Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 29

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 29 Bráðum koma jólin, hve börnin til þess hlakka, bamaskólum lokað er, og allir fara heim. Þá verður undur gaman fyrir góða, litla krakka, sem gera. allt eins og mamma og pabbi segja þeim. Helga fær þá brúðu með ljósgult, liðað hárið, litlar rauðar varir og augu fagurblá, hún grætur aldrei, aldrei og ekkert fellir tárið, hún er það mesta þægðarbarn, sem nokkur mamma á. Og Hörður fær þá bílinn, sem hann óskar sér að eiga, að útliti og gæðum eins og litlir drengir þrá. Hann ekur honum sjálfur, það engir aðrir mega, því eigandinn kann vafalaust bezt honum lagið á. Svo kveikir mamma ljósin, og allir syngja saman, sálma yndisfagra um jólaboðskapinn. Og síðan liður kvöldið við leik og saklaust gaman, unz litlu bömin hátta og sofna rjóð á kinn. Vinur Vikunnar. Kæra Vika! Við undirritaðar óskum eftir bréfa- sambandi við pilt eða stúlku á aldr- irium 14—19 ára, hvar sem er á landinu. V irðingarfyllst. Guðrún S. Kristjánsdóttir, Nýjabæ, Flatey, Suður-Þingeyjasýslu. Unnur Hermannsdóttir, Bjargi, Flateý. Suður-Þingeyjarsýslu. Ásta Hermannsdóttir, Bjargi, Flatey. Suður-Þingeyjarsýslu. Kæra Vika! Ég hefi ákaflega veikar neglur, svo veikar, að það má varla við þær koma, þá flísast úr þeim og þær rifna upp í kvikuna. Getur þú nú ekki ráðlagt mér eitthvað gott við þessu, því þetta er mjög bagalegt fyrir mig. Ein í vandræðum. Svar: Gætið þess að klippa negl- urnar iðulega og hirða þær vel á allan hátt. Reynið að halda öllum fingrunum ofan í volgri olíu á hverju kvöldi. Þér getið notað sömu oliuna kvöld eftir kvöld, en hitað hana upp í hvert sinn. Ef þetta gagnar ekki skuluð þér leita læknis við þessu. Kæra Vika! 8/12. 1943. Viltu ekki vera svo góð og birta fyrir mig erindi, sem oft hefir verið sungið i útvarpinu, því mér hefir aldrei tekizt að læra það allt, það byrjar svona: ,,Þú kemur vina mín, í kvöld er máninn skín.“ Mér þætti mjög vænt um, ef þú gætir gert þetta fyrir mig, því lagið, sem þetta er sungið undir kann ég og langar því til að læra ljóðið líka. Með kærri kveðju. Sigga. Svar: Erindið er svona: Þú kemur vina min, i kvöld er máninn skín. Við þræðum þekkta slóð -— þú ert svo góð. Eg ungur unni þér, þin ást er helgust mér, hún vefur sumri og söng um síðkvöld löng. Við hlýðum klökk og sátt á kvöldsins andardrátt, er húmið hylur grund. Það er heilög stund. Nú veiztu, ástin min, hve oft ég minnist þín. Nú einan áttu mig. Ég elska þig. Kæra Vika min! Mig langar til að biðja þig, að vera svo góð og birta fyrir mig vis- ur, sem mig langar til að læra. Mig minnir, að þær byrji svona: Kvöldið er fagurt, sólin setzt. — Vonast eftir svari sem fyrst. Fáfróð. Svar: Vísurnar eru svona: Kvöldið er fagurt, sólin setzt, og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina min og vera saman ein. Ég þekki fagran, lítinn limd, hjá læknum upp við foss, þar sem gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss. Þú veizt, að öll mín innsta þrá er ástarkossin þinn. Héðan af aQeins yndi ég i örmum þínum finn. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm, mín eina rós ert þú. Kæra Vika! Vilt þú ekki leysa úr vandræðum mínum; mig langar til að komast í bréfasamband við stúlku á aldrinum 18—20 ára. Sveinbjörn Jóhannsson, Hringbraut 150. Kæra Vika! Við erum hér tvær systur, sem langa til að leita ráða hjá þér. Önn- ur er bláeygð með ljósan hörundslit og dökkt hár. — Hin er nokkru blakkari á hörund, með brún augu og dökkt hár-. Hvaða litir álítur þú nú, að klæða okkur bezt? Tvær systur. Svar: Þá fyrri mun klæða vel bláir, rauðir og svartir litir, en þá síðari brúnir, svartir, bláir og skær- ir grænir litir. 1 síðasta blaði Vikunnar birtum við í Póstinum kvæðið ,Heimþrá‘ eftir Jón frá Ljárskógum, en þar sem meinleg prentvilla hefir slæðst inn i síðara erindið, birtum við kvæðið hér á ný og biðjum höfund þess velvirð- ingar á þessum mistökum: Langt, langt í burt til hárra heiða hverfur mín þrá. Langt, langt í fjarska faðminn breiða fjöllin mín hvit og blá. Vorsins ljóð I hjarta hljómar. „Hugur einn það veit.“ Heim, heim! í sál mér endurómar. Eilif er þrá mín og heit. Langt, langt í burt til heimahaga hugurinn flýr. Enn man ég liðna dýrðárdaga, dásamleg æfintýr, sólskin yfir suðurfjöllum, söng og vængjaklið, — sól, sól og vor í hugans höllum, hamingju, gleði og frið! Kæra Vika! Sem lítinn þakklætisvott fyrir margvíslegan fróðleik og góða skemmtun á undanförnum árum, sendi ég þér jólakrossgátu að gamni mínu. Vona ég að þú getir notað hana og birt í næsta jólablaði. Með kærri kveðju! Jaðri, Dalvík, 28.—11.—’43. Haraldur Zophoniasson. Krossgátan er á bls. 33. Kæra vika! Það væri æskilegt, þegar þú flyt- ur vísur, að þú gætir fengið svo góð- ar upplýsingar að þú þyrftir ekki að flytja þær umsnúnar, eins og t. d. þessa vísu eftir Stefán frá Hvítadal, sem þú hefir svona: Siglan felld og fallinn byr. feigðarveldin toga. Glaðir eldar eins og fyr undir kveldið loga. En vísan er svona orðrétt í Hels- íngjar: Felld er siglan, fallinn byr, feigðarveldin soga. Eldar glaðir eins og fyr undir kveldið loga. Og önnur vísa í sama flokki er svona: Dauðinn kallar, býr mér bað, bannar alla vegi. Straumar falla ákaft að. Óðum hallar degi. Breiðfirsk kona. 7/12. 1943. Kæra Vika! Þú ert svo fjölfróð um alla hluti og langar mig því til að biðja þig um að fræða mig svolítið um hið forna alþingi. 1. I hverju voru störf lögsögu- mannanna fólgin á alþingi? 2. Hver voru laun þeirra fyrir störfin ? 3. Hver var fyrsti lögsögumaðrir á Islandi ? Vonast eftir svari í næsta blaði. Fáfróður í sögu landsins. Svar: 1 Lestrarbók handa alþýðu á Islandi eftir Þórarinn Böðvarsson, segir svo: „Lögsögumaður helgaði þingið, sagði upp alla lögþáttu og þingsköp, hvert sumar; hann lýsti sýknu manna að Lögbergi, o. s. frv. Lögsögumaður var kosinn til þriggja ára. Urskurður lögsögumanns um það, hvað lög væru, var órjúfanlegur, og þar sem vafi var á, hvort eitthvað væri lögmætt eður ekki, var ætíð til hans farið og úrskurði hans hlýtt orðalaust. Lögsögumaður fékk 3 hundruð vaðmála af lögréttufjám fyrir starf sitt; hann átti einnig sekt- ir allar hálfar, er dæmdar voru á alþingi fyrir þingvíti. Hinn fyrsti lögsögumaður var Hrafn Hængsson." Reykjavík, 6./9. 1943. Kæra Vika! Getur þú gjört svo vel og sagt mér hvort það er nokkuð til i því að kvik- myndaleikarinn Jan Hall, sem lék í kvikmyndinni „Liljur vallarins" sé af íslenzkum ættum. Ég vona að þú getir svarað mér sem allra fyrst. Dúna. Svar: Ekki höfum við heyrt þess getið, að hann sé það. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að kenna mér ráð. Ég er mjög andfúll, geturðu kennt mér ráð til þess að losna við þennan vágest. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Strákur. Svar: Það geta verið ýmsar orsak- ir fyrir þessum kvilla, og þvi ekki hægt að gefa nein ráð, sem að gagni komi nema að vita af hverju and- remman stafar. Þér skuluð leita til læknis við þessu, því vera kann að hann geti hjálpað yður. Söguþœtti landpóstanna þrá allir að eignast og verða þeir því tvímælalaust VINSÆLASTA JÓLAGJÖFIN! Þjóðlegasfa og merkcsta jólabókin eru Hetjusagnir landpóstarna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.