Vikan - 10.08.1944, Page 11
VIKAN, nr. 32, 1944
11
-------------:--------Framhaldssaga: -—
Gamla konan á Jalna
Efftir MAZO DE LA ROCHE. 19
„Ég vil skipta mér af því! Ég vil komast til
botns í þessu!“
„Það er nóg seinna,“ sagði Filippus, sem var
mjög rauður í andliti.
,,Já, já,“ sagði Lacey aðmíráll, „við skulum
halda áfram, frú Whiteoak.
\ „Ég læt ekki hæðast að ættingja mínum!“
„Ég er sannfærð um það, að enginn okkar
skildi það,“ sagði frú Lacey hughreystandi.
Aðalheiður sneri sér frá einum til annars. „Ei;
nokkur hérna, spurði hún, „sem er svo sljór, að
hann skildi ekki, hvað átt var við?“
Laceysysturnar sögðu báðar í einu: „Ég skildi
ekki orð af því! Nei, sannarlega ekki!"
„Bamalegt rugl!“ sagði aðmírállinn.
„Barnaleg illkvittni!“ sagði Aðalheiður, „en ég
vil rannsaka þetta! Ég vil ekki, að Malaheide
sé móðgaður."
Andlit hennar var eldrautt af reiði.
Nikulás strauk grátt yfirvararskegg sitt. Ernest
og Ethel Lacey þorðu alls ekki að líta á hvort
annað; hann ýtti við fæti hennar undir borðinu.
Svo sagði Ágústa:
„Barnið er málpípa annarra."
„Einmitt," sagði Sir Edwin og kinkaði kolli.
„Hvort sem hann er málpipa, eða ekki mál-
pípa,“ sagði Aðalheiður, „þá vil ég fá að vita
það!“
Eden rykkti hökuna úr hendi hennar og flúði
til móður sinnar.
„Ég orti það sjálfur," sagði hann hreykinn.
„Hvert einasta orð. Á ég að fara með það aftur?“
„Já,“ sagði amma hans, „mér þætti gaman að
heyra það einu sinni enn.“
Séra Fennel hafði á meðan haldið áfram við
spilagaldur sinn með aðdáunarverðu rólyndi.
Malaheide einblindi á spilagaldurinn eins og
lif hans væri undir honum komið. Magga, sem
sat á píanóstólnum, var eins hluttekningarlaus og
Dresdenar-postulínsdúkkan á arinhillunni. En
Renny glotti tryllingslega. Hann stóð hjá páfa-
gauksprikinu og sumpart af taugaæsingi, en sum-
part af illgirni reif hann fjöður úr stéli páfa-
gauksins.
Hann rauk upp með indverskum blótsyrðum,
breiddi úr vængjunum og flaug á taflborðið, þar
sem hann velti öllum taflmönnunum.
Aðalheiður rétti fram handlegginn og dró Eden
úr kjöltu móður sinnar.
„Nú — farðu þá með vísuna aftur, barn!“ sagði
hún í skipunarrómi.
„Mamma —,“ sagði Ágústa.
„Haltu kjafti, Ágústa!" sagði móðir hennar.
„Vertu nú róleg, mamrna," sagði Nikulás. „Við
getum heyrt það seinna."
„Já, frú Whiteoak," sagði Violet Lecey, „okkur
þætti mjög gaman að heyra það seinna."
„Það er ástæðulaust að bíða. Ég man vel,
hvemig það byrjaði. „Mikli Malaheide — maður-
inn frá Ballyseide —,“ haltu nú áfram, Eden.“
Hún var búin að róa páfagaukinn; nú sat hann á
öxl hennar.
Með glettnislegum svip mælti Eden:
„Mikli Malaheide
maðurinn frá Ballyseide.
Ó, að þú værir dauður,
gamli svikasauður.
í Ballyseide,
ó, Malaheide.
Enginn njósnar og smýgur,
hnýsist, smjaðrar og lýgur,
Forsaca * gerist á Jalna 1906.
** * Þar býr Whiteokf jölskyld-
an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul,
en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar
tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti
Margróti og Renny með fyrri konunni
Eden og Piers heita bömin, sem hann á
með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em-
est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera
er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift-
ast Maurice Vaughan á nsestunni. Maurice
segir Renny frá því, að hann muni eignast
bam með Elviru Grey, sem býr með frænku
sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna,
leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá
fyrir honum. Systir Filippusar og maður
hennar koma frá Englandi, ásamt Mala-
heide Court. Hann er frændi gömlu frúar-
innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar,
en er illa þokkaður af öðmm. Robert Vaug-
han finnur bam á tröppunum hjá sér og
það kemst upp að Murice á það. FiUppus
verður öskureiður og fer heim til hans með
bræðmm sínum. Vaughan-hjónin em ör-
vingluð. Magga, sem hefir líka komizt að
því, er yfirbuguð af sorg, hún lokar sig inni
I herbergi sínu og vill ekki sjá nokkum
mann. Allt er gert til þess að lokka hana út,
en ekkert dugar. Maurice kemur að Jalna í
örvæntingu sinni og grátbiður Möggu um
að fyrirgefa sér, en ekkert dugar. Rénny,
sem hefir orðið undarlega hrifinn af
frænku Elvim í eina skiptið, sem hann hafði
séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum.
Hann finnur þær, þar sem þær búa í þorpi
einu hjá frænda þeirra, Bob. Hann er hjá
þeim það, sem eftir er dagsins og hjálpar
til við að koma heyinu i hlöðu. Um kvöldiö
spáir Lúlú fyrir honum í tebolla. Renny
sefur um nóttina í hlöðunni. Hann skilur
við stúlkumar næsta morgun. Lúlú bannar
honum að koma aftur. Renny kemur heim
illa útleikinn og með hestinn, sem Ferrier
vildi ekki taka við. Filippus spyr hann,
hvar hann hafi verið um nóttina, en Renny
er tregur að segja frá því; faðir hans hefir
þó einhver gmni um það. Að lokum viður-
kennir Renny það fyrir föður sínum, að
hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst
að því og segir Aðalheiði frá þvi. Hún segir
það svo uppi yfir allri fjölskyldunni og er
æf af reiði. Það endar með þvi, að Filippus
verður að banna Renny að hitta Maurice,
sem er álitinn hafa ill áhrif á hann. En
Renny fær að fara til Maurice til þess að
segja honum frá því. Maurice segist vera
að fara i burtu um tíma. því að sér finnist
óbærilegt að vera heima nálægt foreldmm
sinum, er hann hafði valdið svo mikillar
sorgar. Renny og Magga hafa ort níðvísu,
sem þau svo létu Eden fara með í áheyrn
fjölskyldunnar og nokkra gesta.
eins og þú Malli — kalli,
erkifífl og tralli ! . .
Nikulás og Emcst gátu nú ekki lengur stillt
sig um að hlæja. Renny sneri sér allt í einu að
Malaheide og sagði:
Horfinn er þinn heiður
flýðu í þitt hreiður
heim til Ballyseide,
fíflið, Malaheide!"
„Renny!" sagði Filippus. „Farðu út með Eden.
Ég skal seinna tala við hann.“
Renny setti litla drenginn upp á öxl sína og
gekk út úr stofunni.
„Látið Malaheide fá eitthvað að drekka,“ skip-
aði Aðalheiður. „Honum virðist líða illa.“
Ernest stóð strax upp.
„Gæti ég ekki líka fengið einn dropa?" spurði
aðmírállinn.
„Við skulum öll fá okkur að drekka," sagði
Nikulás.
Malaheide náði sér nokkum veginn, þegar hann
var búinn að fá Sherry. Græni blærinn hvarf af
andliti hans, sem varð aftur, eins og venjulega,
fílabeinsgult. Hann herti sig upp og brosti gugg-
inn til Aðalheiðar. Roðinn var nú horfinn úr
andliti hennar, og nú skemmti hún sér. Hún
beygði sig að Malaheide og horfði meðaumkunar-
full á hann.
„Ég hefi aldrei skammast mín eins,“ sagði hún.
„Eins og bændurnir á Irlandi sögðu: „Það var
hægt að kveikja ljós með brennandi skömminni
I augum mínum." En nú skaltu ekki vera hrædd-
ur, Malaheide — strákurinn skal fá að kenna
á þessu. Ég veit vel, að hann er svona, en ég
þoli ekki, að hann móðgi mann, sem er gestur
minn!“
„Nú,“ sagði María, sem ósjálfrátt vildi verja
stjúpson sinn, „í rauninni er það ekki nema eðli-
legt, að Renny vilji hefna sín.“
Filippus ljómaði af gleði.
„Ég skil ekki,“ sagði frú Lacey forvitnislega.
„Það er bezt að útskýra ekki nánar,“ sagði
Ágústa.
„Hann ætti að fá hýðingu," sagði Aðalheiður.
„Þú verður að nota keyj-ið á hann, Filippus."
„Kemur ekki til rnála!" sagði Filippus. „Ég
verð að biðja Malaheide frænda um að fyrirgefa
honum, ef hann getur.“
Malaheide rétti úr sér. „Ég hefi þegar gert
það, Filippus. En einu gleymi ég aldrei. Og það
er, hve vel litli drengurinn las upp — þó að það
hafi verið á minn kostnað. Hann var fullkom-
inn.“
„Já,“ sagði Aðalheiður, „hann er klókur sá
litli."
María gladdist af því, að Malaheide skyldi hæla
bami hennar.
„Það er mesta furða, hvað hann getur sagt,“
sagði hún áköf, „það er alveg ótrúlegt.
„Hann er alltof framfaragott barn,“ sagði
Filippus; en hann gat samt ekki annað en glaðzt.
Aðmírállinn sagði: „Nú — þegar ég var á hans
aldri, var ég vanur að stilla mér upp, þegar fullt
var af fólki í stofunni, og segja svo eins hátt
og ég gat: „Nafn mitt er Norval."
Það var aftur sezt við spilaborðin; spilin voru
gefin. Boney gaf frá sér ánægjuhljóð, og Keno
krafsaði í teppið fyrir framan arininn, svo að
hann gæti komiö sér betur fyrir, þvi að það
var heitt við eldinn. Ný þrumuskúr buldi á
glugganum, og þakið breiddi sig vemdandi yfir
þá, sem voru undir þvi.
XVIII KAFLI.
Garðboðið.
Árangurinn af þessu atviki var sá, að fjöl-
skyldan skiptist í tvo flokka, annar var með þvi,
að Malaheide væri kyrr, en hinn á móti því.
Fyrsta flokknum tilheyrðu Buckleyhjónin, sem
vildu gjarnan að hann yrði á Jalna, þvi að þau
vom hrædd um, að hann, ef hann væri samferða
þeim til Englands, mundi setjast að hjá þeim um
veturinn. Emest átti verzlunarerindi, er — að,
minnsta kosti að áliti hans sjálfs — var svo
áríðandi, að hann varð að fara til London aft-
ur, og hann ætlaði að fara um leið og systir hans
og mágur. Nikulás, sem varð kyrr á Jalna, leit
á Malaheide sem mjög skemmtilegan og sérstak-