Vikan - 10.08.1944, Page 4
4
VIKAN, nr. 32, 1944
CAGDURI
<=5m d3aga efíír ff. fff fffoBny
rjg er fæddnr til ásta, og einkum þeirr-
■L-» ar fómfúsu tegundar ástar, sem gef-
ur manninn algjörlega á vald konu, „til
góðs eða ills“, þannig að hann er reiðubú-
inn til að lifa og deyja fyrir hana. Örlög-
in hafa tvisvar leikið mig hart. Fyrra
skiptið, er unnusta mín dó skyndilega
skömmu fyrir brúðkaup okkar; í síðara
skiptið, er stúlkan, sem ég elskaði og virtist
elska mig, strauk frá mér með mandolín-
leikara frá Chile.
Þessi vonbrigði höfðu verið mér svo sár,
að ég örvænti algjörlega um framtíðar-
hamingju mína. Þau gerðu mig þunglynd-
an og drápu í mér allar vonir og allan
metnað. Ég dró mig í hlé í einveru eyði-
klausturs nálægt Lyons og eyddi dögun-
um við að ráfa um geysistóran garð, sem
ekki hafði verið snertur ræktarhendi í
hundrað ár.
Fuglar og smádýr lifðu þar frjálsu lífi
innan um blómin og grasið, og tíminn, sem
hann hafði legið í auðn, hafði auðgað hann
að villijurtum, einkennilegum salamöndr-
um og löngum, gljáandi, hlédrægum orm-
um. Hjörtur ráfaði um garðinn með hjörð
sína; ég get ekki ímyndað mér, hvemig
þeir hafa komizt þangað inn. Hann varð
brátt einkavinur minn; og dag einn, er ég
var ekki fær imi að fara út, gekk hann
upp tröppumar, sem lágu að gamla
klaustrinu, stóð þar og horfði inn til mín
sorgbitnum augum.
Ég reikaði um garð þenna snemma
morguns og á kvöldin, er sólsetrið virtist
kveikja í trjánum með eldbjarma sínum
og síðar, er skýin hlóðu upp borgir sínar
í óteljandi furðumyndum. En mér var
aldrei nein fróun í þessu. Hjarta mitt var
jafn ómóttækilegt eins og haustlaufið.
Harmagrátur Jeremiasar var ávallt í
huga mér.
Ég ól sorg mína í þessu fagra umhverfi,
þar sem eikur, álmtré og beykitré fléttuð-
ust saman í ósnortinn, fagran skóg.
Dag nokkurn, er ég hafði reikað garð-
inn á enda og stóð undir steinveggnum sá
ég dyr opnast á honum og í þeim birtist
stúlka. Hún var klædd skarlatsrauðum
kjól með gylltum leggingum, sem féll að
henni í þungum fellingum; um hálsinn
hafði hún undurfagurt nisti; hár hennar,
sem féll í björtum liðum yfir axlir virtist
vera eins silkimjúkt og köngurlóarvefur.
Augu hennar voru með töfrandi grænum
blæ, húð hennar hvít og fín, kinnar henn-
ar fagurlega ávalar, varir hennar þrungnar
yndisþokka, og líkamsvöxtur hennar var
mjúkur og fullkominn. Öll þessi fegurð
gerði það að verkum, að hún virtist vera
huldumær, draumadís, sögudrotning í
hinum yndisfagra, gamla garði.
Hún virtist vera óttaslegin og leit var-
færnislega til mín. Ég var of hissa til þess
að geta hreyft mig, en samt vissi ég,
hvernig ég átti að sýna þessari fögru obin-
berun tilhlýðilega virðingu.
„Látið þér yður mig engu skipta," sagði
ég sorgbitinn. „Þessi garður er yður al-
gjörlega frjáls til afnota, ef þér viljið leyfa
mér að dveljast hér!“
Hún brosti, og ég sá, að mér hafði tekizt
að sannfæra hana um það, að öllu væri
óhætt.
„Hann var nefnilega í eyði þessi garð-
ur,“ sagði hún, og rödd hennar minnti mig
á kristaltært, renandi vatn; „ég hefi oft
eytt hér heilum dögum án þess að sjá
nokkum mann.“
„Já, hann var í eyði,“ sagði ég, „og við
getum sagt, að hann sé það ennþá.“
Við fórum að tala um gömlu trén, hjört-
inn og salamöndrumar, og mér fannst
einhver töframáttur vera yfir samræðum
okkar. Þessi unga dís var svo fögur og
heillandi; henni þótti jafn vænt um góðar
bækur og fagra náttúmna. Hún var eins
vel að sér í öllum leyndardómum víðátt-
unnar og skóganna og í skáldsögum
George Sand, Lamartine, Bulwer-Lytton
og de Vigny. Hún valdi orð sín vel, og
jafnvel er hún þagði fannst mér ég vera
að hlýða á hana. öðra hverju brá fyrir
dreymandi glampa í augum hennar, eins
og hún væri að horfa þvert í gegnum vegg-
inn og eitthvað langt í burtu.
„Á hvað erað þér að horfa?“ spurði ég.
„Ekkert sérstakt," svaraði hún, „Það er
VEIZTU—?
1. Hvar var bærinn, sem Holta-Þórir var
kenndur viB?
2. Eftir hvem er þetta erindi og úr hvaða
kvæði:
Ég er blónrið, sem óx úr mold þinni, jörð,
hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í fang!
Ég dreifBi minni gleði um þinn viðavang
ó, veröld, sem áttir hjarta míns
þakkargjörð. ?
3. Hvaða ár var það vopnahlé gert, sem
minnst er 11. nóvember?
4. Hver er elzta útvarpsstöð í heimi?
5. Hvað þýðir: flimtan, í fornu máli?
6. Hver samdi þessar óperur:
a) Don Juan; b) Töfraflautan; c)
Brúðkaup Figaros?
7. Hvar eru „nálar Kleopötru“.
8. Eftir hvem er leikritið „Macbeth"?
9. Hvaða indíánaþjóð réði ríkjum í Perú
fyrir landafundi Spánverja?
10. Hvað heitir höfuBborgin í SuBur-Ástra-
líu?
Sjá svör á bls. 14.
í
aðeins þetta: Ég skildi eftir líkama miiui
í svefnherberginu. Ég er dálítið óróleg
vegna þess, að ég er hrædd um, að hann
kynni að fara út einn!“
Ég skildi auðvitað strax, að hún hlaut
að vera eitthvað geðbiluð, en þetta vakti
aðeins frekari áhuga minn fyrir henni.
Hún kom aftur; í fyrstu með mjög löngu
millibili, síðar hérmnbil á hverjum degi.
Ég var viss um, að ekkert væri athugavert
við þetta, og hvernig átti ég að sjá við
framtíðinni, er ég var allt of kærulaus til
þess að gera mér neinar áhyggjur um,
hvað um sjálfan mig yrði ? Fyrst leið vorið,
svo sumarið, og haustið var að færast yfir.
Þá uppgötvaði ég einn septembermorg-
unn, að ég, óhamingjusamur útlaginn,
hafði vakið þá ást, sem sofið hafði í hjarta
veslings, geðbiluðu stúlkunnar. Það var í
fyrsta skipti, sem ég komst í hugaræsing
eftir að ég hóf einbúalíf mitt, og það vakti
hjá mér meðaumkvun og ótta. Ég ætlaði
að reyna að láta vinkonu mína gleyma
þessari ást, en ég sá, að hún varð fölari
og fölari með hverjum deginum, sem leið;
og er ég minnist samræðna okkar, þá varð
mér ljóst, að hún barsamskonarástí brjósti
eins og ég, hún elskaði ekki nema einu
sinni og þá að eilífu. Þá fylltist hjarta mitt
sorg á ný, og ég sá eftir öllu framferði
mínu.
„Hví ætti ég ekki að reyna að endur-
greiða henni?“ spurði ég sjálfan mig.
„Hví skyldi ég ekki eyða því, sem eftir er
af mínu ömurlega lífi til þess að annast
hana, veslinginn?"
Mér hafði varla dottið þessi hugmynd í
hug, fyrr en mér fannst eldur renna aftur
um æðar mínar. Ég fann þá ást, sem ég
hélt, að væri löngu dáin, endurrísa, og
enn einu sinni fann ég andblæ vonarinnar.
Og hvers vegna ekki? Það vissi enginn um
þessa smávægilegu geðbilun Lucienne
nema við tvö. Hún bjó hjá fjörgamalli
frænku sinni og nokkrum gömlum trygg-
um þjónum; engin lagaleg hindrun var
fyrir giftingu okkar; framtíð mín var það
eina, sem var í veði, og hún var hvort
sem var ekki björt eða fyllt glæsilegum
vonum.
Rökkrið var að skella á, og ský, litfögur
sem haustblóm, þöktu himininn.
Lucienne færði sig nær mér og saman
horfðum við upp á milli greinanna á þessa
glæsilegu litfegurð. Hjarta mitt fylltist
blíðu og fögnuði. Hin yndislega vinstúlka
mín færði mér aftur gleði mína og æsku.
Hún virtist mjög óróleg og hugsi. Blíð-
lega tók ég í hönd hennar.
„Lucienne, litla Lucienne mín,“ sagði ég
í hálfum hljóðum, „hvers vegna ættum við
ekki að horfa saman á kvöldroðann til
æviloka?“
Hún varð enn þá fölari og fór að titra;
svo greip hönd hennar fast utan um mína,
og hún svaraði mér, eins og í draumi.
„Veiztu ekki,“ sagði hún, ,,að mér er
sama um allt í þessum heimi, nema því
aðeins, að ég geti átt það með þér?“
Framhald á 7. síðu.