Vikan


Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 49, 1943 Pósturinn Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og birta fyrir mig vísuna Heimþrá, sem Olga Hjartardóttir söng í Útvarpið 1. nóv. síðastL Erla. Svar: Kvæðið er eftir Jón frá Ljárskógum og er svona: Langt, langt í burt til hárra heiða hverfur mín þrá. Langt, langt í fjarska faðminn breiða fjöllin mín hvít og blá. Vorsins Ijóð í hjarta hljómar. „Hugur einn það veit“. Heim, heim! í sál mér endurómar. Eilíf er þrá mín og heit. Langt, langt í burt til heimahaga hugurinn flýr. Enn man ég liðna dýrðardaga, dásamleg æfintýr, sólskin yfir suðurfjöllum, söng og vonarklið, — sól, sól og vor í hugans höllum, hamingju, gleði og frið! Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér hvar guitarar fást og hvað þeir kosti. Vonast eftir svari í næsta blaði. Þín Stína. Svar: Guitarar fást ekki í hljóðfæra- verzlunum núna, og vitum við ekki, hvenær þeir muni fást né hvaða verð verður á þeim þá. Kæra Vika! 3./12. 1943. Viltu vera svo góð, að birta fyrir mig síðasta erindið af „Voróttu“ eftir Einar Benediktsson. Eg kann fyrri partinn af kvæðinu, en síðasta erindið kann ég ekki, en mig langar til að kunna kvæðið allt. Ég vona að þú verðir við bón minni sem fyrst. Ljóðavinur. Svar: Siðasta erindið af kvæðinu Vorótta, er svona: — Gamlir, ungir, glaðir, hryggir sofa, geislafingur ljúka upp hverjum kofa. Fuglar syngja, straumar stíga sporið, stynja aðeins mannabrjóstin þungu. Þar finnst synd og böl hjá öldnu og ungu, yfir þeirn sig grúfir dauðans vofa, meðan jörðin ómar: Vorið — Vorið. Vestmannaeyjum 5./10. 1943. Kæra Vika! Getur þú gert svo vel og sagt mér, hvort til er blóm, sem heitir „Hulda". Með fyrirfram þakklæti. Kristbjörg. Svar: Við höfum spurst fyrir um þetta, en engan talað við, sem hefir heyrt getið um blóm með þessu nafni. Reykjavík 22./11. 1943. Kæra Vika! Getur þú svarað þessari spumingu fyrir mig. Ég hefi svo rauða augna- hvítu, hvernig á ég að fá hana hvíta. Óþolinmóður. Svar: Bezt mun fyrir yður að leita til augnlæknis með þetta. Auðug tunga og menning. Útvarpstíðindi hafa hleypt af stokkunum útgáfu, sem val- ið hefir verið nafnið „Erinda- safnið“ og ætlað er að flytja ýmislegt það (ekki af lakari endanum), sem flutt hefir ver- ið í útvarp. Þetta er vel til fundið og getur orðiö vinsælt, ef valið tekst sæmilega og frá- gangur allur verður góður. — Fyrsta heftið er komið út og heitir „Auðug tunga og menn- ing“ og höfundurinn er Bjöm Sigfússon, góðkunnur íslenzku- maður og skemmtilegur fyrir- lesari, hnyttinn og óhræddur að gera ákveðnar athugasemdir við það, sem miður fer og smekklítið eða ótækt er. Þaö var þarft verk að prenta þessa pistla hans. Til smekkbætis skal hér sett glepsa úr einum kafla bókarinnar: ...Talshátturinn að hafa svör á hraðbergi þýðir Iíkt og að hafa svör á vömm sér. Hraðberg mun vera al- mennt orð víða á landinu um tann- stein, tannskprpu. Viðleitni min að fá úr taimáli vitni þess, að hraðberg geti einnig átt við annað í munninum ber ekki ávöxt, og verður að tengja talsháttinn við tannskorpuna. Humátt er einkennilegt orð og virð- ist eiga við átt eða stefnu á tals- hættinum að fara S humáttina eftir einhverjum. Engu að síður hefur það helzt verið skýrt svo, að það sé gamla orðið hámót, sem þýtt hefur hællið t. d. á hestum. Það að fara í hámót (humátt) þýddi þá að fa.ra Bjöm Sigfússon. á hæla einhverjum, fylgja honum fast. Þar skrapp þorn í gat er auðskilið orðtak. Þegar gjörð er spennt, geng- ur þom, sem er í hverri hringju, gegnum gatið í hinum enda gjarðar eða móttaks. Sýknt og heilagt er sama sem virka. daga og helgar. Sýkn dagur er, þegar vinna má að ósekju, sýknu, en heilagl. er, meðan hver helgin stendur. Helzt eiga orðin við það að vinna sýknt og heilagt. Talað er í belg og biðu, þegar um- Framhald á bls.7. Nýstárleg bókf kemur út fyrir jólin♦* 29. september. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir i mannsorpinu. Hjálmar Jónsson. f. Hjálmar Jónsson frá Bólu 1796. f. H. Nelson, sjóhetja 1758. Þannig lítur hálf síða í Afmælisbóbinni út. Á hverri síðu eru tveir dagar. 1 bókinni er samansafnaður geysi mikill fróð- leikur um fæðingardægur merkra manna og kvenna og merka atburði. Einnig eru í henni að finna f jölda af gullfallegum vísum. Afmælisbókin mjög falleg útgáfa á vandaðan pappír og í skraut- legu bandi. Við hvern einasta dag ársins er vísa og fæðingar- eða dánarár einhvers þekkts manns. Við hvern dag eru þrjár auðar línur þar sem vinir yðar og kunningjar eiga að skrifa nöfn sín við þeirra afmælisdag. Afmælisbókin á að vera gestabók heimilisins yfir jólin og framvegis. Safnið í hana sem flestum nöfnum ættingja og vina og gesta er koma til yðar. Með tímanum verð- ur hún þannig merkileg eign og í henni geymast rit- handir vina yðar. Bókin hjálpar yður einnig til þess að muna eftir afmælisdögum skyldmenna og kunn- ingja. TILVAJLIN JÓLAGJÖF! SJÁLFSÖGÐ AFMÆLISGJÖF! Afmælisbókin á að vera til á hverju heimili til gagns og gleði. FJALLKONUÚTGÁFAN . Hafnarstræti 19. Sími 4179. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.