Vikan - 10.08.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 32, 1944
5
FBAMHALDSSAGA .................
Poirot og lœknirinn
..........-.. Sakamálasaga eftir Agatha Christie
„Ég veit ekki, hvað ég á að halda," sagði frii
Ackroyd kjökrandi. „Þetta er allt svo flókið og
sorglegt i senn. Hvað myndi verða um eignina
hérna, ef Ralph yrði sakfelldur?"
Raymond stóð skyndilega og reiðilega upp frá
borðinu. Blunt steinþagði og horfði íhugull á
hana.
„Það er eins og taugaáfall," hélt frú Ackroyd
áfram þrálátlega, „og ég held, að ég geti fullyrt,
að Roger lét hann aldrei h,afa næga peninga handa
á milli, — auðvitað í bezta tilgangi. Ég finn, að
þið eruð öll á móti mér í þessu, en mér finnst
það ákaflega einkennilegt, að Ralph Paton hefir
ekki látið sjá sig, og ég verð að segja það enn
einu sinni, að ég er mjög þakklát því, að trúlofun
Floru var aldrei opinberuð formlega.“
„Hún verður opinberuð á morgun," sagði Flora,
skýrri og hárri röddu.
„Flora!" kallaði móðir hennar, skelfd.
Flora hafði snúið sér að einkaritaranum.
„Viíjið þér gjöra svo vel að senda tilkynninguna
til Morning Post og Times, herra Raymond."
„Ef þér haldið, að það sé rétt af yður, ungfrú
Ackroyd," svaraði hann alvarlegur.
Hún sneri sér í ákefð sinni til Blunts.
„Þér skiljið," sagði hún. „Hvað get ég gert
annað? Eins og málum nú er háttað, verð ég að
sýna Ralph bæði traust og hollustu. Skiljið þér
ekki, að ég verð að gera það?“
Hún leit rannsakandi á hann, og eftir langa
þögn kinkaði hann kolli stirðlega.
Frú Ackroyd mótmælti kröftuglega. Flora anz-
aði henni engu. Þá tók Raymond til máls.
„Ég skil og virði afstöðu yðar, ungfrú Ackroyd.
En haldið þér ekki, að þér séuð heldur fljótfæm-
ar I ákvörðun yðar? Ættuð þér ekki að bíða í
einn eða tvo daga?"
„Á morgun," sagði Flora ákveðið. „Það þýðir
ekkert, mamma, að halda svona áfram. Hvað svo
sem hægt er að segja um mig, þá er ég ekki ótrú
vinum mínum."
„Herra Poirot," sagði frú Ackroyd í bænarróm.
„Er ekkert, sem þér getið sagt?"
„Það er ekkert að segja," skaut Blunt inn í.
„Hún er að gera hið eina, sem er rétt. Ég mun
styðja hana, hvað, sem á dynur."
Flora rétti honum höndina.
„Þakka yður fyrir, Blunt," sagði hún.
„Ungfrú," sagði Poirot, „leyfið gömlum manni
að óska yður til hamingju með staðfestu yðar og
hugrekki! Og lofið mér, að þér misskiljið mig
ekki, ef ég bið yður, — bið yður mjög alvarlega,
— að fresta ákvörðun yðar um að minnsta kosti
tvo daga?"
Flora leit á hann hikandi.
„Ég bið yður þessa, jafnmikið í hagsmuna-
skyni Ralphs og yðar eigin, ungfrú. Þér eruð
hissa. Þér skiljið ekki, hvemig það geti átt sér
stað. En ég sannfæri yður um, að svo er. Hér
eru engin svik í tafli. Þér fenguð mér þetta mál
i hendur — þér mégið ekki leggja neinar hindr-
anir í götu mína núna."
Flora þagði um stund, en svo svaraði hún
honum. y
„Mér geðjast ekki að því," sagði hún, „en ég
skal gera það, sem þér biðjið mig um."
Hún settist aftur við borðið.
„Og nú, herrar mínir og frúr,“ sagði Poirot
hratt, „ætla ég að halda áfram með það, sem ég
ætlaði að segja. Yður verður að skiljast, að ég
ætla að komast að sannleikanum. Sannleikinn,
hversu ljótur og óhreinn, sem hann kann að vera
1? ora • Shepp&rd læknir
torsaga. ***■ .
er að
koma frá heimili frú Ferr-
ars, en hún hafði látizt um nóttina. Caro-
line systir hans spyr hami spjörunum úr
og heldur þvi fram, að frú Ferrars haíi
framið sjálfsmorð, og að hún hafi komið
manni sinum fyrir kattamef, er hann lézt
fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir
söguna og er búinn að lýsa því, er hann
mætti Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr
i Femley Park. Ralph Paton er uppeldis-
sonur Ackroyd. Sheppard kynnist Poirot.
Þeir em nágrannar. Roger Ackroyd býður
Sheppard til sín í kvöldverð og trúir hon-
um fyrir því, að frú Ferrars hafi sagt sér,
að hún hafi gefið manni sínum eitur, og
að einhver, sem vissi það, hafi gert henni
lifið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú
Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó
og í því segir hún nafn þess, sem hefir of-
sótt hana, en hann vill ekki lesa það allt
fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um
kl. tiu er hringt til 'hans og sagt að Roger
Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir
sér aftur til Femley Park. Kjallarameist-
arinn, Parker, viðurkennir ekki að hafa
hringt til Sheppards, en læknirinn segir, að
það hafi verið hann. Ungfrú Flóra hefir
verið inni hjá Ackroyd eftir að Sheppard
fór. Flóra biður Sheppard um að fá Poirot
til þess að taka að sér rannsókn málsins.
Gmnur hafði strax fallið á Paton, sem fór
i burtu sama kvöld og morðið var framið.
Poirot heldur áfram rannsókn 1 samráði
vlð Raglan lögreglufulltrúa, en ekkert kem-
ur i ljós, sem orðið gæti til afsanná sekt
Patons. Raglan fulltrúi er viss um, að hann
sé búinn að leysa gátuna, og Poirot gefur
honum i skyn, að hann trúi á ráðnVngu
Raglans, en heldur sjálfur áfram ranr-
sókninni. Ackroyd hefir arfleitt mágkonu
sína frú Ackroyd að tekjum af tíu þúsund
punda virði i hlutabréfum, sem eiga að
greiðast henni á meðan hún lifir. Flóra
Ackroyd erfir tuttugu þúsund pund í pen-
ingum. Frú Ackroyd er hálf móðguð yfir
því að hafa ekki fengið meira. Poirot tek-
ur eftir því, að ein manneskja í rannsóknar-
skýrslu fulltrúans getur ekki fyllilega sann-
að framburð sinn. Hann sendir Sheppard
til að athuga málið, en á meðan fer hann
I heimsókn til systur Sheppards, Caroline,
og tekst að spyrja hana spjöromim úr.
Poirot vill nú fá sem réttastar upplýsingar
um Ralph, svo að hann kallar fjölskylduna
saman á fund og biður Flóru að gera sér
persónulegan greiða og segja frá því ef
hún viti það, hvar Ralph er niður kominn.
i sjálfum sér, er alltaf nýr og fagur í augum þess,
er leitar hans. Ég er orðinn aldraður maður; ef
til vill eru hæfíleikar minir og geta ekki eins
mikil og áður var." Er hér var komið ræðu hans,
bjóst hann greinilega við þvi, að einhver maldaði
í móinn. — „Að öllum líkindum er þetta síðasta
mál, sem ég fæst við. En Hercule Poirot ætlar
ekki að Ijúka ferli sínum með mistökum. Og ég
ætla aðeins að segja ykkur það, að ég mim kom-
ast að sannleikanum. Og það þrátt fyrir ykkur
öll.
Hann sagði síðustu orðin ásakandi, virtist
fleygja þeim í okkur. Ég held, að okkur hafi öll-
um brugðið dálitið, nema Geoffrey Raymond, sem
var jafn kíminn og brosandi eins og venjulega.
„Hvað eigið þér við — þrátt fyrir okkur öll?"
spurði hann.
„Aðeins þetta, herra minn. Sérhvert ykkar hér
inni hefir eitthvað, sem fela á fyrir mér.“ Hann
hélt uppi höndinni, er mótmælanöldur heyrðist
frá okkur. „Jú, ég veit, hvað ég er að segja. Það
kann að vera eitthvað smávægilegt, smámunir,
sem þið haldið, að hafi enga þýðingu, en eitthvað
er það. Sérhvert ykkar dylur eitthvað fyrir mér.
Svona, nú, hvað er það?“
Augnaráð hans, ögrandi og ásakandi mætti okk-
ur. Og allir litu undan fyrir honum. Já, líka ég.
„Mér er svarað," sagði Poirot með einkennileg-
um hlátri. Hann stóð upp. „Ég þrábið ykkur öll.
Segið mér sannleikann, allan sannleikann."
Það var þögn áfarm. „Vill enginn tala?"
Hann hló aftur þurrlega.
„Það er leiðinlegt," sagði hann og fór út.
XXIX Kafli.
Gæsafjöðurin.
Þetta sama kvöld fór ég að beiðni Poirots, heim
til hans eftir kvöldverð. Caroline horfði á eftir
mér öfundaraugum. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi
gjaman viljað koma með mér.
Poirot tók hjartanlega á móti mér. Hann hafði
sett flösku af írsku viskíi, (sem ég hata) á borðið
ásamt sódavatnsflösku og glösum. Sjálfur var
hann önnum kafinn við að sjóða súkkulagi. Ég
komst að því seinna, að það var uppáhaldsdrykk-
urinn hans.
Hann spurðí kurteislega eftir systur minni og
sagði, að hún væri mjög skemmtileg kona.
„Ég er hræddur um, að þér hafið látið hana
verða upp með sér um of,“ sagði ég þurrlega.
„Hvaða skýringu getið þér gefið á heimsókn yðar
á sunnudaginn ? "
Hann hló við.
„Mér þykir alltaf rétt að láta sérfræðinga hafa
nóg að hugsa um,“ sagði hann, en neitaði að út-
skýra þessa athugasemd sína nánar.
„Þér fenguð að minnsta kosti vitneskju um
allar kjaftasögur hágrennisins," sagði ég.
„Bæði satt og logið."
„Og heilmiklar þýðingarmiklar upplýsingar,"
bætti hann við.
„Eins og til dæmis?"
Hann hristi höfuðið.
„Hvers vegna var mér ekki sagt satt?"
sagði hann. „I svona þorpi hljóta allar gerðir
Ralphs Patons að vera á hvers manns vitorði. Ef
systir yðar hefði ekki átt leið þama um skóginn
þennan umrædda dag, þá hefði einhver annar
gengið þar um.“
„Ég geri ráð fyrir því,“ sagði ég fýlulega. „En
hvernig stóð á áhuga yðar fyrir sjúklingum
mínum."
Hann hló aftur og dró augað í pung.
„Aðeins einum þeirra, læknir, aðeins einum."
„Hinum síðasta?" spurði ég.
„Það er mjög fróðlegt að athuga háttemi
ungfrú Russel," sagði hann.
„Eruð þér sammála systur minni og frú
Ackroyd, að eitthvað sé gmnsamlegt við hana?"
spurði ég.
„Ha, hvað segið þér?“
Ég skýrði fyrir honum, hvað ég átti við.
„Svo þær segja þetta?"
„Sagði systir mín yður það ekki í gærkvöldi?"
„Það getur verið."
„Alveg að ástæðuláusú," sagði ég.
„Kvenfólk," sagði Poirot. „Það er einkenni^egt!
Þær skálda upp heilar sögur og ímynda sér eitt
og annað, — og fyrir eitthvað kraftaverk' hafa
þær á réttu að standa. Konur taka ósjálfrátt
eftir þúsundum smáatriða, án þess að vita af því.
Undirmeðvitund þeirra skeytir svo þessum smá-
atriðum saman, og það, sem út kemur, k'alla