Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 46, 1943. „Ó, fyrirgefið." „Það er ekkert. Það er eðlilegt. Ég er nú í klefanum, sem hann hafði fyrst.“ Bouc var ekki í borðsalnum. Poirot leit í kring- um sig til þess að athuga hverjir fleiri væru fjarstaddir. Dragomiroff prinsessa var ekki þama og ung- versku hjónin heldur ekki. Ratchett, þjónn hans og þerna þýzku konunnar vantaði líka. Sænska konan þurrkaði sér um augun. „Þetta er heimskulegt af mér að láta svona," sagði hún. „Það er allt fyrir það bezta, hvað sem kemur fyrir." En það var langt frá því, að þetta kristilega hugarfar væri allsstaðar rikj- andi. „Jæja,“ sagði Mac Queen órólegur. „Við verð- um hér sjálfsagt í márga daga.“ „1 hvaða landi erum við eiginlega?" spurði frú Hubbard með tárin í augunum. Þegar henni ýar sagt, að það væri Jugóslavía, sagði hún: „Ó, eitt af þessum Balkanlöndum. Við hverju er líka hægt að búast?" „Þér eruð eina þolinmóða manneskjan," sagði Poirot við ungfrú Debenham. Hún yppti öxlum. „Hvað getur maður gert?“ „Þér eruð mikill heimspekingur, ungfrú." „Ónei, ég held, að viðhorf mitt sé fremur eigin- gjarnt. Ég hefi lært, að láta einskisnýtar geðs- hræringar ekki hafa nein áhrif á mig.“ Hún talaði fremur við sjálfa sig en hann. Hún horfði' ekki einu sinni á hann. Hún horfði fram hjá honum út um gluggann, þar sem snjórinn lá í stórum sköflum. „Þér hafið sterka skapgerð, ungfrú," sagði Poirot blíðlega. „Ég hygg, að þér hafið sterkasta skapgerð af okkur öllum, sem hér erum.“ „Ó nei, nei, nei, alls ekki. Ég veit einn, sem er miklu sterkari en ég.“ „Og hver er það — ?“ Hún virtist allt í einu muna eftir því, að hún var að tala við ókunnugan mann, útlending, sem hún hafði hingað til aðeins sagt nokkrar setning- ar við. Hún hló kurteislega. „Nú, til dæmis þessi gamla kona- þarna. Þér hafið líklega tekið eftir henni. Mjög ljót kona, en þó töfrandi. Hún þarf ekki nema að lyfta litla fingrinum og biðja um eitthvað, þá snúast allir í kringum hana.“ „Það snúast líka allir fyrir vin minn Bouc,“ sagði Poirot. „En það er af því, að hann er fram- kvæmdastjóri jámbrautarfélagsins, en ekki af því, að hann hefir sterka skapgerð." Mary Debenham svaraði. Morguninn leið. Nokkrir menn, þar á meðal Poirot, sátu áfram í borðstofuvagninum. Fólk rabbaði saman. Poirot heyrði heilmikið meira um dóttur frú Hubbard og lífsvenjur Hubbards heit- ins, frá því að hann fór á fætur á morgnana og borðaði hafragrautinn sinn, þangað til hann hátt- aði á kvöldin í náttsokkunum sínum, sem frú Hubbard sjálf hafði verið vön að prjóna handa honum. En þegar hann var að hlýða á sænska trúboð- ann, kom lestarþjónn inn og gekk til hans. „Afsakið, herra." „Já ?“ „Það eru skilaboð frá Bouc, hann vildi gjaman biðja yður um, að koma til sín augnablik." Poirot stóð upp, afsakaði sig við sænsku kon- una og gekk með manninum út úr borðstofunni. Þetta var þjónn, sem Poirot þekkti ekki. Hár og myndarlegur maður. Poirot gekk með leiðsögumanni inn ganginn í hans vagni og áfram ganginn í næsta vagni. Maðurinn barði á dyr, gekk svo eitt spor til hliö- ar til þess að láta Poirot ganga inn. Það var- ekki klefi Boucs. Það var klefi á 2. far- rými, líklega valinn af því hann var tiltölulega stór. Bouc sjálfur sat á litlum stól í horninu á móti. 1 horninu næst glugganum á móti honum, sat lítill, dökkhærður maður, sem horfði út á sjóinn. Á miðju gólfi stóð hár maður i bláum einkennis- búningi (járnbrautarstjórinn) og lestarþjónninn úr vagni Poirots. „Ó, góði vinur," hrópaði Bouc. „Komdu inn. Við þurfum á þér að halda." Litli maðurinn við gluggann flutti sig úr stað, og Poirot tróð sér framhjá hinum tveim mönn- unum og settist niður á móti vini sinum. Svipurinn á andliti Boucs gaf Poirot nóg að hugsa. Það var auðséð, að eitthvað óvenjulegt hafði gerzt. „Hvað hefir komið fyrir?" spurði hann. „Það er ekki furða, þó að þú spyrjir. Fyrst þessi snjór — og stöðvun. Og nú —.“ Hann þagnaði — og niðurbælt hljóð kom frá lestarþjóninum. „Og nú hvað?“ „Og nú liggur einn farþeginn dauður i rúmi sínu — allur í hnífstungum.“ MAGGI OG RAGGI. 1. Raggi: Ég er búinn að eign- ast litla systur! Eva: Það hlýtur að vera mjög gaman! 2. Eva: Hvað heitir þessi litla elska ? Raggi: Mamma kallar hana Maríu. 3. Raggi: En pabbi notar ann- að nafn! Eva: Nú, hvað er það? 4. Raggi: R ó 1 e g ! Boue *v*f mjög örvinglaður. „Farþegi? Hvaða farþegi?“ spurði Poirot. „Ameríkumaður. Sem hét — -hét —,“ hann leit á blöð fyrir framan sig. „Ratchett. Það er rétt — Ratchett?" „Já, herra,“ sagði lestarþjónninn með erfiðis- munum. Poirot horfði á hann. Hann var mjallhvitur. „Það er betra, að maðurinn setjist," sagði hann, „annars líður kannske yfir hann.“ Járnbrautarstjórinn gaf honum bendingu, og lestarþjónninn féll saman í harminum og fól and- litið í höndum sér. „Þetta er mjög alvarlegt," sagði Poirot. „Já, það er vissulega mjög alvarlegt. 1 fyrsta lagi, morð — það er ógurleg ógæfa. 1 öðru lagi aðstæðumar eru óvenjulegar. Hér erum við og getum i hvoruga áttin hreyft okkur. Hér getum við verið í marga klukkutíma og jafnvel daga! 1 þriðja lagi — þegar við förum yfir flest lönd er lögregla með lestinni. En í Jugóslavíu, nei. Þú skiiur?" „Já, þetta eru mjög erfiðar aðstæður," sagði Poirot. „En það á eftir að versna. Dr. Constantine — ég hefi gleymt, ég hefi ekki kynnt ýkkur. Dr. Constantine, Poirot." Litli dökki maðurinn hneigði sig, og Poirot hneigði sig fyrir honum. „Dr. Constantine heldur, að maðurinn hafi dáið um klukkan eitt í nótt.“ „Það er erfitt að segja nákvæmlega um svona mál,“ sagði læknirinn, ,,en ég held, ég geti sagt með vissu, að hann hafi dáið milli miðnættis og klukkan tvö.“ „Hvenær sást þessi Ratchett síðast á lífi ?“ spurði Poirot. „Menn vissu síðast af honum á lífi, þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í eitt, þá tal- aði hann við lestarþjóninn," sagði Bouc. „Það er alveg rétt,“ sagði Poirot. „Ég heyrði sjálfur, hvað gerðist. Veit svo enginn meira.“ „Nei.“ Poirot sneri sér að lækninum, sem hélt áfram. „Glugginn í klefa Ratohett var galopinn, svo að það er líklegt að morðinginn hafi sloppið út. þá leið. En ég hygg, að þessi opni gluggi sé bara til þess að villa. Ef einhver hefði farið út þá leið. mundu vera greinileg spor í snjónum. En það voru engin spor.“ ,',Hvenær var glæpurinn uppgötvaður ?“ spurði Poirot. „Michel!" Lestarþjónninn rétti úr sér. Andlit hans var enn fölt og óttaslegið. „Segiö þessum manni nákvæmlega, hvað gerð- ist,“ skipaði Bouc. Maðurinn talaði stamandi. „Þjónn Ratchetts barði nokkrum sinnum á hurð hans í morgun. En það var ekki svarað. Svo, fyrir hálftíma síðan, kom þjónninn í borð- stofunni. Hann ætlaði að vita, hvort Ratchett vildi fá morgnnverð. Þá var klukkan ellefu. Ég opnaði hurðina fyrir hann með lykli mín- um. En það var keðja fyrir. Það var allt kyrrt þar inni og kalt -— ískalt. Glugginn var opinh og það snjóaði inn. Ég hélt, að maðurinn væri ef til vill veikur. Ég náði í lestarstjórann og við brutum keðjuna og gengum inn. Hann var — Ó. Það var hræðilegt!“ Hann fól andlitið aftur í höndum sér. „Hurðin var læst og keðjan fyrir að innan,“ sagði Poirot hugsandi. „Er það þá ekki sjálfs- morð ?“ Gríski læknirinn hló háðslega. „Særir maður sig tiu til tólf hnífstungum, sem. fremur sjálfsmorð" spurði hann. Poirot glennti upp augun. „Þetta er hræðileg grimmd," sagði hann. „Það hefir verið kvenmaður," sagði lestarstjór- inn og talaði nú í fyrsta skipti. „Þið getið treyst því, að það hefir verið kona. Það getur enginn, nema kona stungið svona. Dr. Constantine setti upp hátíðlegan svip.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.