Vikan - 10.08.1944, Page 14
14
VIKAN, nr. 32, 1944
Bette Davis, hin þekkta og vinsæla kvik-
myndaleikkona, tekur sér matarhlé. Hún
er nú að leika aðalhlutverkið í nýrri stór-
mynd, ,,Mr. Skeffington".
’^íIUUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiiimiiiiiuiiiiiumiiui
✓
mal sinn með sér. 1 baðstofu var allt þegjandi,
myrkur var þar, því dimmt var orðið. Einar
heilsar, og tóku undir karl og kerling. Nú er
kveikt, og sér Einar pall; er þar karl með kerl-
ingu sina upp á. Á gólfinu var steinn mikill, flat-
ur ofan og ker í hann miðjan.
Einar hafði ritblý og skrifar staf í kerið og
gengur síðan upp á pallnin og sezt þar niður.
Ekki var við hann mælt. Stúlkan settist við
vinnu sina og var mjög óglöð. Einar spyr, hvort
konan ætli ekki að gefa sér neitt að borða. Hún
gegndi litlu, en gekk fram. Sækir hún mat.
Borðar nú Einar og var ekki hræddur neitt.
Sýndist honum þó hjónin gefa sér illt auga.
Nokkru eftir að Einar hafði lokið máltíð sinni
segir karl, að bezt muni vera að ljúka störfum
sínum, gengur síðan fram og kerling á eftir.
Fór þá stúlkan að gráta. Brátt koma þau aftur;
er þá karl að hvetja hníf eða sax, en kerling
heldur á stórri skál, gengur að steininum og
setur hana þar, ætlar að skorða hana í kerinu,
en getur ekki. Karl fer þá til með henni og
fer á sömu leið.
Einar býðst nú til að festa skálina og gengur
til þeirra. Skrifar staf i skálina. Þá festist skál-
in við steininn og þau bæði við, skálina; brjót-
ast þau um fast, en kom fyrir ekki. Eftir þetta
sezt Einar í sæti sitt. Biður hann stúlkuna að fara
og sjóða handa sér hangið sauðaket, þvi það
mundi þar til vera, þyrfti hún ekki að óttast
húsbændur sína framar. Hún gjörir nú eftir skip-
un hans, sauð ketið og færir honum fullt trog.
Hann fer nú að borða og biður hana að gjöra
eins; borðuðu þau bæði nægju sína. Síðan háttar
hann í rúmi hjónanna og svaf vel um nóttina.
Daginn eftir var komið bjart veður. Býst nú
Einar að fara leið sína. Hann spyr stúlkuna,
hvaðan hún sé. Hún leysti úr því; höfðu illmenni
þessi stolið henni úr byggðinni og haft hana hjá
sér í 7 ár; höfðu þau drepið 9 ferðamenn og
tekið það, sem þeir höfðu meðferðis.
Einar fékk sér öxi og höggur höfuðið af þeim
báðum og brenndi þau síðan. Hann tók alla
peninga, er þar voru, og stúlkuna. Sneri síðan
heimleiðis norður aftur; varð ekki meira af róðr-
um hans í það sinn. Kom hann heim að Brúna-
stöðum og var þar um veturinn, það eftir var.
Um vorið giftist hann stúlkunni, fekk sér jörð og
fór að búa. Hann sótti í dalinn allt, er að gagni
var i kotinu. Bjó síðan til elli með konu sinni.
244.
KROSSGÁTA
Vikunnar
Lárétt skýring:
1. veikra. — 6. fjall. — 11.
verkfæri. — 12. deilur. — 13.
vaxna. — 14. frásögnin. —16.
muldur. — 19. loðdýr. — 21.
ilma. — 22. vinahót. — 25.
glíman. — 26. mjúk. — 27. tré.
— 28. straumur. — 29. kvikár.
— 33. harðsnúinn. — 34.
hræðsla. — 35. ýlda. — 36.
augljóst. — 40. skákir. — 44.
keyrðu. — 45. berja. — 47. vex.
— 48. mýkja — 50. hestur. —
52. flík. — 53. drasla. — 55.
frosinn. — 57. kvensilfur. —
59. hnappurinn. — 60. skartgrip. — 61. ræðið. —
62. rofið svefninn. — 63. jarðfall.
Lóðrétt skýring:
1. miðaldabygging. — 2. kroppa. — 3. nagla. —
4. liðna. — 5. sagnfræðing. — 6. bygging. — 7.
rengja. — 8. bíta. — 9. hola. — 10. kjassaðar. —
13. bugast. — 15. iðin. — 17. flanið. — 18. hæð
(brött). — 20. skipta sundur. — 23. drykkur. —
24. fjall. — 30. ruppl. — 31. stefna. — 32. býli.
— 33. húkti. — 36. koddi. — 37. vagnstjóra. —
38. lestin. — 39. kast. — 41. nesin. — 42. land.
— 43. heilsubót. — 45. titill. — 46. hæð. — 49.
eldstæðis. — 50. flóa. — 51. brúna. — 52. samsull.
— 54. ódæði. — 56. lengdarmál. — 58. tóm. — 59.
blekking.
Lausn á 243. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: — 1. klastur. — 6. bókband. — 11. lini.
— 12. ásjá. — 13. söngs. — 14. skóga. — 16.
kættar. — 19. æringi. — 21. krít. — 22. augað.
— 25. rart. — 26. vil. — 27. mæt. — 28. sói. —
29. iðar. — 33. stal. — 34. áður. — 35. sagi. —
36. blað. — 40. flag. — 44. læs. — 45. kló. — 47.
aur. — 48. áma. — 50. kross. — 52. kula. — 53.
stafur. — 55. kramin. — 57. rætur. — 59. árana.
— 60. tapi. — 61. fant. — 62. risanum. — 63. and-
svar.
Lóðrétt: — 1. klökkvi. — 2. slött. — 3. tina. —
4. ungra. — 5. ris. — 6. bás. — 7. óskæð. — 8.
kjór. — 9. bágir. — 10. dreitil. — 13. stíla. — 15.
anast. — 17. ærið. — 18. ágæt. — 20. gróa. —
23. um. — 24. at. — 30. ráð. — 31. sum. — 32.
lak. — 33. Sif. — 36. blástur. — 37. lært. — 38.
asnar. — 39. flos. — 41. lauma. — 42. auli. —
43. grandar. — 45. kr. — 46. 6s. — 49. afæta. —
50. krupu. — 51. skran. — 52. kants. — 54. utan.
— 56. rand. — 58. rím. — 59. áfa. —
Lausn á Orðaþraut á bls. 13. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4:
JEBtlSALElVL 1. Holta-Þórir var kennáur við bæinn Holt
JÁRNI undir Eyjafjöllum.
2. Tómas Guðmundsson; úr Blómljóð.
ESP AR 3. 1918.
RÆSTA 4. Utveirpsstöðin í Pittsburgh, U.S.A.; opnuð 1920.
OFINN 5. Háð.
SKlM A 6. Mozart.
ASN AR 7. önnur er í Central Park í Nerw York, hin
L AGNI á Strand í London.
8. William Shakespeare.
EINNI 9. Inka-þjóðin.
MUNDI 10. Adelaide.
Draugurinn Hundi.
Maður hét Gunnlaugur og var kallaður hundi.
Hann var lítilmenni og vinnumaður Áma prests
Skaptasonar á Sauðanesi á Langanesi. Gunnlaug-
ur vildi eiga konu þá, sem Málfríður hét, og fór
þess á leit við hana. En þá beiddi hennar maður
sá, er Eymundur hét, og var röskur maður; hann
fékk Málfríðar, og fóm þau að búa á Skálum, yzta
bæ á Langanesi. Gunnlaugur hundi hézt nú við
Málfríði, og eitt kvöld í myrkri gekk ráðskona
Áma prests, sem Ingiríður hét, út í fjós og með
henni stúlka, sem Kristin hét. Þegar þær komu í
fjósið, heyrðu þær korr og snörl mikið í auðum
bás. Ingiríður sagði: „Ekki er allt, sem dreymir.
Berðu þig að kveikja, Kristín litla; ég ætla að
bíða héma á meðan.“ Þegar Kristín kom með
ljósið, sáu þær, að Gunnlaugur lá þar skorinn
á háls og hnífurinn hjá honum, gæmhnífur beitt-
ur mjög. Hljóp Kristín þá inn og bað vinnumann
prests, er Ormar hét, að koma út í fjósið. Ey-
mundur á Skálum, faður Málfríðar var þar gest-
kominn og ætlaði að vera þar um nóttina, hann
var frændi Orms; fóm þeir svo báðir til og fluttu
lík Hunda í skemmu, og er sagt, að hann gengi
þegar aftur. Blóðlifur mikil sást á klæðum Ey-
mundar, sem komið hafði á hann, þegar hann bar
Hunda í skemmuna. Ormar var ötull maður og
einarður; greip hann þvi lifrina og sletti í augu
Hunda, og það ætla menn, að það væri orsök
þess, að hann fylgdi hvorki Ormari né niðjum
hans, þó hann væri af sama bergi brotinn og
Eymundur. Sagt var það, að Hundi hefði slett
sjálfur lifrinni á Eymund, og vildl hann lýsa
hann með því banamann sinn. Eftir það fór Hundi
að sækja að knu Eymundar og fylgja honum
sjálfum, og kallaður var hann ættarfylgja þeirra
og hélzt það lengi, og enn eimdi eftir af Hunda
hjá bamabömum þeirra Eymimdar og Málfríðar,
eftir að séra Stefán Einarsson var orðinn prestur
á Sauðanesi (1795—1847). (ÞjóðsÖ£rur j Am.)