Vikan


Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 7
7 VIKAN, nr. 49, 1943 Framhald af bls. 2. ræðuefnum er öllum hvolft í sama belginn, svo sem ég læt í þennan orðabelg. Biða var lítið ker eða kolla.helzt uppmjó, og'var hentug að standa þama í talshætti með belgn- um sakir ríms og áferðar. Talshættir íslenzkunnar skipta mörgum þúsundum auk orðtækja, sem til málshátta má tefja, og rím- aðra eða stirðnaðra orðasambanda, sem skortir líkingareðli talsháttanna. Fátt auðgar mál manna meir en smekkleg talsháttanotkun, og fátt er kauðalegra en mál, þar sem böðlazt er í skilningsleysi á misskildum tals- háttum, málsháttum eða ljóðatilvitn- unum. Hneigð Islendinga til þess er rík. Talsháttafjölgun í mæltu máli getur spillt meir en prýtt, því að ein- földu orðin eru hæfust og geta skart- að bezt. En skorti menn ekki alúð né strangleik við sjálfan sig I tals- háttanotkun, sannast á engu sviði málsins betui- en þar, að það verður hverjum list, sem hann leikur . . .“ Á hlaðinu við Ölfusá Morguninn reis bjaitur og fagur úr skauti hinnar liðnu mai nætur, sólin stráði geislum sínum yfir haf og hauður, loftið blátt ómaði af fuglasöng, gróðurilm lagði úr jörðu. Allt er á ferð og flugi, allir sem geta eru að þjóta úr bænum, annað hvort til skammvinnrar dvalar eða lengri tíma. Ég er einn þeirra, — með tösku í hendi og myndavél um öxl, sezt ég inn í farþegabíl. — Hann rennur af stað, út í blámóðu fjar- lægðarinnar, framundan blasa við dalir og heiðar, ný sveit opnast af Kambabrún, þar fyrir handan ölfusá, þar sem mín býður nýr heimur, nýtt starf, nýtt fólk, nýir tímar og jafn- vel nýir siðir. Eg hafði ákveðið að dvelja fyrir austan! Hvað skyldi bíða mín þar? Umferð allan daginn, nýtt fólk, ný andlit, sem misjöfn eru að aldri og útliti. Lifið gengur þarna sinn vana gang, fólk kemur og fer, sumir brosa, aðrir hlæja, fæstir gráta, en þó má sjá társtorkna brá, lífið er ekki öllqm leijtur. — En allt fyrir hörku og duttlunga lífsins má þó oft sjá margt broslegt smáæfintýri og heyra margt það sem breysk eyru eftir klæja. — Falleg er ölfusá i sumarblíðunni, að mestu ieyti straumlaus á yfirborði og rennur niðlaus til sjávar. Með fram bökkum að austan má sjá hálf grasi grónar brautir, og var mér sagt að það væru gamlar ástarbrautir, og er ekki óliklegt, að þar hafi ný sam- bönd i ástar- og vináttu málum ver- ið hnýtt, þvi úr djúpum strengjum hrifins hugar má oft sjá í svipbrigð- um hinnar rísandi æsku og hnígandi elli, og er ekki laust við að gamall helgiblær liðinna minninga leiki um bakka árinnar. Á sunnudagsmorgni má oft sjá hlaðið við ölfusá þakið bílum, körl- um, konum, piltum og stúlkum, — bláeygðum og bjarthærðum, gráeyg- um og dökkhærðum, rauðhærðum og freknóttum, — er þá að furða þó ungum pilti verði litið upp frá vinnu sinni? Hávaðinn, hrópin, köllin og .♦; 8 v V ►:< V V ►:< V v V V V V V ►J $ V *5 V V v V V L J V V V ♦ V V V V V V V V ►5 V V v V ►5 ►J »} v v GRIEG. Tónlistarþættir Eftir Theodór Árnason. v v 9 9 9 Ævisögur 35 frægustu tónskálda heimsins frá 1525 til A aldamóta, með 26 myndum. fjtvarpið hefir um langt skeið miðlað oss' ríkulega af tónverkum þessara miklu meistara. En æviferill þeirra er oss lítt ltunnur. Þetta er bókin, sem bregður birtu yfir Iíf þeirra og lífs- baráttu, og fræðir yður um það, hvernig mestu og stór- brotnustu bstaverk mannsandans eru til orðin. Lesið Tónlistarþætti! Bóldn fæst í bókaverzlunum í fallegu bandL Útgefandi. ♦ 9 9 »5 9 9 9 9 9 9 9 V 9 9 9 9 * 9 9 ♦ 9 9 9 ►T< ♦ 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 ►5 >»»»!««*>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>. bílaþvagan minnir helzt á umferðina í Austurstræti og troðninginn við Lækjartorg. Allir hópast inn á gisti- húsið, allir panta hver í kapp við annan mat, kaffi, mjólk, öl. Allir fá sína umbeðnu rétti, enginn fer án afgreiðslu. Það er takmark veitinga- mannsins að láta alla verða ánægða með viðskiftin, allt afgreitt á 10—20 mínútum. Þar er borðað, drukkið, hlegið og jafnvel spilað og dansað, síðan búizt til brottferðar lengi'a inn í landið, þar sem langþráðir draumar og óskir eiga að rætast í óra fjar- lægð hinna blikandi jökla, grasi grónu dala og lyngvöxnu heiða, þar sem friður einverunnar bieytir lang- þráðum vonum í veruleika. Að því búnu snúið heim á leið með hugann fullan af mirmingum ævintýranna, sem gerðust í eyðimörkinni. Á rigningamorgni er það öðruvísi, búar að vísu á hlaðinu og í þeim mismunandi mannverur, flestir húka inni og hreyfa sig ekki til útgöngu, nema ferðinni sé ekki heitið lengra, fólkið er þá vanalega í samræmi við veðurfarið, grett og fitjað, nema hvað ein og ein blómarós lítur sessu- naut sinn og ferðafélaga hýru auga, eða þá einhvem, sem augun ná til. Dagarnir líða hver öðrum líkir, að- eins endurtekning á því sama frá degi til dags, en þó með mismunandi smá atvikum. Allt líður hjá, sumarið er að líða og starfstími sumra á enda. Einn þokubúinn rigningarmorgunn hverf ég aftur inn í bíl, ásamt töskunni og myndavélinni, sem mér virðast orðn- ir ómissandi hlutir, — af stað, leiðin liggur nú hina sömu braut til baka, úr tilbreytingum sveitalífsins, inn í hringiðu borgárlífsins. Loftið er dimmt og skýjað, það rignir, himin- inn grætur. Guðjón Á. Sigurðsson, frá Arnarfirði. SKRÍTLUR. Hann: „Ég gæti setið svona og horft á yður til eilífðar!“ Hún: „Ég er nú einmitt farin að halda það!“ Dómarinn: „Skammist þér yðar ekki fyrir að vera staddur hér aftur?“ Sakbomingurinn: „Nei, heira dóm- ari, sannarlega ekki. Ef hér er gott að vera fyrir yður, þá hlýtur það líka að vera gott fyrir mig.“ „Þú virðist vera skynsöm stúlka. Giftum okkur!" „Nei, ég er alveg eins skynsöm og ég virðist vera.“ ♦»»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»»»:. ♦> í Tilkynning frá Máli og menningu: kemur út í dag með fjölbreyttu efni. Halldór Kiljan Laxness ritar um Pál Isólfsson fimmtugan; eiimig grein um sjálfstæðismálið. Gunnar Benediktsson ritar um íslenzka menn- ingu, Björn Franzson svargrein til Gylfa Þ. Gíslasonar, hagfræðings, Kristinn Andrésson um bandalag vinnandi stétta, Islandsklukkuna, V erndarenglana. Kvæði eru eftir Snorra Hjartarson, Jón Öskar og Jóhannes úr Kötlum. Smásaga eftir Guðmund Daníelsson, Eggert Stefánsson ritar um Leningradsymfóníu Sjosta- kovitz og grein er hann nefnir Blanda. Ennfremur er í heftinu þýddar greinar og sögur, m. a. ritgerð um skáldsögur Steinbeeks. Félagsmenn í Reykjavík eru beðnir að vitja Tímaritsins í Bókabúð Máls og menningar, og félagsmenn í Hafnarfirði hjá Gísla Sigurðssyni, lögregluþjóni. og menning Laugavegi 19. — Sími 5055. ♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.