Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 7 ist aðallega um Tahiti, ef til vill vegna þess, að eyjan var eign Frakka, en sennilega hefir höfuðástæðan verið sú, að Gauguin hefir hrifizt af lýsingum franska skálds- ins Pierre Loti frá þessum slóðum. Loks tekur hann ákvörðun sína. Hann sparar eins og hann getur, og í aprílmánuði 1891 leggur hann af stað til Tahiti. Hann verð- ur ákaflega hrifinn við komu sína til eyj-. arinnar og skrifar konu sinni í Kaup- mannahöfn: „Ég skrifa þetta um kvöld. Næturkyrrðin á Tahiti er dásamlegri en allt annað. Ekkert rýfur kyrrðina — ekki einu simii hljóð í fugli. Öðru hvoru fellur visið laufblað hljóðlátlega til jarðar. Hin- ir innfæddu ganga um berfættir og þögul- ir . . . alltaf þessi kyrrð. Ég skil, hvers vegna eyjarskeggjar sitja tímum saman og horfa dreymandi til himins, án þess að segja aukatekið orð. Ég finn, að allt þetta töfrar mig og fyllir mig undursamlegum friði . . .“ En framtíðin varð ekki eins undursam- leg. Gauguin kemst að raun um, að jafn- vel á Tahiti er ekki hægt að lifa án þess að borga fyrir það, og f járhagsvandræði knýja enn á dyr hjá honum. Hann veikist og verður að leggjast í sjúkrahúsið í Papeete, og sparifé hans fer í það, að greiða legukostnaðinn. En hann málar stöðugt, allt til þess að hönd hans titrar af þreytu, og hann svíður í augun. Hann dvelur á Tahiti í tvö ár, en þá verður hann að hverfa heim. Honum finnst hann hafa beðið ósigur, en vonar þó að málverkin, sem hann hefir meðferðis, muni verða sér til bjargar. En fáir hafa áhuga á list hans eða sýna henni skilning. Hann lifði sultarlífi í Frakklandi um hríð og fór aftur til Tahiti árið 1895. I þetta skipti dvaldi hann á eyjunni til 1901. Hann byggði sér hús og kvæntist innfæddri stúlku. En baráttan fyrir tilverunni var jafn erfið sem fyrr, og hann neyddist til að ráða sig sem skrifstofumann í Papeete, til þess að vinna fyrir daglegu brauði, og þótti hon- um þetta að vonum mikil kaldhæðni ör- laganna. En á þessu sex ára tímabili mál- aði hann þau málverk, sem nú eru metin á milljónir franka. Beizkja hans varð þess valdandi, að hann lenti í deilum við yfirvöldin. Eink- um réðst hann hastarlega á kaþólsku prestastéttina fyrir framkomu hennar gagnvart eyjarskeggjum. Þegar hami skrifaði kæruskjal gegn stjórninni, var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og þúsund franka sekt. En hann afplán- aði aldrei þessa refsingu. Þegar dómurinn var kveðixm upp, var hann farinn til Mar- quesaeyjanna, og þar andaðist hann 8. maí 1903. Hann málaði til hinztu stundar og síðasta málverk hans var — þótt und- arlegt megi virðast — vetrarmynd frá Bretagne! Eignir hans — og þar á meðal málverk- in — voru seldar fyrir gjafverð og lentu hjá hinum og þessum. Þannig voru í fáum dráttum hin um- Þessi' sjóliöi nauðlenti á eyðiey í Kyrrahafinu og var þar í 72 daga, enda var hann orðinn hálf villimann- legur eins og sést hér á myndinni. Þessi mynd er úr kvikmyndinni ,,The moon and the sixpence,“ sem er gerð eftir samnefndri bók eftir enska rithöfundinn Somerset Maugham. Myndin er úr brúðkaupi hins lífsleiða listmálara Charles Strickiand, sem er leikimi af hinum fjölhæfa leikara George Sanders (til hægri). Fyrir miðri myndinni situr hin 14 ára gamla brúður Ata, sem að lokum vinnur ást Stricklands, sem svo mörgum öðrum hefir mistekizt. Strickland aðvarar hana í byrjun, með þessum orðum: ,,Það getur verið, að ég muni berja þig.“ Ata svarar: ,,Hvemig gæti ég annars vitað, að þú elskaðir mig?" árum til Tahiti, til þess að afla sér upp- lýsinga um Gauguin, en varð ekki mikils vísari. Ein gata í höfuðborginni Papeete, bar nafn hans, og nokkrir franskir embættis- menn mundu óglöggt eftir honum. Kona hans var enn á lífi, komin fast að sextugu, en minning hennar um hinn hvíta mann, sem hún hafði búið með endur fyrir löngu, var fremur óljós. Nielsen hitti einnig son Gauguins, fríð- an og þrekvaxinn mann, sem stundaði fiskveiðar. Harrn hafði litla hugmynd um, hve frægt nafnið var, sem hann bar, og langaði ekki minnstu vitund að koma til Evrópu. ,,En,“ segir Nielsen, „hann var svo frjálsmannlegur og áhyggjulaus í fasi, að hann myndi hafa yljað hinum þunglynda snillingi um hjartaræturnar.“ Hann var „hold og blóð Gauguins, en hafði sál og lundarfar Suðurhafseyjabúans.“ Líf Gauguins var barátta snillingsins fyrir hugsjón sinni. Hann var haldinn þeirri listamannsástríðu, sem kemur glöggt fram í bréfi hans til vinarins de Monfried: „Þú veizt, að ég hefi keppt að einu marki — réttinum til að hætta á allt . . .“ Og eins og hann skrifar í dagbók sína: „Starf, þrotlaust starf — hvers virði væri lífið án þess? Við erum, höfum ver- ið og verðum skip, sem hrekjast fyrir stormum allra átta.“ breytingasömu örlög Gauguins. I dag er hann talinn til höfuðsnillinga málaralist- arinnar, en Tahiti, eyjunni, sem hann skapaði ódauðlega frægð, er hann lítt þekktur. Danski landkömiuðurinn Aage Krarup Nielsen ferðaðist fyrir nokkrum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.