Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 GUNNAR TANNEFORS: Snillingurinn A NSKI rithöfundurinn Somer- set Maugham, sem er heims- kunnur fyrir hinar áhrifa- miklu skáldsögur sínar, hefir skrifaðákaflega hrífandi sögu, „The Moon and the Sixpence" (Tunghð og tíeyringurinn). Þessi skáldsaga er að mörgu leyti frábrugðin öðrum verkum þessa höf- undar. Hún er ekki eins glæsileg og sögur hans yfirleitt og gerist á allt öðrum og ólíkum vettvangi. Hann segir hér frá enskum kaupsýslumanni, sem lifir í ham- ingjusömu hjónabandi og á mörg börn, en hverfur einn góðan veðurdag frá heimili sínu í London og fer til Parísar. Kona hans heldur, að ástamál valdi hvarfi hans, og fær einn vina hans til að veita honum eftirför til Parísar og reyna að fá hann til að koma heim aftur. Vinurinn fer og í>essi mynd heitir „hrifning", og er af tveim konum frá. Tahiti. kemst að raun um, að Strickland (það er nafn kaupsýslumannsins) lifir mjög óbrotnu lífi í París, og engin kona hefir haft áhrif á gerðir hans. Strickland seg- ir, að honum sé orðið ljóst, að hann þrái ekkert heitar í hfinu en að verða hstmál- ari og neitar að fara heim. Vinurinn fær engu tauti við hann komið. Hann byrjar hið nýja líf sitt í París, en margir erfiðleikar verða á vegi hans. Eng- inn hirðir um listaverk hans, og hann verð- ur að gerast veggfóðrari og leiðsögumað- ur útlendinga, til þess að geta dregið fram Hfið. Aðeins einn maður trúir á hann — hollenzki málarinn Dirk Stroeve. Stroeve er auðugur og málar sér til dægrastytt- ingar, en hann veit, að Strickland er mikið málaraefni. Hann tekur hann að sér. og lætur hann vinna og búa heima hjá sér, er hann hefir fundið hann fárveikan og aðhlynningarlausan. En meðan Strickland býr hjá Stroeve, verður eiginkona hins síðarnefnda ástfangin af Strickland. Þeg- I Þessari grein er sagt sem á fullorðinsórum sínum yfirgaf gerast málari og varð einn mesti Pául Gauguin fæddist í París 1848. FaSir hans var blaðamaður, og móðir hans var kreóli af há- um ættum. 1 bemsku sinni var hann hjá frænda sínum i Lima, sem var landstjóri i Perú. Siðar vann hann í banka í Frakklandi. Hann kvæntist árið 1873 danskri konu, og áttu þau fimm böm. Þegar hann var þrjátíu og fimm ára gamall, af- neitaði hann konu og bömum og starfi sínu, og helgaði sig eingöngu málaralistinni. ar Strickland endurgeldur ekki ást henn- ar, fyrirfer hún sér. Strickland getur nú ekki búið lengur hjá Stroeve og hverfur aftur til síns fyrra lífs. Meðan Strickland er veikur, vaknar ný þrá í brjósti hans. Hann óskar einskis frernur en að komast til Suðurhafsins, því að hann veit, að list hans muni hvergi ná meiri þroska en þar. Honum tekst að aura saman í fargjaldið til Tahiti. Þar finnur hann þann frið og þá starfsgleði, sem hann hefir dreymt um. Hann giftist innfæddri stúlku og er fullkomlega hamingjusamur. Andinn kemur yfir hann og hann málar og málar. En ógæfan eltir hann. Hann sýkist af ólæknandi holdsveiki. En allt til hinztu stundar — jafnvel eftir að hann er orðinn blindur — heldur hann áfram að mála. Þegar hann er dáinn, kveikir kona hans í húsi þeirra, samkvæmt siðvenju eyjar- skeggja, og mörg málverk hans eyðileggj- ast. En þau, sem geymast, skapa honum ódauðlega frægð. Listunnendur munu ekki vera í vafa um, hver muni vera fyrirmynd Maughams í þessari skáldsögu. Það er hinn frægi franski málari Paul Gauguin og hin átak- . TAHÍTI frá Paul Gauguin, málaranum mikla, heimili sitt, konu og börn, til þess að listamaður heimsins. anlegu örlög hans, sem rithöfundurinn hefir tekið til meðferðar. Paul Gauguin var, eins og Strickland í sögu Maughams, giftur maður og orðinn miðaldra, þegar hann sagði skilið við sitt fyrra líf og settist að á Tahiti. Hann fædd- ist 7. júní 1848. Þegar hann var á barns- aldri, dvaldist hann með móður sinni í Lima í Perú. Seytján ára gamall fór hann til sjós og kom m. a. til Brazilíu. Árið 1871 snýr hann heim til Frakklands, fær stöðu í banka og gegnir því starfi í ellefu ár. 1873 giftist hann danskri stúlku, sem hét Mette Gad. Um 1875 fór hann að mála — fyrst í stað sér til gamans og dægra- Þessi mynd er í listasafni í Moskvu. Gauguin var brautryðjandi nýrrar aðferðar listmálunar, og litanotkun hans er dýrleg. dvalar, en brátt fann hann, að málara- listin var köllun hans, og 1880 hélt hann fyrstu málverkasýningu sína. Árið 1883 segir hann upp starfi sínu í bankanum og skrifar í dagbók sína. „Héðan af geri ég ekkert annað en að mála.“ Á þessum ár- um fór hann viða og dvaldi í Bretagne, Normandie, París og Kaupmannahöfn. Fjölskylda hans bjó í Kaupmannahöfn, eftir að konu hans hætti að lítast á hið ótrygga listamannalíf. Um þetta leyti ávann hann sér nokkurt álit, en fjárhagvandræði vörpuðu sífellt skugga á líf hans. Þó rættist nokkuð úr, þegar hann kynntist málaranum Daniel de Monfried, sem lét honum í té vinnustofu sína og gerðist aldavinur hans. Það er aug- ljóst, að de Monfried er fyrirmynd Dirk ' Stroeves í skáldsögunni. En á þessum órólegu og erfiðu tímum vaknaði draumurinn um Suðurhafið í brjósti Gauguins — hann þráði að mála heiðari himin og eygja dýrlegra litskrúð en til var í föðurlandi hans. Draumurinn sner-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.