Vikan - 30.11.1944, Page 5
VIKAN, nr. 43, 1944
5
FRAMHA LPSS AG A ________________
Poirot og lœknirinn 26
------------Sakamálasaga eftir Agatha Christie -——
Ég neiddist til aS fara í sjúkravitjun, og klukk-
anVar yfir átta, þegar ég kom aftur, og þá beið
mín bakki með mat og tilkynningu um það, að
Poirot og systir min hefðu borðað saman klukkan
hálf átta, og sá siðarnefndi hefði farið í vinnu-
stofu mina til þess að ljúka við að lesa hand-
ritið.
„Ég vona, James," sagði systir mín, „að þú
hafir ekki talað óvarlega um mig?“
Ég varð dáiítið vandræðalegur. Ég hafði ekki
verið gætinn.
„Það gerir heldur ekki mikið til,“ sagði Caro-
line, sem hafði skilið svip minn rétt. „Poirot veit,
hvað hann á að hugsa. Hann skilur mig miklu
betur en þú.“ ,
Ég fór til vinnustofu minnar. Poirot sat við
gluggann. Handritið lá vel raðað á stól við hlið
hans. Hann lagði hönd sina á það og sagði:
„Jæja, ég óska yður til hamingju með hæversku
yðar!“
„Ó!“ sagði ég dálítið undrandi.
„Og með þagmælsku yðar,“ bætti hann við.
„Ó!“ sagði ég aftur.
„Hastings skrifaði ekki svona,“ hélt vinur minn
áfram. „Á hverri blaðsíðu og mörgum sinnum
var orðið „ég“. Hvað hann hugsaði — hvað hann
gerði. En þér — þér látið sem minnst á yður bera,
aðeins einstöku sinnum nefnið þér yður sjálfan,
þá í sambandi við heimilislífið eða þvilíkt."
Ég roðnaði dálítið við augnaráð hans.
„Hvað álítið þér annars um þetta krafs?“
spurði ég dálítið órólegur.
„Viljið þér heyra mína einlægu skoðun?"
„Já.“
Poirot hætti öllu spaugi.
„Mjög nákvæm skýrsla," sagði hann vingjarn-
lega. „Þér hafið skrásett allt samvizkusamlega
og nákvæmlega — en þér hafið verið mjög þag-
mælskur um þátttöku yðar í málinu.“
„Og hefir þetta hjálpað yður?“
„Já. Ég get sagt, að það hafi orðið mér til
talsverðrar hjálpar. Komið, við verðum að fara
heim til mín, til þess að undirbúa komu gest-
anna.“
Caroline var í forstofunni. Ég held, að hún hafi
vonað að henni yrði boðið með okkur. Poirot sýndi
mikla háttvísi.
„Ég hefði gjarnan viljað hafa yður nálægt,
ungfrú," sagði hann, „en við þessar aðstæður
væri það ekki viturlegt. Ég veit, að þér skiljið
það, grunur liggur á öllu þessu fólki. Á meðal
þeirra mun ég finna þann, sem myrti Ackroyd."
„Trúið þér því raunverulega ? “ sagði ég van-
trúaður.
„Ég sé, að þér trúið því ekki,“ sagði Poirot
þurrlega. „Þér metið heldur ekki Hercule Poirot
að verðleikum."
Ursula kom í þessu niður stigann.
„Eruð þér tilbúnar, bamið gott?“ sagði Poirot.
„Það er gott. Við skulum vera samferða. Ungfrú
Caroline, trúið mér, þegar ég segi, að ég vilji
allt fyrir yður gera. Verið þér sælar.“
Við fórum út, og Caroline var skilin eftir eins
og hundur, sem væri neitað um að fara út, hún
stóð í dyrunum og horfði á eftir okkur.
Dagstofan i The Larches var tilbúin. Á borðinu
vom ýmsar drykkjartegundir og glös. Einnig
diskar með kexkökum. Nokkrir stólar höfðu verið
fluttir úr hinni stofunni.
Poirot hljóp fram og aftur og lagfærði ýmis-
legt. Dró fram stóla, ýtti til lömpum o. s. frv.
Honum var sérstaklega umhugað um birtuna.
Lömpunum var komið þannig fyrir að þeir vörp-
uðu skærri birtu þeim megin i herberginu, sem
stólarnir voru, en í þeim enda herbergisins, sem
ég bjóst við, að Poirot ætlaði sjálfur að vera, var
rökkur.
Við Ursula horfðum á hann. Við heyrðum
hringingu.
„Þau eru að koma,“ sagði Poirot. „Gott að allt
er í lagi.“
Dyrnar opnuðust og fólkið frá Femly kom inn.
Poirot gekk fram og heilsaði frú Ackroyd og
Flóm.
„Þér voruð elskulegar að koma,“ sagði Poirot.
„Og Blunt majór og Raymond."
Einkaritarinn var í sínu venjulega góða skapi.
„Hver er sú hin mikla hugmynd?" sagði hann
hlæjandi. „Einhver vísindavél, sem finnur sekt-
armeðvitundina á hjartsláttinum ? Svona tæki er
til, er það ekki?“
„Já, ég hefi lesið um það,“ samþykkti Poirot.
„En ég er gamaldags. Ég nota gömlu aðferðirn-
ar. Ég vinn eingöngu með litlu gráu heilafrum-
unum. En nú skulum við byrja — en fyrst þarf
ég að segja ykkur nokkuð."
Hann tók í hönd Ursulu og leiddi hana fram.
„Þetta er frú Ralph Paton. Hún giftist Paton
kapteini í marzmánuði siðastliðnum."
Niðurbælt óp heyrðist frá frú Ackroyd.
„Ralph! Kvæntur! 1 marz! Ó, nei! Það er alveg
ótrúlegt. Hvernig ætti það að vera?“
Hún starði á Ursulu eins og hún hefði aldrei
séð hana fyrr.
„Kvæntur Boume?" sagði hún. „Ég trúi yður
alls ekki, Poirot."
Ursula roðnaði og fór að tala, en Flóra varð
fyrri til.
Hún gekk fljótt til stúlkunnar og tók urn hand-
legg hennar.
„Þér verðið að fyrirgefa, þó að við verðum
undrandi," sagði hún. „Þér vitið, að við höfum
enga hugmynd um það. Þið Ralph þögðuð vel
yfir leyndarmáli ykkar. Mér — mér þykir mjög
vænt um það.“
„Þér eruð mjög elskulegar, ungfrú Ackroyd,"
sagði Ursula lágri röddu, „og þér hafið fullan
rétt til þess að vera mjög reið. Ralph hefir komið
mjög illa fram —- einkum við yður.“
„Hafið ekki áhyggjur af því,“ sagði Flóra og
klappaði henni á handlegginn. „Ralph var í vand-
ræðum og þetta var eina úrlausnin. Ég hefði að
öllum líkindum gert slíkt hið sama i hans spor-
um. En honum hefði verið óhætt, að trúa mér
fyrir leyndarmálinu. Ég hefði ekki sagt frá því.“
Poirot barði létt á borðið og ræskti sig.
„Fundurinn er að byrja,“ sagði Flóra. „Poirot
er að gefa okkur merki um að tala ekki. En
segið mér aðeins eitt. Hvar er Ralph ? Þér hljótið
að vita það, ef einhver veit.“
„En ég veit það ekki,“ hrópaði Ursula næstum
því í angist. „Ég veit það einmitt ekki.“
„Er hann ekki í varðhaldi í Liverpool?" spurði
Raymond. „Það stendur í blaðinu."
„Hann er ekki í Liverpool," sagði Poirot stutt-
lega.
„1 rauninni veit enginn hvar hann er,‘< sagði
ég.
„Nema Hercule Poirot?" sagði Raymond.
Poirot svaraði alvarlegur stríðni hans.
„Ég veit allt. Munið það.“
Geoffrey Raymond lyfti augnabrúnunum.
„Allt ?“ sagði hann. „Þá er allt i fínasta lagi.“
„Haldið þér, að þér getið raunverulega gizkað
á hvar Ralph Paton felur sig?“ spurði ég tor-
tryggnislega.
„Þér kallið það að gizka. Ég kalla það að
vita, vinur minn.“
„I Cranchester?" gizkaði ég á.
„Nei,“ svaraði Poirot alvarlega, „ekki í Cran-
chester."
Hann sagði ekki meira, en hann benti fólkinu
að fá sér sæti. Þegar þau voru að setjast, opnuð-
ust dyrnar einu sinni enn og tvær aðrar persónur
komu inn og settust nálægt dyrunum. Það voru
Parker og ráðskonan.
„Þá eru allir komnir," sagði Poirot. Það var
ánægjuhreimur í rödd hans. Og ég sá á þeim, sem
sátu í hinum enda herbergisins, að þau voru
óróleg. Það var eins og við værum öll í gildru,
sem hefði verið lokað.
Foirot setti upp merkissvip og las upp lista.
„Frú Ackroyd, ungfrú Ackroyd, Blunt majór,
Geoffrey Raymond, frú Ralp Paton, John Parker,
Elisabeth Russell."
Hann lagði blaðið á borðið,-
„Hvað á allt þetta að þýða?“ sagði Raymond.
„Listinn, sem ég var rétt áðan að lesa,“ sagði
Poirot, „er listi yfir þá, sem grunaðir eru. Allir,
sem hér eru nærstaddir höfðu tækifæri til þess
að myrða Ackroyd —
Frú Ackroyd æpti upp yfir sig. „Mér likar þetta
ekki. Ég vildi heldur fara heim.“
„Þér getið ekki farið heim, frú,“ sagði Poirot
stranglega, „ekki fyrr en þér hafið heyrt það,
sem ég hefi að segja."
Hann þagnaði stundarkorn, síðan ræskti hann
sig aftur.
„Ég ætla að byrja á byrjuninni. Þegar ungfrú
Ackroyd bað mig um að rannsaka þetta mál,
fór ég til Fernly Park ásamt Sheppard lækni.
Við gengum saman eftir stéttinni, þar sem mér
voru sýnd fótsporin á gluggakistunni. Þaðan
gengum við til Raglan lögreglufulltrúi; fór með
mig stígnum, sem liggur að akbrautjnni. Ég kom
auga á litla gistihúsið og rannsakaði það vand-
lega. Ég fann tvennt — lítinn bút af líni og
tóma fjöður. Mér datt strax í hug stofustúlku-
svunta, þegar ég sá tætluna. Þegar Raglan sýndi
mér listann yfir fólkið í húsinu, sá ég strax, að
ein stúlkan, Ursula Boume hefði enga trygga
fjarverusönnun. Samkvæmt frásögn hennar, var
hún í herbergi sínu frá klukkan hálf níu til tíu.
En hugsum okkur, að hún hafi í staðinn verið 5
lystihúsinu? Ef svo væri, þá hlyti hún, að hafa
farið til að hitta einhvern. Nú vitum við það frá
Sheppard, að einhver kom að utan að húsinu
þetta kvöld — ókunnugi maðurinn, sem hann
mætti rétt við hliðið. 1 fyrstu gæti virst, sem
vandamál okkar væru leyst, og ókunnugi maður-
inn kom í lystihúsið til þess að hitta Ursulu
Boume. Það var víst, að hann k o m í lystihúsið,
það sannaði fjöðurin. Þá datt mér strax í hug
eiturlyfja neytandi — einhver sem hefði vanist
á það hinumegin við Atlantshafið, þar sem er
algengara en annars staðar að taka „snjð“. Þetta
var alveg i samræmi við manninn, sem Sheppard
hafði hitt, er talaði með amerískum hreim.
En það var eitt, sem angraði mig. Tímamir
áttu ekki samaii.
Ursula hafði áreiðanlega ekki farið út í lysti-
húsið fyrir klukkan hálf tíu, en maðurinn hlaut
að hafa komið þangað nokkrum minútum yfir
níu. Hann hefði auðvitað getað beðið í hálftíma..
Hin tilgátan er sú, að það hefðu verið tveir
fundir i lystihúsinu þetta kvöld. Nú, þegar ég;