn. ,<kiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir/> NOTIÐ eingöngu Minnslu ávallt ri LINIT PERFECT LAUNDRY STARCH íSL-iSiLi11- «|-ii liljl ' COTTOM LOOKfÍAWO F£tl UK STÍFELSI mildu sápunnar iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiii i iin iimimiii ii im^ BalldsölubirgPir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONlCO. Austurstrætl 14. — Siml 5904. Öruggasta og — besta handþvottaefnið. MILO KttlllUIUIM: Attm iðaisoa iiiBUin. •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.