Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 25

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 25
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1943 25 ÝMSIR KVIKMYNDALEIKARAR. Richard Greene og Clara Leh- tnann í kvikmyndinni „Flug- virki". Dorothy Lamour, Bob Hope og Bing Crosby í kvikmyndinni „Serkjaslóðir". Errol Flynn í kvikmjmdinni „Sæ-haukurinn“. 1 Dægrastytting \ ^4UUIiiiiiiiiiiiiiiiimiiíiiimiiiiiiiiii ... I»rautir. I. Herra Brown fer daglega heim til sín með sömu járnbrautarlest, en lestin kem- ur í áfangastað kl. 5 stundvíslega. Þá stígur herra Brown upp í bifreið sína, en bifreiðarstjórinn gætir þess vandlega að koma á stöðina á mínútunni klukkan 5. Við skulum gera ráð fyrir því, að enginn tími fari í það að snúa bifreiðinni við og taka herra Brown upp, heldur sé bifreið- in komin af stað heim á leið aftur klukk- an 5. Dag nokkurn fór herra Brown fyr af stað og kemur klukkan 4 á heimastöð sína. Bifreið hans er ekki væntanleg fyr en klukkan 5, og fer hann því gangandi af stað og gengur nú þangað til bifreiðin kemur á móti honum. Hann fer upp í bif- reiðina og kemur heim til sín 20 mínút- um fyr en venjulega. Gerum ráð fyrir, að bifreiðin fari alltaf með jöfnum hraða og eins og fyr þurfi ekki að gera ráð fyrir því, að neinn tími fari i að snúa bifreið- inni við. Hve lengi gekk herra Brown, þangað til hann steig upp í bifreiðina? II. Á Draumalandi er merkileg brú yfir gjá, sem er 2 mílur á breidd og míla á dýpt. Sá galli er á brú þessari, að hún ber ekki meira en nákvæmlega 200 pund. Nú kemur ungur maður, stór og sterk- ur, og ætlar yfir um. Hann heldur á 3 kúlum, sem eru hver um sig 2 pund á þyngd. Ungi maðurinn stígur á vogina, sem höfð er við brúarendann; hann er nákvæmlega 195 pund. Umsjónarmennirn- ir ráða honum til þess að skilja eina kúl- una eftir, en hann skeytir því ekki, held- ur hleypur út á brúna. Hann komst leiðar sinnar með allar kúlurnar, án þess að brúin bilaði. Hvernig fór hann að því? IH. xxx) xxxxxxxx (x7xxx (a) xxxx (b) xxx (c) XXX (d) xxxx (e) XXX (f) xxxx (g) xxxx 0 Þetta er einföld deiling. x merkir hvaða tölustaf sem er (og auðvitað ekki alltaf sama tölustafinn). Neðsti stafurinn —O— sýnir, að deilirinn gengur upp í deilistofn- inum. IV. Hópur ferðamanna kom í áningarstað, og nú voru malirnir opnaðir og sezt að snæðingi. Einn ferðamaðurinn var ger- samlega nestislaus, en tveir félagar hans buðu honum til snæðings með sér; lagði annar 5 en hinn 3 brauðsneiðar á borð með sér. Þessum 8 sneiðum skiptu þeir bróðurlega á milli sín. Að loknum máls- verðinum lagði gesturinn fram 8 silfur- peninga, og bað þá að skipta þeim milli sín eftir framlagi hvors um sig. Þetta vafðist nokkuð fyrir þeim, og hófst nú umræða í hópnum um það, hvernig leysa skyldi málið. Einn taldi auðsætt, að sá, sem lagði fram 5 sneiðarnar, hlyti 5 pen- inga, en hinn 3. Annar kvað réttast að skipta að jöfnu, hinn þriðji sagði, að ann- ar skyldi hljóta 7 peninga, en hinn einn, og fleiri lögðu orð í belg og sagði sitt hver. Loks var málið borið undir þann, sem goldið hafði, og gaf hann greið svör og rökstuddi mál sitt, svo að enginn mælti í gegn. Hvernig skipti hann fénu? V. Ég hitti kunningja minn á götu og spurði hann meðal annars um aldur dótt- ur hans. Hann er stærðfræðingur og svar- aði á þessa leið: Jón er þrisvar sinnum eldri en Páll og tveim árum eldri en Pétur. Allir til sam- ans eru þeir 2 árum eldri en Jóhanna. Ef lagður er saman aldur bræðranna hvers um sig í öðru veldi og 3 dregnir frá, kem- ur áttfaldur aldur Jóhönnu. Hve gömul er Jóhanna litla? VI. I skápnum mínum er 21 vínflaska, en af þeim eru 7 tómar, 7 hálffullar og aðeins 7 fullar. Hvernig á ég að skipta þeim milli 3 manna, svo að hver þeirra fái jafn- margar flöskur, jafnmikið vín, án þess að hella dropa á milli flasknanna? Ráðningar á bls. 33. Dulmálsþraut. Eitt af mikilvægustu kjálpartækjum við hvers- konar leyniþjónustu og njósnarstarfsemi í stríði eru dulmál. Það eru til ákaflega margar tegundir af dulmálum, og stöðugt er verið að finna upp ný, þvi þegar óvinimir hafa fundið lykilinn að einhverju dulmáli, er það orðið ónothæft. Sér- fræðingar í að ráða dulmál em mjög eftirsóttir, og margir þeirra hafa náð frábærri leikni. Dulmál það, sem hér er lagt fyrir ykkur les- endur Vikunnar til úrlausnar, er af léttara taginu, og með dáiítilli þolinmæði og athygli ætti ykkur ekki að vera skotaskuld úr að ,,þýða“ vísu þá, sem hér fer á eftir á „íslenzkt mál“ aftur. Dulmál þetta er í því fólgið, að stöfum er víxlað, en þó þannig, að sami stafurinn er alltaf látinn tákna sama stafinn i gegnum alla vísuna. Það' er augljóst mál, að þegar ráða á svona dulmál, er vænlegast til árangurs að athuga fyrst styztu orðin einkum eins og tveggja stafa orð. Eins stafs orð era ekki nema tvö á íslenzku, á og I og tveggja stafa orð ekki svo ýkja mörg. Tvöfalda samhljóða er líka vert að athuga. Bezt er að „punkta" vísuna niður á blað, áður en byrjað er að „þýða“ hana, þannig: Þegar svo eitthvert smáorð er fundið, á að setja það inn á sinn stað og færa siðan inn staf- inn eða stafina i smáorðinu alls staðar þar sem hann — eða þeir — koma fyrir annars staðar i vísunni. Þannig á smám saman að vera hægt að þreyfa sig áfram við „þýðinguna". Héma kemur þá vísan á dulmálinu: Dk aþ obipöö xee z rty tvvþt rtoot æaþytch ty cphdt omþþ z ctit chty aö ctih ty æaþt ty naþytch Lausn á bls. 35. Fuglaleikur eða fuglageta. Einn leikmanna er kóngur, annar aðkomumað- ur. Hinir em fuglar kóngs, og heitir hver þeirra sínu nafni, einn kría, annar álka o. s. frv. Svið er afmarkað, og eru allir leikmenn á því. Aðkomu- maðurinn biður kóng að gefa sér einn fuglinn. Kóngur segist munu gera það, ef hann geti upp á nafni einhvers af þeim. Aðkomumaður fer að geta. Ef hann getur upp á nafni einhvers fugls- ins, þá á hann hann, en þó ekki skilmálalaust. Fuglinn hleypur nefnilega frá kónginum. Ef að- komumaður getur náð honum, áður en hann kemst aftur til kóngs, þá verður fuglinn eign hans. Annars ekki. Ekki má fuglinn hlaupa út úr sviðinu. Aðrir segja, að fuglinn eigi að hlaupa þrisvar kringum sviðið og verði aðkomumaður að ná honum á þeirri ferð. (Isl. skemmtanir). Þjóðtrú. Ef maður hnerar á nýársmorgni í rúmi sínu, þá lifir maður það ár. Ef maður getur ekki skilið við, skal breiða messuhökul yfir andlit manni, og mun hann þá andast. Ef ljós deyr á jólanótt, þá er einhver feigur á bænum. Aldrei má opna glugga á næturtíma, aðrir segja vetrartíma, nema áður sé krossað fyrir, annars koma óhreinir andar inrnnn gluggann. (J. Á. þjóðsögur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.