Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 19

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 19
19 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 Fjalíræðan En er hann sá mannf jöldann, gekk hann upp á fjallið, og er hann var seztur niður, komu lærisveinamir til hans. Og hann lauk upp munni sín- um, kenndi þeim og sagði: Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. ' Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir em hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir em hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið,því að laun yðar em mikil á himninum, því að þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður. Þér eruð salt jarðarinnar, en ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta það ? Það er þá til einskis framar nýtt, heldur er því kastað út og það fótum troðið af mönnum. Þér eruð ljós heimsins; borg, sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna, og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum. Ætlið ekki, að ég sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina; ég er ekki kominn til þess að niður- brjóta, heldur til þess að uppfylla; því að sannlega segi ég yður; þangað til himininn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða, unz allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir mönnum það, hann mun verða kallaður minnstur í himnaríki; en hver sem breytir eftir þeim og kennir þau, hann mun kall- aður verða mikill í himnaríki. Því segi ég yður, að ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, kom- ist þér alls ekki inn í himnaríki. Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðuma: Þú skalt ekki morð fremja, en hver sem morð fremur verður sekur fyrir dóminum, en ég segi yður, að hver sem reiðist bróður sínum, verður sekur fyrir dóminum; og hver sem segir við bróður sinn: ' * Afmæli systkina: Ólafur Jónsson, Hvalskeri í Patreksfirði, verður 90 ára 26. des. og Guðrún Jónsdóttir, Vatneyri í Patreksfirði, verður 89 ára 20. des. Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu, en hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara í eldsvítið. Ef þvi þú ert að bera gáfu þína fram á altarið, og þú minnist þess þar, að bróðir þinn hefir eitthvað á móti þér! Þá skil gáfu þína þar eftir fyrir framan altarið og far burt, sæztu fyrst við bróður þinn, og kom síðan og ber fram gáfu þína. Vertu skjótur til sætta við mótstöðumann þinn, meðan þú ert enn á veginum með honum, svo að mótstöðumaðurinn selji þig eigi dómaranum í hendur, og dómar- inn selji þig þjóninum í hendur og þér verði varpað í fangelsi. Sannlega segi ég þér: Þú munt alls ekki kom- ast út þaðan, fyrr en þú hefir borgað hinn síðasta eyri. Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt eklti drýgja hór; en ég segi yður, að hver sá sem lítur á konu með girndarhug, hefir þegar drýgt hór með henni í lijarta sínu. Ef hægra auga þitt hneykslar þig, þá rif það út og kasta því frá þér, þvi að betra er þér, að einn lima þinna tortímist, en að öllum Iíkama þinum verði kastað í helvíti. Og ef hægri hönd þín hneykslar þig þá sníð hana af og kasta henni frá þér, því að betra er þér, að einn lima þinna tor- tímist, en að allur líkami þinn lendi í helvíti. Það hefir einnig verið sagt: Hver sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarskrá. En ég segi yður, að' hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess v v * * $ V V $ * V V V V * V v v V v ♦ V V V V V V V V v V V >:< ♦ V V V v V V V General Foods Sales Co. I NC. NEW YORK Frá þessu heimsþekkta firma höfum við venjulega íyrirlsggjöndi: Bakers Cocoa Jell-o Búðinga Minute Gelatine Minute Tapioca Log Cabin Syróp Calumet Gerduft Post’s Corn Flakes Post’s Whole Bran Diamond Borðsalt Satina Strauvax. / La France sápuspænir með blákku Einka-umboðsmenn: ft' BERNHÖFT Reykjavík. V V kTi * $ V V * V V V l>;< v V ❖ V $ V V V V V V V V V V V V V V V V V v V V V v V V V V >♦• V V V V V V y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.