Vikan


Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 49, 1943 legt og þægilegt að hafa komið fyrir hann, því að hann var mjög glaðlegur á svip. Sergia heils- aði honum vingjamlega og á meðan þau voru að tala saman, sat Mary og athugaði andlit bróð- ur síns, eins og hana langaði ákaft til að tala við hann. Að lokum spurði Sergia brosandi, hvað væri að henni og Mary viðurkenndi þá brosandi um leið og hún leit á Julian, að hún væri viss um, að eitthvað gleðilegt hefði komið fyrir hann. „Það er rétt, Mary,“ sagði bróðirinn; „það er hreint og beint dásamlegt, sem hefir gerzt. Mér er boðin allra bezta staðan hjá Hurst. Eg gat varla trúað mínum eigin augum, þegar ég las bréfið, sem Sir David Hurst sendi mér og þar, sem hann spyr, hvort ég vilji ekki fá stöðuna, sem veslings Stannard hafði í verksmiðjunni." „Er þetta satt, Julian?" hrópaði Mary og flaug upp um hálsinn á honum. „En hvað ég er glöð. Nú verðum við rík! Manstu, hvað við höfum byggt mikla loftkastala um þessa sömu stöðu, og nú hefir þú fengið hana.“ Mary dansaði í kringum bróður sinn, og hún var yndisleg með leiftrandi augu, rjóða vanga og ljósa hárið, sem var eins og skínandi gull- rammi um andlit hennar. Sergia horfði brosandi á ungu stúlkuna og sneri sér svo að Juliani og óskaði honum til hamingju. „Ég skil alls ekki, að hann skuli hafa valið mig í þessa stöðu," sagði Julian litlu seinna, „ég þekki hann varla." „Hann þekkir yður líklega," sagði Sergia, „ann- ars myndi hann ekki bjóða yður hana.“ „Nei, auðvitað ekki,“ sagði Armstrong og rétti hreykinn úr sér. „Og það bezta við þetta er, að ég stend ekki í þakkarskuld við nokkum út af því að hafa fengið þessa stöðu." „En hvað þú ert stoltur, Julian," sagði Mary innilega; „en þú hefir líka ástæðu til þess. Sir Ðavid hefir áreiðanlega látið þig fá þessa stöðu, af því að honum hefir fundizt þú sá eini, sem gæti staðið sig í henni. Hver ætti að hafa mælt með þér ? Það eru engar góðar dísir i Stanchester, það væri þá helzt Sergia —.“ Hún þagnaði skyndi- iega, þegar hún sá hræðslu- og gremjusvipinn á andliti Sergiu, en svo hélt hún áfram himinglöð. „Ó, Sergía, ég er viss um að þetta er allt þér að þakka." „Hvemig dettur þér slík vitleysa í hug,“ Mary,“ sagði Sergia dálítið kuldalega. „Þú hefir alltof fjörugt ímyndunarafl. „Hún hafði séð ánægj- una hverfa af andliti Julians við gmninn um að það gæti verið eins og systir hans hafði sagt, og það olli henni sársauka að sjá, hvað hann þjáð- ist af því, að þurfa ef til vill að vera henni þakk- látur fyrir þessa óvanalegu heppni. Mary tók ekki eftir þessu, og Julian stóð skyndilega upp og spurði, hvort hún væri tilbúin að fara, af því að hann langaði til að fara heim til mpður þeirra og segja henni fréttirnar. Mary þaut af stað til að sækja sólhlífina sína og hanzka, og hún var horfin áður en Julian gat náð henni, og Julian og Sergia voru ein eftir. Julian langaði til þess að nota tækifærið og spyrja Sergiu, hvort það væri hún sem hefði talað máli hans við Sir David Hurst, en hann kom sér ekki að því. Það kvaldi hann að vita, að hann ætti ef til vill kvenmanni að þakka gæfu sína. „Þér takið tilboði Sir Davids?" spurði Sergia loks, eins og hún læsi hugsanir hans. „fig hefi þegar tekið því,“ svaraði Julian. „Og þó mig langaði til að taka orð mín aftur, þá mundi ég ekki gera það núna, þegar Mary veit það. Hún mundi verða fyrir alltof miklum von- brigðum." „Afsakið, Armstrong, en ég skil ekki i þvi, að þér ættuð að taka orð yðar aftur," sagði Sergia kæruleysislega. „Sir David Hurst er einn dugleg- asti atvinnurekandi Englands, og það er ótrúlegt að hann láti nokkurn mann hafa áhrif á sig, þegar hann veitir eins mikla trúnaðarstöðu og þá, sem þér hafið fengið." „Það er mjög vingjamlegt af yður að segja þetta, lafði Sergia," sagði Armstrong um leið og hann horfði hugsandi fram fyrir sig. „Ég þakka yður kærlega „Það er ekkert að þakka mér fyrir," greip Sergia framí fyrir honum. „Ég sagði það, sem ég álit, og þér þurfið ekki að þakka öðrum en yður sjálfum fyrir þessa stöðu, sem þér hafið fengið. Sir David Hurst er sagður vera mikill mannþekkjari, og það er áreiðanlega eingöngu þeirri gáfu hans að þakka, að hann hefir tekið yður fram yfir annan.“ „Ég vildi líka helzt trúa því, að því væri þannig varið,“ sagði Julian Armstrong með röddu, sem hann sá á eftir að hlyti að hafa verið ókurteisleg; En það var ekki tími til að segja meira, af því að nú kom Mary aftur, og systkinin kvöddu Sergiu, sem kyssti Mary blið- lega og bað hana um að koma næsta dag, en þegar Julian nálgaðist til þess að rétta henni höndina nægðist hún með að hneigja höfuðið. Hún hefði vel getað sleppt hendi Mary, en hún gerði það ekki, og Julian dró hönd sína til baka. Það lék bros um varir hans, þegar hann gekk við hlið systur sinnar eftir veginum til Stan- chester. Mary gat ekki annað en hugsað um, hvort það væri nú ekki samt Sergiu að þakka, að Julian hafði fengið þessa góðu stöðu. Hún gat vel fundið, að það var ekki veruleg vinátta, sem rikti á milli þeirra, og hún tók það nærri sér, því hún hafði vonað svo innilega, að þau yrðu góðir vinir. Mary skildi það, að Julian hafði ekki breytt um álit á Sergiu, og henni þótti það mjög leitt, því að hvernig myndi honum verða við, ef hann kæmist að því einn góðan veðurdag, að hann ætti að þakka þessari konu, sem hann dæmdi svo hart, hina góðu stöðu sína? Mary Armstrong mundi hafa verið ennþá dapr- ari, ef hún hefði séð augnaráð Sergíu, þegar hún horfði á eftir þeim, um leið og þau fóru. 6. KAFLI. Morgunheimsókn. Snemma um morgun í ágúst vaknaði Mary við, að það var barið á glugga hennar. Hún stökk UPP og hljóp að glugganum, því að hún hélt, að það væri bróðir hennar, sem hefði kallað á hana; en sér til mikillar ánægju sá hún nú, að það var Sergia, sem stóð fyrir neðan gluggann í litla garðinum. „Flýttu þér á fætur!" kallaði. Sergia, þegar Mary sýndi sig í gjugganum. „Þetta er síðasti dagurinn, sem við getum verið einar saman, þvi að hinir gestirnir koma á morgun, og nú skulum við njóta þess, að vera frjálsar í dag.“ „Ég kem eftir andartak," svaraði Mary og andvarpaði um leið og hún hugsaði um fínu gestina, sem kæmu til Stanley Towers næsta dag. Hún klæddi sig i snatri og hljóp niður stig- ann. „Mig var einmitt að dreyma þig, Sergia; mér fannst þú, Julian og ég vera saman á einhverj- um yndislegum stað — ég held það hafi verið í Róm. Við vorum að ganga um borgina, ég sá allt svo greinilega, og þú hefir samt aldrei sagt mér neitt frá henni, þó að þú hafir komið þangað, er það ekki?“ „Ég kærði mig ekkert um Róm,“ sagði Sergia fremur fálega um leið og hún sneri sér við, svo að Mary gæti ekki séð andlit hennar. „Komdu nú,“ sagði hún, um leið og hún tók um liand- legg Mary, „við skulum fara að ákveða, hvert við eigum að fara. Við skulum fá okkur langan göngutúr fyrir mat, af því að á morgun verð ég að hugsa um svo marga aðra. Þá get ég ekki glaðst yfir tveim himinljósum, þér og sólinni." „Ég hefi nú aldrei fyrr verið kölluð himinljós. Ég álit það mikið lofsorð," sagði Mary hlægj- andi. Erla og unnust- inn. Erla: Mig langar til að fá að hitta hann Odd. Viljið þér segja honum, að Erla sé hér? Vörðurinn: Já, það geturðú hengt þig uppá! Vörðurinn: Halló, Oddur!!! Það er Oddur: Hvar cr hún? englastúlka hér, sem langar til að Vörðurinn: Leitaðu sjálfur! sjá þig. Flýttu þér í fötin, piltur!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.