Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 21

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 21
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1943 21 Pramhaldssaga: Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE 8 Hercule Poirot Poirot athugaði vandlega feiðaáætlunina, sem lá fyrir framan hann. Svo hneigði hann höfuðið.. „Þetta er nóg,“ sagði hann, ,,núna.“ „Þakka yður fyrir, herra.“ Maðurinn stóð upp. Hann leit á Bouc. „Verið þér ekkert órólegur,“ sagði sá síðar- nefndi vingjamlega. ,,Ég get ekki séð, að það sé um nokkra vanrækslu að ræða af yðar hálfu." Pierre Michel fór ánægður út úr klefanum. 10. KAFLI. Vitnisburður einkaritarans. Poirot var hugsi í nokkrar mínútur. „Ég hygg,“ sagði hann að lokum ,,að nú væri gott að tala aftur við MacQueen vegna þess, sem við vitum nú.“ Ungi Amerikumaðurinn kom strax. „Jæja," sagði hann „hvemig gengur?“ „Ekki illa. Síðan við töluðum seinast saman, hefi ég komizt að sannleikanum um Ratchett.“ Hector MacQueen hallaði sér fram ákafur. „Já?“ sagði hann. Teikning aí! Calaisvasnimnn. borðstofuvagn vagninn. t'(1rca p a • Hercule Poirot er á leið ® * frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. I lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er fiamkvæmdarstjóri jámbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lizt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vemda sig, af því að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur i lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratehett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Fiú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og yfirheyrt lestarþjóninn. „Ratchett,“ var, eins og yður grunaði, gerfinafn. „Ratchett" var Cassetti, það var hann, sem stóð fyrir barnaránunum þar á meðal ráninu á Daisy litlu Armstrong.“ MacQueen varð fyrst undrandi á svipinn. Síð- an varð hann þungbúinn. „Bölvaður þrjóturinn!“ hrópaði hann. „Höfðuð þér enga hugmynd um þetta, — Mac Queen?“ „Nei,“ sagði ungi Ameríkumaðurinn ákveðinn. „Ef ég hefði haft grun um það, þá hefði ég höggvið af mér höndina, áður en hún hafði tæki- færi til að vinna nokkuð fyrir hann.“ „Mér finnst eins og þetta muni vera yður til- fiimingamál, MacQueen?" „Ég hefi sérstaka ástæðu til þess. Faðir minn var málafærslumaðurinn, sem fór með málið, Poi- rot. Ég sá frú Armstrong oftar en einu sinni — hún var yndisleg kona. Svo blíð og sorgmædd." Svipur hans varð myrkur. „Ef nokkur maður hefir átt skilið örlög sín, þá er það Ratchett — eða Cassetti. Ég fagna dauða hans. Slíkur maður var ekki hæfur til að lifa!" „Það lítur út sem þér mynduð sjálfur hafa verið reiðubúinn að myrða hann.“ „Já, það hefði ég,“ hann þagnaði og bætti síð- an við, eins og honum fyndist sök hvíla á sér: „Þetta er nú reyndar eins og ég sé sjálfur að bendla mig við glæpinn.“ „Ég mundi fremur gruna yður MacQueen, ef þér létuð í ljós einhverj'a ofsalega sorg yfir dauða húsbónda yðar.“ „Það myndi ég ekki gera, ekki einu sinni til að bjarga mér úr rafmagnsstólnum," sagði Mac- Queen grimmdarlega. Svo bætti hann við: „Ef það er ekki of forvitnislegt af mér að spyrja, hvernig komust þér að sannleikanum um Cassetti ?“ „Ég sá það á bréfsnepli, sem ég fann í klefa hans.“ „Það var vissulega — ég meina — það var hugsunarlaust hjá gamla manninum." „Það er nú komið undir því, sem hann ætlaði sér,“ sagði Poirot. Unga manninum virtist finnast þessi athuga- semd fremur skrýtin. Hann starði á Poirot eins og til þess að reyna að lesa hugsanir hans. „Það sem nú fyrir mér liggur," sagði Poirot „er að rannsaka, hvað hver og einn hér í lest- inni hefir hafzt að. Það þarf enginn að móðg- ast af því, eins og þér skiljið. Það er aðeins venja." „Auðvitað. Byrjið bara á mér, og látið mig hieinsa mig, ef ég get.“ „Ég þarf nú ekki að spyrja um töluna á klefa yðar,“ sagði Poirot brosandi, „því að ég var hjá yður eina nótt. Það er klefi nr. 6 og 7, og eftir að ég fór, voruð þér einn.-“ „Það er rétt.“ „Nú, MacQueen, vil ég biðja yður að segja mér, hvað þér gerðuð í gærkvöldi frá því að þér fóruð úr borðstofuvagninum.“ „Það er mjög auðvelt. Ég fór aftur í klefa minn og las dálítið, fór svo út á stöðvarpallinn í Belgrad, en fannst of kalt og fór inn aftur. Ég talaði nokkra stund við unga enska stúlku, sem býr i næsta klefa við mig. Síðan hitti ég Arbuthnot ofursta og talaði við hann — mig minnir, að þér hafið gengið fram hjá okkur þá. Svo fór ég inn til Ratchetts, og eins og ég sagði yður, og skrifaði nokkrar at- hugasemdir um bréf, sem hann hafði beðið mig um. Ég bauð honum svo góða nótt og fór. Arbuthnot ofursti var ennþá á ganginum. Það hafði þegar verið búið um rúm hans, svo að ég stakk upp á því, að hann kæmi inn til mín. Ég bað um tvö glös, og við fórum beina leið. Við ræddum um heimspólitík og stjórnina á Indlandi og okkar eigin vandamál. Ég er ekki vanur því að geta lynt við Breta — þeir eru óttalegir þverhausar — en mér likaði við þennan." „Vitið þér, hvað klukkan var, þegar hann fór frá yður?" „Það var orðið mjög framorðið. Klukkan var næstum orðin tvö.“ „Tókuð þér eftir því, að lestin hafði stanzað?“ „Já. Við vorum dálítið hissa og litum út og sáum, að snjórinn lá í sköflum, en við héldum að það væri ekkert alvarlegt." „Hvað gerðist svo, þegar Arbuthnot ofursti loksins fór?“ „Hann gekk að klefa sinum, og ég kallaði á lestarþjóninn til þess að búa um.“ „Hvar voruð þér á meðan hann var að því?“ „Ég stóð rétt fyrir utan hurðina, reykjandi vindling." „Og svo?“ „Ég háttaði og svaf til morguns." „Fóruð þér nokkurn tíma úr lestinni um kvöldið?" „Við Arbuthnot fórum út — hvað hét nú aftur staðurinn? — Vincovci — til þess að rétta úr fótunum. En það var afskaplega kalt. Við fór- um strax inn aftur.“ „Ét um hverja hurðina fórum þið?“ „Þá, sem er næst klefa okkar."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.