Vikan - 10.08.1944, Side 12
<
12
an mann til þess að skemmta Aðalheiði. Hann
naut þess að heyra þau tala saman. Aðalheiður
hafði sjálf gerzt vemdari Malaheide, og vildi
ekki að ástæðulausu svifta hann vemd sinni,
og þegar hún nú óskaði þess að hann væri kyrr,
gerði það hana æfareiða, að nokkur skyldi vera
á móti því. 1 hinum flokknum vorú -Filippus,
María, Magga og Henny — samhent fjölskylda í
fjölskyldunni, og tveir yngri meðlimimir voru
alveg miskunnarlausir í ákvörðun sinni að reka
gestinn í burtu.
En hvorki kuldi eða afskiptaleysi af þeirra
hálfu, hafði nokkur áhrif á Malaheide, og það
var ekki hægt að fá Filippus til þess að segja
honum hreinskilnislega að hypja sig í burtu.
Filippus reikaði um með hundana á eftir sér, var
á veiðum, athugaði hesthúsin eða akrana, góður
og þolinmóður við alla, en enginn megnaði að
fá hann til þess að taka úrslitasporið.
Það hafði verið samþykkt að nokkurskonar
kveðjuveizla skyldi haldin til heiðurs Buckley-
hjónunum, og einnig til þess að sýna, að fjöl-
skyldan tæki ekkert nærri sér, að trúlofun Möggu
og Maurice hafði verið slitið. Magga átti að
sýna fólki að hún væri róleg og að því er virtist
ánægð.
Ágústa valdi garðboð, því henni þótti þau
skemmtilegust. Grasfletimir og blómabreiðurnar
voru nú hreinar og ferskar eftir rigninguna. Hús-
ið var nú eins og það gat fallegast verið, bæði
að innan og utan. Það var viðeigandi staður fyrir
mikið boð.
Fjölskyldan tók þátt i, undirbúningnum af lífi
og sál. María sá um, að allt húsið var í full-
kómnu lagi. Gluggamir vom þvegnir og húsgögn-
in fægð, svo að mahóníið og valhnotutréð gljáði
eins og silki. Hún og Emest ráðguðust um
blómaskreytingamar og völdu bleikar og rauðar
rósir og bleikar nellikur í dagstofuna, gular georg-
ínur í dagstofuna og bókaherbergið, en stóra tjald-
ið sem 'hafði verið sett upp á grasflötinum var
skreytt með háum delfiníum og marglitum phlox.
Hin höfðu meiri áhuga á hressingunum, bæði
föstum og fljótandi, og hljómsveitinni, sem átti
að koma fyrir bak við mnnana.
Veðrið olli þeim dálítils kvíða, því að alla
1. Maggi: Hæ, Óli! Þú ert einmitt maðurinn,
sem ég er að leita að!
2. Maggi: Sjáðu til, ég er að safna jámarusli
til að selja; vilt þú ekki hjálpa mér?
Óli: Ég er búinn að lofa Nonna að hjálpa'
honum!
vikuna áður en boðið átti að vera, var það mjög
duttlungafullt, og um morguninn sjálfan daginn
var á víxl glampandi sólskin og hellirigning; en
um hádegið sigraði sólin, grasið þomaði, og allt
var sérstaklega glampandi hreint eftir stórþvott-
inn.
Það var dálítið erfitt fyrir Möggu að ákveða
hvaða kjól, er hún hafði fengið í giftingarundir-
búningnum, hún ætti að vera í. Sérhver þeirra
hafði verið valinn með tilliti til brúðkaupsferð-
arinnar. Hún vildi helzt hafa keypt nýjan kjól
við þetta tækifæri; en það vildi Filippus ekki
heyra nefnt. Útgjöldin voru nóg samt.
Hún var í vafa um, hvort hún ætti heldur
að fara í bleikan, rósóttan organdikjól eða dauf-
grænan tyllkjól, þegar hún heyrði Renny ganga
framhjá hurðinni. Hún kallaði á hann.
„Hvom á ég að fara í?“ spurði hún, og varir
hennar titruðu dálitið, þegar hún spurði, því að
hún fann, Að sér mundi vera það óbærilegt að
sýna sig fyrir svona mörgu fólki.
Hann horfði efablandinn á kjólana, sem lágu
útbreiddir á rúminu.
„Mamma segir, að sá ljósgræni sé fallegri,“
sagði hún, „en Vera mælir með þeim rósótta. Hún
heldur að mér muni líða betur í honum.“
„Farðu í þann bleika,“ sagði hann umhugsunar-
laust, „Þú verður ánægðari x honum. Það er líkt
mömmu að velja grænt.“
„Þá geri ég það. En mamma er nú sannarlega
góð, þegar tekið er tillit til þess, að hún losnar
ekki við mig, eins og ég býst við, að hún hafi
samt alltaf vonað.“
„Hm.“ Hann tók utan um Kana.
„Nú, það er nú sama, Magga — mig langaði að
minnsta kosti ekki að losna við þig."
Hún fól andlit sitt við öxl hans. Það var mikil
huggun að eiga slíkan bróður, hugsaði hún.
Hann sagði allt í einu. „Heyrðu, Magga, við
höfum ekki gert Malaheide neitt alla þessa viku!“
„Ekki frá því að" ég setti salt í teið hans í
staðinn fyrir sykur. Og harm drakk það, án þess
að blikna."
„Hann gefur ekki svona skólastelpupörum
gaum.“
„Ég vildi óska þess, að ég gæti fundið upp á
8. Maggi: Að hugsa sér, ég hefi alltaf haldið,
að þú værir vinur minn ... Nú gefur þú Nonna
jámarusl, en nefndu mér nokkum hlut, sem
Nonni hefir gefið þér! ?
4. Óli: Mislingana!!!
VIKAN, nr. 32, 1944
einhverju verulaga svðkkjandi handa honum í
dag.“
„Já, ef við gætum það,“ sagði hún hugsandi.
„Kannske mamma gæti fundið upp á einhverju.
„Við getum bjargað okkur án hennar. En ef
Hún er alveg eins ill og við, þegar hún hugsar til
þess að hann verði kyrr. Hún er dauðleið á því.“
hún er með okkur, þá er það ágætt.“
Hann stóð og hugsaði og strauk sér með hend-
inni um hökuna, og hann líktist ömmu sinni eins
mikið og unglingspiltur getur líkzt gamalli konu.
Allt í einu leit hann upp og sagði:
„Nú veit ég! Hvað finnst þér um þetta?"
Hann skýrði henni frá hugmynd sinni, sem hún
samþykkti með ákafa þess, sem reynir að gleyma
þunglýndi sinu.
Þau voru rétt búin að ræða hugmyndina og
Magga var móð af að hlæja, þegar dymar vom
opnaðar hægt, og Eden rak inn litla gyllta koll-
inn.
„Góðan dag,“ sagði hann ísmeygilega, „má ég
fá að koma inn?“
„Já,“ svaraði Magga, „en lokaðu hurðinni á
eftir þér.“
Hann gekk til Renny óg spurði: „Má ég ekki
bráðum fara með þér í útreiðar? Þú lofaðir mér
að fara með mig, ef ég færi með kvæðið, en þn
ert ekki búinn að gera það enn!“
„Mamma sagði, að þú værir svo taugaveiklað-
ur. Hvers vegna ertu með svona lélegar taugar?"
„Ég varð taugaveiklaður af því að mig langaði
að ríða út, og þú vildir ekki vera með mér.“
Hann horfði ásökunaraugum á Renny.
„Ég skal fara með þig í dag. Áður en gestimir
koma.“ Hann sneri sér að Möggu: „Það er bezt
fyrir mig að forða mér, ef eitthvað kemst upp.“
„Klukkan þrjú var allt á öðrum endanum
vegna síðasta undirbúningsins. Aðalheiður,
Ágústa, María og Magga voru í svefnherberginu
sínu, þar sem þær voru að útbúa sig með sér-
stakri umhyggju. Aðalheiður reyndi fimm kappa,
áður en hún fann þann, sem hún var ánægð
með. Sir Edwin var kominn á það stig, er hann
varð að biðja um aðstoð Ágústu, ef flibbi hans
og bindi átti að fara vel, þá1 2 var barið á dymar.
Hann opnaði dymar dálítið og sá Malaheide, sem
sagði áhyggjufullur:
„Hvað heldurðu að geti verið að, Edwin? Ég
kemst ekki inn í herbergi mitt! Ég fékk Elísu
til að hjálpa mér, en hún getur heldur ekki opn-
að hurðina."
„Læstirðu henni, þegar þú fórst út?“
„Hvemig dettur þér í hug, að ég geri slikt!
Nei — þetta er hrekkur! Það er viljandi sem ég
er úthýstur."
Sir Edwin varð gramur og gat ekki annað en
verið ergilegur út í Malaheide.
Ágústa leitaði sér skjóls í einu horninu og kall-
aði þaðan:
„Þú verður að fá þér stiga."
„Er ekki hægt að taka lásinn af?“ spurði Sir
Edwin.
„Lásamir á Jalna em ekki búnir til, til þess
að vera teknir af,“ svaraði hún. „Malaheide verð-
ur að fara inn um gluggann til þess að komast
inn i herbergið."
„Ég ætti kannske heldur að tala við Filippus?"
„Filippus var rétt núna að k,oma upp til þess
að búa sig. María varð sjálf að fara niður í
hesthús til þess að sækja hann. Ef hann verður
ónáðaður núna, verður hann aldrei tilbúinn að
taka á móti gestunum." Malaheide fór líka í taug-
amar á Ágústu.
Hann stóð kyrr á ganginum, óákveðinn og
óánægður, og hann beygði sig margsinnis niður
til þess að kíkja inn um skráargatið, eins og
hann ætlaði að opna hurðina með eintómu vilja-
þreki. Vatnsskvamp og fótatök heyrðust frá öll-
um svefnherbergjunum i kring.
Stundarfjórðungi seinna sáu stúlkurnar og
leiguþjónarnir úr bænum Malaheide Court, sem
skreið upp stigann, er var settur upp í gluggann
hans, en Hodge, sem var mjög rauður í andliti,
stóð fyrir neðan og hélt við stigann.