Vikan


Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 49, 1943 Ný framhaldssaga: Vegir ástarinnar- Eftir E. A. ROWLANDS Julian brosti eins og hann vildi segja, að Mary væri elskuleg og góð stúlka, en Sir Allan leit á hana með viðurkenningu og þakklátur. Mary talaði ekki meira um Sergiu, hún fann það ósjálf- rátt, að gestur þeirra kærði sig ekki um að heyra talað um drottninguna í Stanley Towers. Með sannri kvenlegri háttvísi fór hún að tala um þá vél, sem Julian Hafði fengið einkaieyfi á, og sem þegar var byrjað að nota í flestum verksmiðjum bæjarins. En þá komst Allan að því, að þrátt fyrir það að Julian hefði þegar eitthvað upp úr einkaleyfinu, voru laun hans svo lítil, að aðstæður fjölskyldunnar myndu ekki batna næstu árin. Þau höfðu misst peninga sína svo skyndi- lega, að þau voru enn í mikilli skuld, og Julian var svo ærukær að hann hugsaði fyrst og fremst um að borga skuldina. Það var frú Armstrong, sem sagði Allan frá þessu, og þegar hann fór frá þeim, hafði hann ákveðið að hjálpa vini sínum Juliani, sem var svo góður, alvörugefinn og óeigingjarn, én hafði þann eina galla, að hann var alltof stoltur til að vilja standa í skuld við nokkurn mann — ekki einu sinni bezta vin sinn. Sama kvöld, þegar Sergia var að ganga til náða, fékk hún bréf, sem hafði verið sent frá bænum Stanchester. Sergia ophaði það ekki fyrr en hún var orðin ein, en þegar hún hafði lokið við að lesa það, brosti hún glaðlegar en hún hafði gert um langan tíma. 1 bréfinu stóð: ,,Ég fer burt af Englandi á morgun, og ég get ekki sagt, hve lengi ég verð í bui'tu. Það. geta liðið mánuðir og jafnvel ár, áður en þér sjáið mig aftur, kæra Sergia; en þér skuluð samt vita, að ég kem strax og þér kallið á mig. Yöur skal þess vegna alltaf verða tilkynnt, hvar ég verð stadd- ur, og 'ég bið yður um að muna eftir loforði yðar, um að leita að mér, ef yður langar til að tala við vin. Og til þess að sýna yður, að ég sé ekki hræddur við að biðja yður strax um að gera mér vinargreiða, ætla ég þegar að biðja yður einnar bónar: Gamalt og gott vinafólk mitt býr í nágrenni við yður. Fyrir nokkrum árum voru þau rík, en nú, þegar þau eru orðin mjög fátæk, hafa aliir vinir þeirra yfirgefið þau. Við Julian Armstrong vorum saman í menntaskóla, en undanfarin ár höfum við ekki sézt, fyrr en í dag, þegar ég hitti hann hérná. Ég veit, að þér munuð gera það, sem þér getið fyrir þetta fólk. Frú Armstrong er mjög heilsulítil og Julian er eina stoð og fyrirvinna hennar og Mary. Hann vinnur í hinni stóru verksmiðju í Stanchester, ■ en hann hefir minniháttar stöðu, sem samsvarar alls ekki hæfileikum hans. Hann er mikill hæfi- ieikamaður og duglegur, og hann ætti skilið að fá langtum betri stöðu, en hann er alltof stoltur til að taka við hjálp frá mér.“ Sergia las bréfið oft, áður en hún lagði það til hliðar. „Mér þykir vænt um, að Allan skuli hafa skrif- að mér þetta bréf,“ sagði hún hljóðlega við sjálfa sig. „Ég mun hafa einhver ráð til að hjálpa þessu fóiki, og mér þætti ákaflega vænt um að geta það.“ Hún sat dálitla stund hljóð með hendur fyrir augum, og það voru tár í þeim, þegar hún stóð upp. „En hvað ég má vera þakklát því, að eiga þó einn einlægan og tryggan vin,“ hvíslaði hún með titrandi vörum. TT r «í* p- a • Lafði Sergia Wierne, dóttir x u i » o, g a, . h.ns r.ka Stanchester lá_ varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sinn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi i sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, sem býi' með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. 5. KAFLI. Óþægileg uppgötvun. Það var seinast í júnímánuði, og sólin brenn- andi, en undir trjánum á grasflötum Stanley Towers var þægilega svalt og notalegt. Sergia stóð fyrir framan stóra myndagrind og málaði, á meðan ung og yndisleg stúlka lá og teygði úr sér i lágum stóli við hliðina á henni. „Lata stelpa," sagði Sergia allt í einu og brosti til Mary Armstrong. „Mér sýnist þú vera alveg að sofna! Komdu og líttu á myndina mína. Nú, hvernig lízt þér á?“ Mary stökk upp og lagði handlegginn um Sergíu. „En hvað það er fallegt, Sergia!" sagði hún, ,,þú máiar ágætlega. Gráu múrarnir eru blátt áfram stórkostlegir hjá þér.“ „Það var eina ánægja mín í gamla daga að mála,“ sagði Sergia dreymandi. Mary tók strax eftir því andvarpi, sem lá bak við orðin. „Nú máttu ekki vinna meira," sagði hún; „við skulum heldur tala eitthvað saman. Það er alltof heitt til að vinna." Og Mary kastaði sér aftur ofan í stólinn. „Þú litla þvættingsskjóöa! Hvað ættum við að tala um?“ sagði Sergia, sem var að blanda saman iitum á litspjaldinu og leit brosandi á vinkonu sína. „Það er sama um hvað við tölum," sagði Mary. „Mér þykir ^vo gaman að heyra þig segja frá ferðalögum þínum! Þú hefir séð svo margt dá- samlegt! Mér finnst bara, að þú hljótir að hafa verið einmana." „Já, ég var líka mjög einmana!" Augu Sergiu urðu döpur, þegar hún sneri sér að málverkinu. „Frá því að ég sá þig fyrst," sagði Mary Arm- strong á þann hátt, sem var henni .eiginlegur, „sagði ég við sjálfa mig, að það væri af þvi að þú værir einmana, að þú værir svona dapurleg. Ó, ég vildi óska það Sergia, að þú ættir bróður eins og Julian! Þú getur ekki hugsað þér, hvað hann er góður við okkur mömmu. Ást hans til okkar er okkur meira virði en allur auður verald- arinnar." „Já, hann er áreiðanlega afskaplega góður," sagði Sergia blíðlega, hún var alltaf reiðubúin að samsinna vinkonu sinni, þegar hún taiaði um bróður sinn og alla hans góðu eiginleika. „Hann er svo ósérplæginn og hefir svo mikla skapfestu," hélt Mary áfram, sem hafði alveg gleymt að hún hafði margoft sagt þetta sama áður. „Síðustu árin hefir hann stritað fyrir okkur mömmu, og i eina skiptið, sem ég hefi séð hann reiðan var, þegar ég bað um að fá að vinna líka. Hann sagði, að ég mætti aldrei biðja um það aftur, og að hann og mamma gætu ekki án mín verið. Þetta er í eina skiptið, sem hann hefir ávítað mig.“ „Það sannar, að þú hljótir að vera óvenjulega elskuieg systir," sagði Sergia. „Ég er viss um, að hefði ég átt bróður, þá hefði hann skammað mig allan liðlangan daginn. Ég furða mig heldur ekki á því, að Julian þyki svona vænt um þig, þvi að þú ert sannarlega sólskinsbarn, Mary.“ „Já, það þýðir, að ég sé ekki til neins veru- legs gagns," sagði Mary, sem roðnaði við hólið. „En ég ætti nú samt að fá mér eitthvað að gera. Af hverju á Julian einn að strita? Honum gengur svo hægt að vinna sig áfram; ég skil ekki, að hann skuli ekki fyrir löngu hafa misst allan kjark." „Þú skalt sjá til, að það koma bráðum betri tímar fyrir hann,“ huggaði Sergia hana, „en vertu nú góð, og lofaðu að borða hjá mér hádegis- matinn. Þau, heima hjá þér, geta vonandi verið án þín í einn dag.“ „Já, ætli það ekki,“ sagði Mary hikandi ,,en mig langar ekki til þess, því að ég finn það, að lafði Marion líkar ekki við mig.“ „Elsku vina,“ sagði Sergia blíðlega en ákveðin. „Þú ert gestur minn, en ekki hennar. Það er ég, sem ræð hér; og þú skalt ekki kæra þig um það, þó að hún sé óþægileg í viðmóti. Þú veizt, að mér þykir vænt um þig. Þú mátt ekki neita mér um það. Þú veizt, að ég er einmana í saman- burði við þig, sem átt bæði móður og bróður. En ef þig raunverulega langar heim — þá —.“ Mary þrýsti hönd Sergiu að vanga sínurn. „Þú veizt það vel„ að mér þykir yndislegt að vera með þér,“ sagði hún, „en það er „kvöld hinna fátæku" eins og við köllum það i Stanchester. Við höfum samkomu fyrir þá einu sinni í viku, og það eru svo fáir til að hjálpa til, svo að Julian getur víst ekki án mín verið. En ef hann leyfir, þá ætla ég að vera. Hann kemur hingað i heimsókn í eftirmiðdag og sækir mig.“ „Farðu bara með honum heim, vina mín,“ sagði Sergia. „Það væri synd að taka þig frá fátæku vinum þínum. Og þú getur þá komið á morgun í staðinn." Sergia tók málverkið í burtu, og stúlkurnar settust síðan niður og fóru að tala saman. Þeim hafði undir eins litist vel á hvora aðra. Sergia var aldrei kuldaleg og fálát, þegar Mary var ná- læg. Þær töluðu oft um Allan Mackensie, og Sergia var honum svo þakklát fyrir að hafa út- vegað sér vinkonu. „Mér finnst hann næst eftir Juliani, vera sá bezti og réttlátasti maður, sem ég þekki," sagði Mary. „Mikið þótti mér vænt um að sjá hann aftur! Ég sagði við Julian, að hann skyldi skrifa til Sir Allans, en Julian þorði það ekki. Ég skal segja þér það, að hann hafði fengið svo margar neitanir frá góðum vinum, og við hverja neitun varð hann stoltari og fálátari. En hann hefði nú átt að vita, að Sir Allan væri ekki eins og aðrir.“ „Þú ert tryggur vinur, Mary,“ sagði Sergia. „Mér væri sama hver réðist á mig, ef ég hefði þig til að verja mig.“ „Allir, sem þekkja þig rétt," byrjaði Mary, en svo stanzaði hún allt í einu og ljómandi bros leið yfir andlit hennai', þegar hún sagði: „Þarna er Julian!" Mary hljóp þegar í stað á móti bróður sínum, og hún sá strax að það hlaut eitthvað óvenju-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.