Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 20

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór. Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki vinna rangan eið, en þú skalt halda eiða þína við drottin. En ég segi yður: Þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs, né við jörðina, því að hún er skör fóta hg.ns, ekki heldur við Jerú- salem, því að hún er borg hins mikla konungs; ekki máttu heldur sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart. En ræða yðar skal vera: já, já, nei, nei; en það sem er umfram þetta, er af hinu vonda. Þér hafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. Og við þann, sem vill lögsækja þig og taka kyrtil þinn, slepp og við hann yfirhöfninni. Og neyði einhver þig með sér eina milu, þá far með honum tvær. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki bakinu við þeim, sem vill fá lán af þér. Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem of- sækja yður, til þess að þér séuð syn- ir föður yðar, sem er á himnum; því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Því að ef þér £lskið þá, sem yður elska, hvaða laun öðlist þér þá? Gjöra ekki jafn- vel tollheimtumennirnir hið sama? Og ef þér heilsið aðeins bræðrum yðar, hvað frábært gjörið þér þá? Gjöra ekki jafnvel heiðnir menn hið sama? Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn. Gætið yðar, að fremja ekki réttlæti yðar fyrir mönnunum, til þess að verða séðir af þeim; annars hljótið þér ekki laun hjá föður yðar, sem er í himnunum. Þegar þú því gefur ölmusu, þá lát ekki blása í básúnu fyrir þér, eins og hræsnarar gera í samkund- unum og á strætunum, til þess að þeir hljóti lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sin. En þegar þú gefur ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess að ölmusa þín sé í leyndum og faðir þinn, sem sér í leyndum, mun endurgjalda þér. Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnaramir, því að þeim er Ijúft að biðjast fyrir standandi í samkundunum og á gatnamótunum, til þess að verða séðir af mönnum. Sannlega segi ég yður, að þeir hafa tekið út laun sín. En þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi sitt, og er þú hefir lokað dyrum þínum, þá bið föður þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn, sem er i leyndum, mun endurgjalda þér. En er þér biðjist fyrir, þá viðhafið ekki ónytjumæli eins og heiðingjarnir, því að þeir hyggja, að þeir muni verða bænheyrðir fyrir mælgi sína. Líkist því ekki þeim; því að faðir yðar veit hvers þér við þurfið, áður en þér biðjið hann. Þér skulið því biðja þannig: Faðir vor, þú sem ert í liimnunum, heigist nafn þitt, komi ríki þitt, verði vilji þinn, svo á jörðu sem á himni, gef oss í dag vort daglegt brauð; og gef oss upp skuldir vorar, svo sem vér og höfum gefið upp skuldunautum vorum; og leið oss ekki í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að ef þér fyrirgefið mönnun- um misgjörðir þeirra, þá mun yðar himneski faðir einnig fyrirgefa .yður. En ef þér fyrirgefið ekki mönnum þeirra misgjörðir, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa yðar misgjörðir. En er þér fastið, þá verið ekki daprir I bragði eins og hræsnararnir, því að þeir gjöra ásjónur sínar tor- kennilegar, til þess að menn geti séð, að þeir fasta; sannlega segi ég yður, að þeir hafa laun sin út tekið. En er þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt, til þess að menn sjái ekki, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn, sem sér í leyndum, mun endurgjalda þér. Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela. Því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. Augað er lampi líkamans, ef auga þitt er heilt, þá mun allur líkami þinn vera í birtu; en sé auga þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn vera í myrkri; ef því Ijósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkr- ið! Enginn getur þjónað tveim herr- um, því að annað hvort mun hann hata annan og elska hinn, eða að- hyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað guði og mammon. Þess vegna segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta, eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er ekki lífið meira en fæð- an og líkaminn meira en klæðnaður- inn? Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera, og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himn- eski faðir fæðir þá; eruð þér ekki miklu fremri en þeir ? En hver af yður getur með áhyggjum aukið einni alin við hæð sína? Og hví eruð þið áhyggjufullir um klæðnað ? Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur, en ég segi yður, að jafn- vel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn, sem ein þeirra. Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem i dag stendur, en á morgun verð- ur í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítil- trúaðir? Segið þvi ekki áhyggjufull- ir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hvað eigum vér að drekka? eða Hverju eigum vér að klæðast? Því að eftir öllu þessu sækjast heiðingj- arnir, og yðar hineski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjúfullir um morgun- daginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur; hverjum degi nægir sín þjáning. Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi, sem þér dæmið, verðið þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, verður yður mælt. En hví sér þú flísina í auga bróður þins, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu,? Eða hvemig getur þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga út flísina úr auga þér, og gengur svo sjálfur með bjálka í auganu? Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út flisina úr auga bróður þíns. Gefið eigi hundunum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín, til þess að þau troði þær ekki niður með fótunum og snúi sér við og rifi yður í sundur. Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýjið á, og fyrir yður mun upp lokið verða: því að sérhver sá öðlast, er biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp lokið, er á knýr. Eða hver er sá meðal yðar, sem mundi gefa syni sín- um stein, ef hann bæði um brauð ? Og hvort mundi hann gefa honum högg- orm, ef hann bæði um fisk? Ef nú þér, sem vondir eruð, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar, sem er i hiinnunum, gefa góðar gjafir þeim, sem biðja hann? Allt sem þér því viljið, að aðrir gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra; því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Gangið inn um þrönga hliðið; því að vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glötunarinnar, og marg- ir eru þeir, sem ganga inn um það; því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann. Gætið yðar fyrir falsspámönnum, er koma til yðar í sauðaklæðum, en eru hið innra glefsandi vargar; af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort geta menn lesið vínber af þymum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en skemmt tré ber vonda ávöxtu. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur skemmt tré borið góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, er upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum. Marg- ir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki spáð með þínu nafni, og höfum vér ekki rekið út illa anda með þinu nafni, og höfum vér ekki gjört kraftaverk með þínu nafni ? Og þá mun ég segja þeim af dráttarlaust: Aldrei þekkti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot. Hver sém því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og steypi- regn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu og skullu á þvi húsi; en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargi. Og hverj- um, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er byggði hús sitt á sandi, og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu og buldu á því húsi, og það féll, og fall þess var mikið. Og er Jesús hafði lokið þessum orðum, undraðist mannfjöldinn mjög kenning hans; því að hann kenndi þeim eins og sá, sem vald hafði, og ekki eins og fræðimenn þeirra. (Úr Matteusar guðspjalli). Friður og stríð Framh. af bls. 14. biðja ykkur, vini mína, að gera það fyrir framan Krist með mér. Það er aðfanga- dagskvöld og ég trúi því, að við verðum bænheyrð, ef við biðjum nógu innilega. Viljið þið gera þetta?“ ,,Já,“ sögðu drengimir. Og bömin þrjú krupu fyrir framan Kristsmyndina og báðu bænar, sem Dísa hafði yfir aftur og aftur og tárin runnu niður eftir kinnum • þeirra allra. Þegar þau vom staðin á fætur og höfðu jafnað sig, sagði Dísa: „Ég ætla að biðja ykkur um annað. Viljið þið líka gera það fyrir mig?“ Drengimir kinkuðu kolli og sögðu já. „Viljið þið takast í hendur og segja: Við skulum vera vinir og aldrei berjast hvor á móti öðrum.“ Drengimir horfðust í augu, litu síðan báðir á Dísu, tókust í hendur og gerðu eins og hún bað. Dísa kyssti þá að skilnaði og þegar þau komu út úr snjóhúsinu, fóm þau sitt í hverja áttina. Dísa hljóp inn í kjallarann til Kötu og gaf Siggu, elztu dóttur ekkjunnar, Krists- myndina. Síðan gekk hún kringum jóla- tréð með bömunum og söng, en fór heim um níuleytið. Þá var faðir hennar dáinn. 5. Á þriðja í jólum stóð Dísa við gluggann og horfði út. Mikill hávaði barst að eyr- um hennar utan af túni.Húnþóttistvita,að slegið gat þar í bardaga á hverri stundu, en Geir og Gunnar gengu saman upp í bæinn, eins og þeir vissu ekki af neinum ófriði. Dísa kinkaði kolli til þeirra og hugsaði: Stríðið heldur áfram, þó að þessir for- ingjar hafi lagt niður vopnin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.