Vikan - 30.11.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 43, 1944
11
-------:----------------Framhaldssaga::---■>
Gamla konan á Jalna
EHi, MAZO D£ LA ROCHE. 3Q
“ ' ■ ■
Hann skjögraði með flöskuna í hendinni. „Fyrir
þig og- aðeins fyrir þig!“ sagði hann ákafur. Hann
hellti dálitlu koníaki í glas, og hún drakk það
þakklát.
Hún hjálpaði honum að taka af sér fötin, sem
hún hengdi á snúru, er var strengd þvert yfir
tjaldið. Hann sat á rúmstokknum sínum, og hann
var svo ruglaður, að hann var ekki viss um, hvort
hún vseri raunveruleg eða hvort þessi einkennilegi
skuggi, sem sveif yfir þeim, væri óraunverulegur.
Skugginn sýndi nokkuð af fyrri yndisþokka henn-
ar, er hún rétti upp handleggina. Honum fannst
andlit hennar ímynd styrkleika og drambs ættar
þeirra.
Hún hafði búið um hann eins og barn, og nú
var hún á heimleið eftir gilinu, sömu leið og hún
hafði komið. Nú þegar hún var laus við Mala-
heide, var hún ekki lengur þreytt. Hún gekk
rösklega, og þegar hún kom að brúnni, nam hún
staðar dálitla stund og horfði niður í dökka silfur-
glitrandi ána. Hún glampaði á móti henni, talaði
við hana — áin og Aðalheiður höfðu nú talað
oft saman í trúnaði í meira en fimmtíu ár. Hún
stóð þama grafkyrr, ugla sveif framhjá henni
með mús í gogginum.
„Já!‘? sagði hún lágt. „Þú ert úti i þínum er-
indagjörðum — og ég í mínum . . . við erum
skrýtnar gamlar uglur báðar tvær.“
XXVII. KAFLI.
Sýningin.
1 bjarta rafljósinu sást allt á sviðinu skýrt og
greinilega. Ljósir einkennisbúningar spilaranna;
glampandi hljóðfæri þeirra, en frá þeim hljómaði
nú einmitt hávaðasamt göngulag, blaktandi fán-
amir, sem hengu niður úr loftinu; sterkir litir
og áköf andlit áhorfendanna, sem sátu á bekkj-
unum og i stúkunum, allt var fullskipað; hest-
amir sterklegir og gljáandi. Allir, sem sátu í stúk-
unum með hvítt skyrtubrjóst og kvöldkápur, og
þeir, sem sátu í öftustu sætunum, allir horfðu á
næsta þátt, er var þýðingarmesti þáttur mótsins,
og verðlaunin voru mjög eftirsóttur silfurbikar
og pyngja með þúsund dollurum.
Vaughanshjónin sátu í sömu stúku og Lacey-
fjölskyldan — nema Vera, sem sat hjá Möggu
Whiteoak. Róbert Vaughan var taugaóstyrkur og
dauft bros lék á vörum hans, hann var náfölur.
Þetta var i fyrsta skiptið, sem hann tók þátt í
nokkru eftir veikindi sín, og hann fann, að hann
þoldi varla þessa áreynslu. Lacey aðmíráll sat
rjóður og ánægður og horfði ýmist á hestana, eða
hinar fögru konur, er gengu framhjá stúku hans.
1 næstu stúku sat Whiteoakfjölskyldan. Nikulás
strauk dökkt yfirskegg sitt, og Filippus var óeðli-
lega rólegur á svipinn. María var í blá- og silfur-
lituðum kjól og bar í kvöld af báðum ungu stúlk-
unum. Aðalheiður, sem var í gráum silkikjól,
kniplingamöttli og hermelinfeldi, var langtignar-
legust af áhorfendunum. Frá því að maðurinn
hennar hafði tekið þátt i þessum sýningum, hafði
hún setið í þessari stúku, ár eftir ár, og brosað
til þeirra manna, er heilsuðu henni. 1 ár brosti hún
með ennþá meiri ánægju í meðvitundinni um nýju
tennurnar. Hún ýtti feldinum aftur og rétti úr
sér, þegar hún sá blaðamann skrifa athugasemdir
viðvíkjandi nærveru hennar. Hún líktist ekkert
hinum fálátu og kuldalegu heimskonum.
Nú — þarna komú þeir! Þeir lyftu fallegu hóf-
unum hátt, þöndu út nasirnar og stóru gljáandi
líkamarnir voru reiðubúnir; knaparnir sátu tein-
réttir á þeim og sviplausir eins og grímur í and-
liti. Renny var yngsti knapinn og Gallant yngsti
hesturinn. En þrátt fyrir það, báru þeir í alla staði
af hinum. Gallant var nú kominn í nýjan heim
með sterku ljósi og einkenmlegum hljóðum. Eini
tengiliðurinn á milli hans og fyrra lífs hans, var
maðurinn, er sat á baki hans. Áhorfendurnir urðu
af eintómri kurteisi að hæla Harpie og riddara
hennar, sem var langur og dökkur.
Hestarnir fóru nú að stökkva. Þeir komust
allir yfir hinar léttari hindranir, námu staðar
fyrir framan hæstu slána eða komust yfir, þó
ekki án þess að snerta eða fella einhverja slána
— allir nema hestar Renny og Malaheide, sem
héldu áfram án þess að hlekkjast neitt á. Að
lokum voru aðeins fimm eftir á sýningarsviðinu.
Við mikla hrifningu áhorfenda bjuggu þeir sig
undir að keppa á ný. Þrjár háu slárnar neðst
á brautinni voru hættulegastar. Þegar þrír voru
dæmdir úr leik, varð æsing áhorfendanna auðséð.
Nú voru aðeins Gallant og Harpie eftir. Hver
einasta taug þeirra fann fjandskapinn í andrúms-
loftinu. Þegar þeir gengu framhjá hvor öðrum,
gretti Gallant sig og beit í Harpie.
„Láttu þennan djöful ekki koma nálægt mér!“
hvæsti Malaheide og sló með svipu sinni í Gallant.
Þrisvar sinnum kepptu Gallant og Harpie.
Þrisvar sinnum sátu fjölskyldumar Whiteoak og
Vaughan með hverja taug spennta til þess að
taka sigri eða ósigri. En dómararnir gátu ekki
fellt neinn úrskurð. Þeir ræddu saman ákafir.
Filippus leit á pappírinn, sem hann hafði krotað
á um stökkin, hann sló pappirnum á hné sér.
„Ég segi þér, að Gallant hefir sigrað!" sagði
hann við móður sina.
„Það er enginn vafi á þvi,“ sagði Nikulás.
„Ég held nú ekki,“ sagði móðir þeirra. „Það
fór illa fyrir Gallant — þama og þama og
þama!“ Hún sló á pappirinn með hendinni og á
vísifingrinum glampaði fagur gimsteinahringur.
„Harpie kom við í síðasta stökkinu!“ sagði
María. „Ég sá það sjálf. Hún stökk mjög illa.“
„Hvaða vit hefir þú á stökkum ?“
,,Ég sé það með augum mínum.“
„Ha, þarna koma þeir aftur!“
Við hvert velheppnað stökk létu áhorfendur
hrifningu sina i ljós. Og í hvert skipti og eitthvað
misheppnaðist heyrðust andvörp. .Æsingin var
næstum of mikil fyrir Róbert Vaughan, hann
lokaði augunum til þess að sjá ekki síðasta stökk
Harpie.
Taugaæsing Harpie hafði stöðugt farið vax>
andi á meðan á sýningunni stóð. Hún hataði Mala-
heide og var hrædd við hann. Hún stökk illilega
yfir hindranirnar og þaut að hæstu slánum. Hún
fann, hvað hann hélt fast í taumana, og spora
hans á síðum sínum. Hún stökk yfir slárnar i
stórum stökkum og valhoppaði i burtu um leið
og hún hristi höfuðið og vék til hliðar. Lófa-
tak dundi við.
Aðalheiður brosti sigri hrósandi til Filippusar.
„Renny verður að standa sýg vel, ef hann á
að sigra,“ sagði hún.
En heimurinn mátti ekki vita, að hún væri á
móti Jalna. Andlit hennar var sviplaust, þegar
drengurinn og hesturinn komu fram á sýningar-
sviðið. Hún fekk hjartslátt, þegar hún sá þá og
hugsaði til þess, að hún væri á móti sigri þeirra.
Þeir voru svo göfugir og fallegir á að sjá! Hún
var hreykin af þeim.
Eins og vináttan milli Harpie og Malaheide
hafði kulnað meðan á keppninni stóð, að sama
skapi hafði ást Gallants og Renny á hvor öðrum
aldrei verið meiri. Þegar hesturinn kom í síðasta
skipti fram á sviðið, var hann næstum því fjör-
legur. Hann teygði fram steingráan hálsinn og
hallaði dálítið undir flatt. Hann stökk yfir
fyrstu slána eins og hún væri ekki neitt, og
taktfastur hófadynur hans var eins og músik á
milli stökkanna. Það var eins og hún næði há-
marki sínu, er hann nálgaðist síðustu þrjár
slárnar.
Áhorfendur teygðu sig fram i sætum sínum;
þeir sem stóðu við girðinguna þyrptust þéttar
saman. Það heyrðist ofsalegur hlátur í konu með
strítt hár, hún tróð sér á milli tveggja karlmanna.
Hesturinn, sem var svo nærri, að hann heyrði til
hennar, ranghvolfdi í sér augunum og vék til
hliðar. Einkennilegar minningar komu upp í huga
hans.
Allt i einu hvarf sjálfstraust hans. Hann reis
upp á afturfæturna eins og til þess að spyma
við hraðanum, eins og á, sem allt í einu rekst
á klett. Hann nam staðar, glennti upp kjaftinn
og lyfti hófunum eins og hann vildi slöngva þeim
út í loftið.
Renny hafði líka heyrt hláturinn og séð and-
litið. „Rólegur drengur minn — góður drengur
— svona, komdu.“ Hann sneri Gallant við og rak
hann í áttina til slánna! En hann vék aftur til
hliðar, dansaði og ranghvolfdi augunum. Nú —
í síðasta sinn — reynum við! Allt blóð hans var
i æsingi — og jafnvel hárin á makka hans skutu
rafmagnsneistum. „Upp! Upp! Upp, elsku dreng-
urinn minn!“ sagði Renny lágt við hann og lyfti
honum með höndum, hnjám og sál yfir slána.
Svo er sú næsta. Grái skrokkurinn svífur eins
og glampandi bogi yfir hana. Þegar hann er
kominn að síðustu slánni, er hann orðinn mjög
reiður, hann stekkur eins og hann ætti að
sprengja sjálfan sig í loft upp og kemur um leið
við efstu grindina. Það gellur í horninu. Loftið
titrar af lófataki, húrrahrópum og hlátri. Eins og
persónugerfing þrálætisins neitar Gallant að
hverfa af sviðinu. Hann slær eftirlitsmann, sem
stendur rétt fyrir aftan hann. Renny er náfölur.
Hatturinn hefir dottið af honum, og hár hans
sýnist dökkrautt í skæru ljósinu.
Malaheide kemur fram á sviðið með Harpie,
hann er strangur á svipinn, hávaði og læti eru
allt um kring. Lúðrasveitin leikur. Lófatakið er
eins og sprengingar. En allir hafa dálæti á Renny
og Gállant. Allir hæla þeim og undrast ósigur
þeirra. Malaheide ríður um völlinn með silfur-
bikarinn á söðlinum, gult andlit hans er alveg
sviplaust.
Þegar Renny ruddi sér leið um mannþröngina,
gekk hann viljandi framhjá staðnum þar sem
Lúlú stóð og studdist við girðinguna. Hún var
þegar farin að tala við annan karlmanninn, en
hún sneri sér við og horfði með Ijómandi augum
á Renny. Hann beygði sig að henni og hvíslaði:
„Ég vildi óska, að þú hefðir farið beint til
helvitis, áður en þú komst hingað i kvöld!“
Hún sagði: „Þú sagðist ætla að senda mér
aðgöngumiða; en þú gerðir það ekki! Ég kom
alla þessa löngu leið til þess að sjá þig. Og ég
hefi borgað það með mínum peningum!“
„Og látið mig borga það, sem ég fekk hjá þér!“
svaraði hann og gekk i burtu.
Hann fór upp í stúku Filippusar og settist hjá
honum. Filippus klappaði honum vingjamlega 'á
hnéð.