Vikan


Vikan - 09.03.1944, Qupperneq 3

Vikan - 09.03.1944, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 10, 1944 3 Skíðafélag Reykjavíkur. Sjá forsíðu. Pað vakti mikla athygli, þegar L. H. Miiller kaupmaður fór í marzmánuði 1913 í skíða- ferðalag upp um fjöll og firnindi, ásamt Tryggva heitnum Magnússyni og Herluf Clausen. Þeir voru fimm daga í ferðalaginu, lentu í hríðarveðri og urðu að nota áttavita og kort, en það mun hafa verið mjög óalgengt á þeim tímum að hafa með sér slíka hluti í landferðalögum hér. Suma dagana var þrettán stiga frost. Mun þessi velheppnaða för hafa aukið áhuga á skíðaíþróttinni. Það hefir mjög háð skíðaferðum Reykvíkinga, hve oft hefir verið langt og erfitt að komast í sæmilegar skíðabrekkur. Bílferðir og skíðaskálar hafa breytt þessu á síðari tímum. Enn þá ræður þó veðráttan því, eins og áður, hvenær hægt er og gott að fara á skíði í nágrenni höfuðborgarinnar. Veturinn 1914 var snjóavetur og þá var mikið far- ið á skíðum, einkum í Ártúnsbrekkunni. Þar hitt- ust margir skíðamenn og þá munu þeir hafa rætt um stofnun skíðafélags. Undirbúningsfundur var fyrst haldinn 23. febrúar og síðan stofnfundur 26. sama mánaðar og voru stofnendur milli 60—70. I fyrstu stjórnina voru kosnir: L. H. Múller, for- maður, Steindór Björnsson, varaformaður, Herluf Clausen, gjaldkeri, Tryggvi Magnússon, ritari, og Pétur H. Magnússon brekkustjóri. Þennan vetur var haldið skíðanámskeið; farið sjóleiðis inn í Hvalfjörð og gengið á skíðum yfir Kjöl til Þing- valla. Snjóleysið hefir oft staðið skíðaíþróttinni mjög fyrir þrifum hér á Suðurlandi og sum árin hefir því verið dauft yfir starfsemi félagsins. Eitt sinn var t. d. búið að undirbúa skíðamót, en svo gerði hláku og þar með varð sá draumur ekki lengri! Árið 1927 kom mikill fjörkippur í félagið, enda var þá mikill snjóavetur, og síðan hefir því mjög Framhald á bls. 7. Þetta er sveit Iþróttafélags Reykjavíkur, sem vann svigbikar II, en i sveitinni voru Einar Eyfells, Har- aldur Árnason og Ólafur B. Guðmundsson. Guðmundur Guðmundsson, skíðakóngur Islands. Siglfirðingar eru hinir ágætustu skíðamenn, enda hafa þeir góð skilyrði til æfinga. Þátt- taka þeirra í skíða-landsmóti I. S. I., síðastliðinn vetur varð hin glæsilegasta. Vann Guðmundur í samanlagðri göngu og stökki og þar með það sæmdarheiti að vera kall- aður „skíðakóngur lslands“. Skíða-landsmót í. S. 1. stóð yfir 12.—14. marz 1943 í Hveradölum og 15. marz var keppt í bruni í Skálafelli. Það var mesta skíðamót, sem haldið hefir verið hér á landi; keppendur voru 94 frá 12 félögum úr Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Isafirði, Siglu- firði, Ólafsfirði og Þingeyjarsýslu. Snjór var nógur, gott veður mótdagana, mótið vel undirbúið og fór ágætlega fram.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.