Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 8
8 JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1943 VANKA SMASAG A EFTIR ANTON P. TJEKOV Vanka Zúkoff var níu ára gamall og og hafði verið vikadrengur hjá Alja- kin skósmið í þrjá mánuði. Það var jólakvöld, og hann fór ekki að hátta, held- ur beið unz húsbóndi hans og húsmóðir og vinnufólk þeirra var farið til tíða. Þá tók hann litla blekbyttu úr bollaskáp hús- bænda sinna, ásamt pennastöng með kol- ryðguðum penna í. Síðan sléttaði hann úr krumpaðri pappírsörk og byrjaði að skrifa. Þetta var fyrsta sendibréfið, sem hann skrifaði. Hann leit laumulega til dyranna og gluggans og horfði stundarkorn á blakkan dýrðlinginn, áður en hann byrj- aði á bréfaskriftunum. Pappírsörkina hafði hann lagt á eldhúsbekkinn og kropið á kné við hann. „Elsku afi minn, Konstantín Makarýts,“ skrifaði hann, ,,ég ætla að skrifa þér bréf. Ég óska þér gleðilegra jóla og blessunar allra Guðs engla. Ég á hvorki mömmu né pabba. Þú ert allt, sem ég á.“ Vanka leit til gluggans, þar sem bjarm- inn frá kerti hans endurspeglaðist, og í huganum sá hann afa sinn, sem var næt- urvörður hjá Zivarefffélaginu. Hann var aldraður maður, sextíu og fimm ára, lítill vexti, en óvenjulega ötull og eljusamur, broshýr og voteygur. Hann svaf í eldhúsi vinnufólksins á daginn og glettist við eldastúlkurnar. Um nætur reikaði hann kringum bygginguna í víðri gæruskinnsúlpu og með lurk í hendi. Á eftir honum vöguðu hundamir, Lubba — gamla tíkin — og Hrafn, sem svo var nefndur, sökum þess, hve stirndi á svart- an, langan skrokk hans. Bæði hengdu þau hausana. Hrafn var óvenjulega flírulegur og skemmtilegur hundur. En þótt hann horfði jafn vingjarnlega á gesti sem hús- bændur sína, var honum samt ekki að treysta. Undir allri hans auðmýkt og ástúð bjó gaumgæfandi illfýsi. Enginn var hon- um leiknari í því að stökkva upp á borðið og grípa þar fiskstykki eða kjötbita, laum- ast inn í búrið eða kála hænuunga. Oftar en einu sinni hafði hann verið því nær lapp- arbrotinn, tvívegis hafði hann verið hengd- ur upp, í hverri viku var hann barinn til óbóta. En hann var ævinlega fljótur að jafna sig. Á þessari stundu hlaut afi Vanka að standa við hliðið, drepa titlinga og horfa á skær Ijósin í gluggum þorpskirkjunnar, stappa niður fótunum í hnéháum stígvél- unum og gera að gamni sínu við vegfar- endur. Kylfan mundi hanga við beltið. Hann varð líklega að berja sér til að halda á sér hita, og öðru hverju heyrðist í honum þurrakjöltur, eins og títt er um gamla menn. Stundum hnippti hann í þernu eða eldastúlku, sem gekk framhjá. A.nton Pavlovitsh Tjekov, rússneskur rithöfundur (1860—1904), var sonur ánauðugs bónda, hann nam læknisfræði og var sjálfboðaliði við sjúkra- hús, þegar kólerufaraldurinn gekk 1892. Hann byrjaði rithöfundarstarfsemi sína sem kímni- skáld undir dulnefninu Tjechonte; því næst reit hann margar smásögur, sem báru svip mikillar svartsýni, sérstaklegar eru lýsingarnar frá Sacha- lin (1895) hryllilegar. Þar sem hann var brjóst- veikur dvaldi hann um tíma (ásamt Maxim Gorki, rithöfundinum fræga) á eyjunni Capri. Hann kvæntist hinni mikilsmetnu og duglegu leikkonu frú Knipper-Tjekov, sem lék í mörgum leikritum hans. Þau eru eins og smásögur hans, stutt ágrlp, sem bera vitni um skarpa athyglis- gáfu, mikla tilfinninganæmi og stundum einnig góðlátlega kimni. Þekktustu leikritin eru „Máf- urinn", „Vanja frændi“, „Þrjár systur" og „Kirsuberjagarðurinn" (síðasta verk hans). Tjekov er snillingur í smásagnasmíði eins og Maupassant; Tolstoj segir um hann, að hann sé einn af þeim fáu rithöfundum, hvers sögur mann langi til að lesa aftur. Hann er sérstaklega snjall að lýsa hinu andlega og sálarlega ráðleysi hins gáfaða „menntamanns" gagnvart smámunum og ruddaskap hversdagslífsins, vegna hans eigin sið- ferðilegu galla. Hann ber líka oft saman miskunn- ar- og ístöðuleysi hins menntaða manns og góð- mennsku almúgamannsins til vitnis um eymdar- ástand þeirra menningartíma, sem við lifum á. „Okkur vantar vilja, dugnað og stöðuglyndi!" er neyðaróp Tjekovs. Hið ömurlega andrúmsloft frá ríkisstjóm Alexanders III. hefir sett svip sinn á skoðanir og skáldskap Tjekovs, þó að grilli stundum i vonina um betri tíma. „Eigum við að fá okkur korn í nefið?“ spurði hann og rétti kvenfólkinu pontuna sína. Og kvenfólkið tekur ofurlítið í nefið og hnerrar. Einhver óskiljanleg kæti grípur gamla manninn. Hann hlær og hrópar: „Burt með það. Annars frýs það við nefið.“ Hann gefur hundunum í nefið líka. Lubba hnerrar, fitjar upp á trýnið og svífur burt, sár-móðguð. Hrafn afþakkar tóbakið kurteislega og dillar rófunni. — Veðrið er dýrlegt, enginn vindblær, frost og heiðríkja. Það er orðið fulldimmt, en þó sést þorpið mætavel: hvít þökin og reykjarlopinn upp úr reykháfunum, snjóskaflarnir og hrímgrá trén. Úti í himingeimnum blika bjartar stjörnur, og mjaltakonumar eru svo skýrar fyrir sjón- um, að það er engu líkara en þær hafi verið fægðar með skarasnjó fyrir hátíð- ina. . . . Vanka andvarpaði, dýfði pennanum í blekbyttuna og hélt áfram að skrifa: „I gærkvöldi var ég barinn. Húsbóndinn dró mig á hárinu út í garðinn og lúbarði mig með skóleista, af því að ég hafði sofnað óvart, þegar ég átti að rugga krakkanum hans í vöggunni. Og í vikunni sem leið skipaði húsmóðirin mér að hreinsa síld, og ég byrjaði á sporðinum. Þá tók hún síldina og rak hausinn á henni fram- an í mig. Vinnufólkið stríðir mér og send- ir mig í krána eftir vodka-brennivíni og lætur mig stela agúrkum frá húsbóndan- um, og húsbóndinn lemur mig með því, sem er hendi næst. Mat fæ ég engan; á morgnana er það brauð, mjölgrautur á daginn og aftur brauð á kvöldin. Teið og kálsúpuna hesthúsa húsbændurnir. Þau láta mig sofa í anddyrinu, og þegar krakk- inn þeirra grætur, fæ ég alls ekki að sofa, heldur verð ég að rugga vöggunni .... Elsku afi! 1 Guðs nafni, taktu mig héðan og farðu með mig heim í þorpið okkar. Ég afber þetta ekki lengur. Ég krýp á kné fyrir þér, og ég mun biðja Guð aftur og aftur, að ég verði tekinn héðan, því að annars dey ég . . .“ Munnvik Vanka voru farin að herpast saman. Hann þurrkaði sér um augun með óhreinni hendinni og hristist af ekka. „Ég skal skera tóbakið fyrir þig,“ hélt hann áfram. „Ég skal biðja fyrir þér, og ef ég geri eitthvað Ijótt, skaltu húðstrýkja mig. Og ef þú heldur, að ég geti ekkert gert til gagns, ætla ég að biðja verzlunar- stjórann, í nafni Jesú Krists, að lofa mér að hreinsa skóna sína, og ef það bregzt, get ég hjálpað til við gegningarnar í stað- inn fyrir Fedju. Elsku afi! Ég afber þetta ekki lengur. Ég verð drepinn. Mig langar mest til þess að strjúka heim í þorpið okkar, en ég hef enga skó, og ég er svo hræddur við kuldann. Þegar ég stækka, skal ég sjá um þig, og enginn skal gera þér illt, og þegar þú deyrð, skal ég biðja fyrir sálu þinni, að hún fái frið, alveg eins og ég bið fyrir mömmu Pelagúeyju. Svo er það með Moskvu — þetta er svo stór borg. Hér eru hús ríkra manna, mik- ið af hestum, en engar kindur, og hund- arnir eru svo grimmir. Börnin ganga ekki um göturnar með stjörnu á jólunum, og maður má ekki syngja. Einu sinni sá ég öngla og færi í búðarglugga, og hvort tveggja var til sölu, og önglarnir voru fyrir alls konar fiska og fjarskalega fall- egir. Þar var einn öngull, sem hægt var að veiða á urriða, sem er heilt pund að þyngd. Og hér eru búðir, þar sem seldar eru byssur eins og þær, sem húsbóndinn á, og ég er viss um, að þær kosta hundrað rúblur hver. Og í kjötbúðunum eru skóg- Frh. á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.