Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 Hvað skilja jólin eftir? „Og hirðaniir sneru at'tur og veg- sömuðu og lofuðu guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð eins og sagt hafði verið við þá.“ (Lúk. 2, 20.) ][||||| Ó L I N eru gengin í garð einu sinni enn. Nokkrum W dögum er varið til þess að halda hátíð. Miklu var víð- ast hvar kostað til undirbún- ings. Það var þvegið og bakað, gjafir keyptar handa vinum og vandamönnum, húsin fegr- uð og prýdd. Ekkert erfiði var til sparað, sumstaðar vakað nótt eftir nótt. Eftir stuttan tíma verða jólin gengin um garð. En hvað skilja þau eftir? Hvers virði hafa.þau þá verið? — Svaraði állur tilkostnaður til þess, sem jólin veittu þér og þínum? Stundum tala menn um jólin eins og það sé frekar annarra vegna en sjálfra þeirra að þeir eru með í jólahaldi þjóðarinnar. „Ég er hættur að hlakka til jólanna," segir sumt full- orðið fólk. „En ég gerði þetta vegna blessaðra barn- anna. Jólin eru fyrir þau.“ Já, það er satt. Jólin eru hátíð barnanna. Öll eigum vér yndislega bjartar minningar um bernskujólin „heima“. Og vér, sem annað hvort eigum lítil börn eða erum börnum samtíða, vitum, að engin há- tíð snertir barnshjartað jafn- djúpt og jólin. En samt sem áður er eitthvað undarlegt við það, ef fullorðna fólkið getur ekki líka notið jólanna. Það bendir til þess, að annaðhvort séu hinir eldri búnir að missa eitthvað af því, sem þeir áttu í bernsku, eða eitthvað vanfar eféív séta /aÆo/) '7ónsson. í jólahaldið sjálft. Annaðhvort ert þú orðinn annar maður eða jólin eru orðin önnur jól. Lúkas guðspjallamaður seg- ir frá hirðunum, sem „sneru aftur“ til hversdagsstarfa sinna, að loknum hinum fyrstu jólum. Fögnuður þeirra var svo mikill, að þeir „vegsömuðu og lofuðu guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð.“ Þetta skildu jólin eftir hjá þeim. En hvað höfðu þeir heyrt og séð? Frá því segir Lúkas í 2. kapítula guðspjallsins og þá sögu flytur sérhver kristinn prestur, er messar á jólunum, og fjöldi góðra foreldra segir börnum sínum þessa sögu um fæðingu frelsarans, ljósið, sem skín, í myrkrinu, englasönginn í kyrrð hinnar helgu nætur. Getur þú sjálfur glaðst yfir þessu, eins og hirðarnir glödd- ■rust, og eins og þú gladdist, þegar þú varst lítill? Eða ertu búinn að gleyma því, að heimur englanna er til umhverfis hina áþreifan- legu veröld þína? Hefirðu misst sjónar á þeim guði, sem opinberaði kærleika sinn til mannanna í litla barninu, er fæddist á jól- unum? Ef svo er, þá gerðu þig aftur að barni, hversu mik- ill, sem þú kannt að þykja í heimsins augum eða þín- um eigin. Og sannaðu til, jólin verða þér aftur til gleði, sem er æðri öllum skilningi. — Rifjaðu upp gömlu jólin þín og gömlu söp-una, sem alltaf var jafn- ný. Og því lífsreyndari sem þú verður, því dýpri verður jólagleði þín, því að því betur skilur þú, hvers virði það var fyrir þig og allan heiminn, að frelsarinn fæddist. Ef til vill er jólahaldið þitt orðið með þeim hætti, að jóla- barnið er þar ekki lengur aðal- atriði. Þá er heldur ekki von, að þú gleðjist að mun. Þá er eðlilegt, að jólin þín verði tóm- leg og innihaldslítil, og þú „snúir aftur“ til hversdagslífs- ins örþreyttur og leiður á öllu erfiðinu. Ef það er eitthvað í Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.