Vikan


Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 43

Vikan - 16.12.1943, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1943 43 Yfirsetukona í Grunnavík Framhald af bls. 10. aði svo til mín. Ég leit við honum, en svaraði engu og hélt áfram að tína, án þess að sýna nein óttamerki af mér. Þá gekk hann hratt til mín, og þið megið reiða ykkur á það, að hjartað í mér hopp- aði, þegar ég þekkti þar kunningja minn frá vetrinum. Hann var með kíki í ólar- bandi um öxl og skammbyssu við .belti. Hann kastaði á mig kveðju og lét ákaflega flírulega, en ég gaf honum í skyn, að ég vildi ekkert hafa við hann saman að sælda og sagði ho'num að hypja sig sem fyrst í burtu. Gekk í þaufi á milli okkar nokkra stund, en þá ætlaði hann að hafa hendur á mér og var í þann veginn að taka utan um mig, þegar ég brá honum leggjar- bragði, svo að hann skall kylliflatur. Snöggvast varð hann hvumsa við fallið, en hann hélt auðsjáanlega, að sér hefði að- eins skrikað fótur í þýfinu, rauk á fætur aftur og var þá sýnu ákafari. Sá ég þá, að hann ætlaði sér að ná með handlegg utan um hálsinn á mér og ráða svo niður- lögum mínum, en ég sá mér á augabragði færi til að setja á hann mjaðmarhnykk, og það svo rækilega, að hann sentist í háa- loft og slengdist á bakið niður í skorn- ing á milli þúfna, og um leið heyrði ég hvína í nösunum á honum. Þar lá hann nokkur andartök og ranghvolfdi augunum, en svo fór augnaráðið að kyrrast og hann fór að þreifa eftir skammbyssunni, en þá var ég ekki seinn á mér að grípa um úln- liðinn á honum og halda honum niðri. Skammbyssunni náði ég upp úr hylkinu við beltið, greip um hlaupið og lézt ætla að rota hann með skeftinu. Hann lá enn um stund og fálmaði höndum, og þá jós ég yfir hann skammaræðu. Ég tuggði og margtvinnaði saman allar þær skammir og illyrði, sem ég kunni á ensku, og sagðist steindrepa hann, ef hann sýndi nokkra mótspyrnu. Hvort sem hann skildi þann munnsöfnuð eða ekki, þá varð hann eins og lunga, og loksins reisti ég hann á fæt- ur og leiddi hann af stað í áttina til her- búðanna. Tvisvar á leiðinni bráði svo af honum, að hann ætlaði að verða óþægur, en þá vingsaði ég skammbyssunni eins og hamri og sagði honum, að ég skyldi möl- brjóta hvert bein í hausnum á honum, ef hann æmti eða skræmti; hann sæi líka bezt sjálfur, að ég gæti farið eins- og ég vildi með aðra eins væflu og hann. Þá sefaðist hann, og ég skilaði honum og byssunni í herbúðirnar til kapteinsins." Steinunni þótti nóg um. ,,Ja, hérna, drengur; þú ert þá enn þá meiri angurgapi en hann pabbi þinn heit- inn var á þínum aldri, og man ég þó margt hrekkjabragðið hans. En hvað heldurðu að kapteinninn hugsi um þig og okkur?“ „Ég sagði honum bara, að ég væri frænka þín, og svo kvaddi ég og fór. Það getur svo sem vel verið, að það verði ein- hver rekistefna úr þessu, en þá treysti ég þér vel til að bjarga þér og þínu heimili út úr því; það er hvort sem er ekki þér að kenna. Þú ættir að geta leikið sakleys- ingjann engu síður en ég, og einhverjir hafa sagt mér, að á yngri árum þínum hafir þú ekki látið 'allt fyrir brjósti brenna. Þú skrökvar einhverju til. — En þið verðið allar að gæta þess, að segja engum lifandi manni frá þessu. Sjálfur legg ég af stað í býtið í fyrra málið lengra austur og fer aðra leið suður aftur.“ Og þannig var það haft. Snemma morg- uns daginn eftir brunaði Bergur á bifhjól- inu austur veginn. -----------Skömmu eftir hádegi sama dag komu þrír menn gangandi frá her- búðunum heim að Holti. Það var kapteinn- inn, herlæknir og ungur Vesturíslendingur, sem talaði lýtalausa íslenzku og túlkaði í milli. Steinunn tók þeim vinsamlega og leiddi þá til stofu. Túlkurinn hóf máls á því, að kvöldið áður hefði orðið einhver alvarlegur árekst- ur á milli eins hermannsins og einhverrar Senn koma jólin — Senn koma jólin, senn mun birta og- hlýna. Sólin mun hækka, fegri endurskína, myrkrið aS hrekja burt úr byggðum manna, birtan mun veita gleði, hreina, sanna. Birtan mun gleði vekja innst í anda, öræfabúa, skipshöfn milli landa. Jól eru hátíð frelsisgleði fyrstu, frelsari sendur barni manna þyrstu. Fyrst til að lækna hrellda, sjúka, hrjáða, hressa og örfa mannsins barn til dáða. Styrkja og glæða, gleðja alla, sýna guðlega miskunn fyrir bresti þina. Minningahátíð alls hins göfga, góða, gleðinnar sönnu meðal ýmsra þjóða. Sælli er minning, um sigur ljóss að geyma en sigla í myrkri, hvergi eiga heima. Sárt er að vita systur mína og bræður, sjá ekki dýrð, sem guð á himni ræður. Getur þú ekki faðir alls sem fæðist, fengið þeim ljós, er myrkur tímans hræðist ? Getur þú ekki birtu hverju barni í blikandi geislum sent á heimsins hjarni? Getur þú ekki látið alla eiga, elskandi kærleik, saman vera mega? Réttu nú faðir hönd til heimsins barna, hildarleik stríðsins mátt þú aðeins vama. Sendu út geisla, sárin þungu græddu, svikræði og illsku úr hjarta mannsins bræddu. Láttu nú alla leita í helgu skjólin, lýstu þeim veg, með kærleik yfir jólin. Hreinn Jónsson. stúlku, sem hefði sagzt vera frá Holti og vera frænka húsfreyjunnar. „Já, ég kannast við það,“ svaraði Stein- unn, „við erum skyldar, Berghildur og ég, og hún var í heimsókn hjá mér í sumar- leyfinu, en hún fór í morgun með lang- ferðabílnum, sem fór vestur úr.“ „Svo að hún er farin aftur.“ „Já, hún er farin.“ „Hafði hún orð á því, hvað fyrir hefði komið milli hennar og hermannsins ?“ „Hún fór til berja í gær hér út í hlíðina, og þar kom þessi hermaður til hennar, — þessi sami, sem tvisvar áður hefir verið að elta og flangsa í þær dætur mínar, en hún Begga litla varð víst ekki alveg ráðalaus, heyrðist mér á henni, og það hallaði víst sízt á hana, þegar til alvörunnar kom. — En segðu mér, er maðurinn hættulega meiddur?“ „Það sér hvergi á honum,“ svaraði túlk- urinn, „en það er eins og hann muni lítið og ógreinilega, hvernig þetta hefir atvik- azt. Læknirinn telur víst, að hann hafi fengið heilahristing og verði að halda kyrru fyrir um tíma, en muni ná sér aftur að fullu.“ Kapteinninn talaði nokkra stund við túlkinn, sem sneri sér svo aftur að Stein- unni og spurði: „Hver er hún, þessi stúlka?“ „Hún er dóttir prestsins í Grunnavík fyrir vestan og er yfirsetukona í sinni sveit.“ Kapteinninn greip landkort upp úr vasa sínum og fór að glugga í það. „Grunnavík — • Grunnavík," endurtók hann, benti á staðinn og kinkaði kolli. „Þá er annað,“ mælti túlkurinn. „Hafði Berghildur orð á því, að hún mundi kæra þetta atvik fyrir yfirvöldunum?“ „Nei, alls ekki,“ svaraði Steinunn ákveð- ið; „það kemur ekki til nokkurra mála. Hún sagði meira að segja við mig, að manngarmurinn hefði fengið svo ósvikna ráðningu hjá sér, að þar þyrfti ekki um að bæta. Þetta er sú einstök röskleika- stúlka bæði á sjó og landi, að hún er vön- ust að reka réttar síns sjálf, án þess að leita til annarra.“ Túlkurinn þýddi svarið. Kapteinninn virtist vera ánægður með það, og kurteis- • legum afsökunum hans svaraði Steinunn á þá leið, að ekki mundi hún eða hennar heimili erfa þetta atvik deginum lengur. Síðan drukku þeir félagar duglegt kaffi, kvöddu með virktum og fóru leiðar sinnar. ---------1 Holti var þess gætt, ' að minnast aldrei á þenna atburð einu orði, svo að sagan barst ekki út þaðan. En í herbúðum Ameríkumanna hafa verið á sveimi einhverjar óljósar sagnir um her- mann nokkurn úr verkfræðingasveitinni, sem hafi hitt vestfirzka yfirsetukonu á förnum vegi og lent í tuski við hana; hafi viðureign þeirra lokið á þann veg, að hún hafi hlaðið honum að fullu, afvopnað hann og síðan draslað honum nær dauða en lífi heim í herbúðirnar. Cavillator.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.