Vikan


Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 32, 1944 Vinnuheimili Sambands íslenzkra berklasjúklinga. sjúklinga, sem til vinnu eru færir. Festi Sambandið kaup á landsspildu við Reyki í Mos- fellssveit í þessum tilgangi, og er ætlunin, að vinnu- heimilið verði eins og þessi skipulagsuppdráttur sýnir, þegar fullbyggt er. Framkvæmdir eru þegar hafnar, og er gert ráð fyrir, að fimm fyrstu íbúðarhúsin verði samskotum og gjöfum. Hér á uppdrættinum sjást efst vinnuskálar, aðal- byggingin, svartlituð efst í hominu til hægri, þá gróð- urhús til vinstri og trjálundir meðfram vinnuskálunum, en þar fyrir neðan, svartlituð, smáhús þau, sem nú er bygging á. Póstuiinn | B Skemmtilega Vika! Geturðu sagt mér, hvenær tón- skáldið Chopin er fæddur, hvað hann varð gamall, og hver eru álitin beztu tónverk hans? Músíkölsk. Svar: Frédéric Chopin fæddist í Varsjá 22. febrúar 1810; lézt í París 17. október 1849. Það er mjög erfitt að gera upp á milli verka Chopins, því að flest þeirra eru álitin full- komnun þess, sem hægt er að kom- ast tæknislega í píanóleik, og um tónlistargildi þeirra og fegurð finnst sínum hvert. En öllum mun þó bera saman um, að valsar hans, sem eru svo vel þekktir, mazurkur og noc- tumur, séu með ágætustu sköpun- um sins tíma. Af hinum þrem sónöt- um hans, er sónata í b-moll álitin bezt. Æfingar hans og forspil eru líka öll vel kunn, og verður heidur ekki deilt um fegurð og tækni margra þeirra. Kæra Vika! í>ú, sem svarar svo mörgum spumingum, sem fyrir þig eru lagð- ar, getur víst ekki ráðið fram úr þessari fyrir okkur héma tvo spila- menn: Hvenær voru spilin fundin upp, og hvað áttu litimir að tákna upphaf lega ? Tveir spilamenn. Svar: Talið er, að spilin hafi verið fundin upp i Frakklandi um 1390 til þess að reyna að eyða þunglyndi Karls 6. Frakkakonungs. Tilgangur uppfinningamannsins með hinum fjórum litum mun hafa verið sá að láta þá tákna hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins, eins og þær vom þá. Hjarta átti að tákna prestastétt- ina; Spaði átti að tákna spjót, og þar með aðalsstéttina; Tígull var fer- hymdur steinn og táknaði borgara- stéttina, kaupmenn og sjómenn o. s. frv. Lauf átti að tákna bændur, þjóna og aðrar óæðri stéttir. Uppfinninga- maðurinn virðist hafa tekið skipt- ingu ársins til fyrirmyndar. Litirnir svara til ársfjórðunganna, og spilin til hinna 52 vikna ársins. Og leggi maður saman gildi spilanna allra, þannig að mannsspilin em látin tákna 11, 12 og 13, fæst talan 364, sem er dagatalan í árinu, að einum imdanteknum. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hverrar þjóðar Paul Lukas, sem nýlega hefir sézt hér í tveim kvikmyndum er, og hve gamall ? Bíó-dís. Svar: Paul Lukas er ungverskur að ætt; hann er fæddur í Budapest 1895. Kæra Vika! Ég sé, að þú birtir oft kvæði fyrir lesendur þína, þegar þeir æskja þess. Gætirðu nú ekki birt fyrir mig kvæði eftir Davíð Stefánsson, sem heitir: „Nú sigla svörtu skipin“? Sissa. Svar: Hér birtum við kvæði Davíðs. Til er lag við það eftir Karl O. Run- ólfsson. Nú sigla svörtu skipin. Nú sigla svörtu skipin og sól í hafi logar og stafar geisla gulli svo glitra sund og vogar. Þau sigla djörf á djúpið þótt dvölin verði löng og hafsins meyjar hefja dans og hörpuslátt og söng. Þau sigla svörtu skipin og sól í öldur hnígur og yfir bláum bylgjum hinn bleiki engill flýgur. En þegar birtu bregður þá breytir allt um svip. Þau sigla feig um dauðans djúp hin draugalegu skip. Þau sigla svörtu skipin og síga og taka dýfur og brimið ristir byrðinginn, sem beittur jötnahnífur. Þeir feigu fölna og stara með flóttamanna svip. Þau mara í kafi dauðadæmd hin draugalegu skip. Þau sigla svörtu skipin og sökkva í öldur niður, í hafsins dimma djúpi er dauðaþögn og friður. Þau hverfa hvert af öðru og koma aldrei heim. Menn hugsa margt, en hætta fljótt að horfa á eftir þeim. Nýjar bækur. Bókaútgáfan Norðri á Akureyri hefir látið frá sér fara fjórar mynd- arlegar bækur nýlega. Stærst þeirra er „Friður á jörðu“, sem er söngdrápa (óratório) eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Söngtexti verksins er tekinn úr sam- nefndum ljóðaflokki Guðmundar- Guðmundssonar, en er aðeins lítill hluti þess ljóðaflokks. Söngdrápan er í fjórum þáttum; samtáls 47 köflum. Hún er útsett fyrir blandaðar raddir með píanó- undirleik. 1 bókinni er einnig ensk þýðing á textanum, gerð af Arthur Gook. — Þessi bók er prentuð í Englandi og er hin vandaðasta að öllum frá- gangi. önnur merk bók, sem H.f. Norði hefir gefið út, er bók sr. Bjöms Magnússonar prófasts að Borg á Mýrum, „Þér eruð Ijós heimsins, — siðræn viðhorf i ljósi fjallræðunnar.“ Hinar tvær bækurnar eru „Beveriy Gray“, skemmtisaga fyrir ungar stúlkur, eftir Clairie. Blank og þýdd af Guðjóni Guðjónssyni, og loks bamabókin „Blómakarfan". Þessar þrjár síðamefndu bækur em prent- aðar hjá Prentverki Odds Bjömsson- ar, Akureyri, og er allur frágangur þeirra hinn ákjósanlegasti. Skrítlur. Tveir sjómenn tala saman: „Og svo fengum við finan mat og nóg að drekka, eins mikið og við vildum —.“ „Það er lygi, svo mikið brennivin er ekki til!!!“ — Nei, elskan mín, ég á ekki kæmstu á hverri höfn; ég hefi ekki farið svo viða!!! Kennarinn: „Hvaða sannanir hafa menn fyrir því, að Saharaeyðimörkin hafi verið stórt stöðuvatn einhvem tíma í fymdinni?” Nemandinn: „Svertingjarnir þar ganga ennþá um á sundskýlum!“ Biðillinn: „Ó, elsku ungfrú, ég get ekki lifað án yðar!“ Hún (rík): „Hvaða vitleysa? Þér hafið lifað án mín i tuttugu og sjö ár!“ Biðillinn: „Já, en þér verðið að muna, hvað dýrtíðin er mikil núna!“ Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.