Vikan


Vikan - 30.11.1944, Síða 13

Vikan - 30.11.1944, Síða 13
VIKAN, nr. 43, 1944 13 Birna blómastúlka BARNASAGA „En hvers vegna er drottningin alltaf svo alvar- leg og hrygg?“ spurði Birna, sem sat frammi í eldhúsinu og var að raða blómum sinum í stóra körfu. Fóstra hennar stóð við eldavélina og var að baka eplaskifur, og hún sagði litlu stúlkunni frá fallegu drottningunni, sem bjó í stóru höllinni og átti allt, sem hún gat óskað sér, en var samt alltaf hrygg. „Já, það er sorgleg saga,“ svaraði góða kon- an og skaraði að eldinum. „Það eru held ég, fimm ár síðan — stuttu áður en þú komst til okkar, Bima litla — að Bryndís kóngsdóttir hvarf og fannst aldrei aftur; hún var einkabam kóngsins og drottningarinnar." „Hvemig gat það komið fyrir?" spurði Bima forvitnislega. „Ég hélt, að það væru alltaf svo margar hirðmeyjar og þjónar og vinnustúlkur í höllinni —.“ „Jú, svo er það, en þrátt fyrir það —! Það var sunnudagur og kóngsdóttirin var úti í garð- inum að leika sér með bamfóstru sinni og þrem hirðmeyjum. En það var mjög heitt í veðri, og allt í einu kom upp eldur í húsi hinumegin við veginn. Allar hirðmeyjamar og barnfóstran hlupu að girðingunni, til þess að horfa á brunann — þær sögðust ekki hafa verið í burtu í meira en tvær mínútur. En þegar þær komu aftur var kóngsdóttirin horfin, .og þó að alls staðar væri leitað, fannst litla kóngsdóttirin aldrei aftur.“ .,Og upp frá þvi hefir drottningin alltaf verið svona hrygg?“ spurði Bima. „Já, hún er það --- en heyrðu nú, Bima, ég hefi ekki tíma til að tala meira við þig, hlauptu nú úl í garð og tindu nokkrar fallegar rósir, og farðu svo í bæinn og reyndu að selja þær.“ Birna fór út í garðinn og tindi rósirnar, þær voru svo fallegar og henni þótti vænst um þær af öllum blómunum. Svo raðaði hún þeim eins vel og hún gat í körfuna sína og fór í bæinn til þess að selja þær. Hún var fátæk, lítil stúlka, og hinir góðu fóst- urforeldrar hennar höfðu í rauninni ekki ráð á því að hafa hana hjá sér, en þeim þótti svo vænt um hana. Fyrir fimm árum fann skógarhöggs- maðurinn, fósturfaðir Bimu, litla stúlku, langt inni í skóginum. Hún var tötrum klædd og svo yfirkomin af hungri og hræðslu, að hún gat hvorki talað né hreyft sig. Góðu hjónin tóku hana Kvikmyndaleikarar. 0 w Þessi mynd er úr kvikmyndinni „Þetta er herinn," sem sýnd var ný- lega í Tjarnarbíó. Fyrir miðju er George Murphy, sem lék eitt aðal- hlutverkið. að sér og hjúkruðu henni eins vel og þau gátu, og þegar hún náði sér og dafnaði varð hún áfram hjá þeim. Þau nefndu hana Birnu eftir móður konunnar; því að hún vissi ekki hvað hún hét og mundi ekkert frá því áður en hún kom til skóg- arhöggsmannsins. Þegar hún óx upp, og hjónin voru alltaf fá- tæk, fann hún upp á því að tina blóm og búa til úr þeim fallega blómvendi og selja þá í bænum. Og Birna blómastúlka, eins og fólkið nefndi hana, seldi alltaf allt, svo að hún færði fósturfor- eldrum sínum margan góðan skilding. 1 dag gekk hún heimleiðis frá torginu með vasann fullan af smápeningum, og auk þess var hún með rósirnar sínar, hún hafði ekki selt þær enn, hún ætlaði að reyna að fá fleiri peninga fyrir þær með því að fara til konu, sem hafði áður borgað henni vel. En þegar hún gekk fram hjá því hliði á hallargarðinum, sem sneri að veginum við ána, opnaðist hliðið allt í einu, og há og falleg kona stóð fyrir framan hana. Konan var mjög alvarleg, en Bimu fannst hún aldrei hafa séð eins fallega konu, og ósjálfrátt rétt hún henni rósirnar og sagði: „Gjörðu svo vel, drottning!“ Drottningin hrökk við, er hún heyrði þessi orð og sá barnið, en allt í einu tók hún í handlegg hennar og sagði: „Hvað er þetta?“ Það var brúnn blettur á vinstra handlegg Bimu, og hún hafði alltaf heyrt að hann væri gæfumerki. Drottningin beygði sig niður og horfði á blett- inn og litlu stúlkuna. „Svartir lokkar, brún augu og brúni blett- urinn — hvað ertu gömul, litla stúlka, og hvaðan kemur þú?“ spurði drottningin áköf. „Ég er næstum sjö ára — við vitum það ekki vel,“ svaraði Bima, — „ég á heima í kofa skóg- arhöggsmannsins í skógarjaðrinum." Og Bima sagði drottningunni frá því, hvernig það hafði viljað til, að hún kom til góðu, fátæku hjónanna. Drottningin stóð upp og tók í hönd hennar. „Komdu með mér upp í höllina,“ sagði hún og Birna fór með henni undrandi. En þegar þær komu inn í garðinn, kom ein hirðmær, hún var gömul og hafði þekkt drottn- inguna er hún var lítil stúlka. Konan sagði: „Hvaða barn er þetta? Hún er alveg eins og drottningin var, er hún var litil stúlka — og hún líkist Bryndísi konungsdóttur." „Ég hygg líka, að ég hafi fundið elskulega dóttur níina!“ sagði drottningin ánægð, og kóng- urinn og allir vitrustu menn hirðarinnar komu, og þeir þekktu allir aftur svörtu lokkana, brúnu augun og brúna blettinn á handleggnum. Svo var sent eftir skógarhöggsmanninum og konu hans, þau komu og sögðu nákvæmlega frá því, hvernig þau höfðu fengið litlu stúlkuna, og eina skýringin á því, hvemig hún hafði komizt svona langt inn í skóginn var sú, að öm hefði tekið barnið, en seinna á leið sinni í skóginum misst hana. Skógarhöggsmaðurinn sagði, að bamið hefði verið mjög rifið og það væra margir emir í háu. trjánum, svo að það væri eina skýringin. Svo varð Bima eftir í höllinni og hét Bryndís kóngsdóttir, og góðu hjónunum var vel launað, og upp frá þessu brosti og hló drottningin og var eins ánægð og hún gat verið. )ægrastytting Felumynd. Hvar er negrastúlkan, sem gengur um meðal þessa fólks? Hunangsflugur. Vikunni hafa alveg nýlega verið sendar „Hun- angsflugur" frá Vesturheimi. Þær eru eftir mikið islenzkt skáld þar í álfu, Guttorm J. Guttormsson, sem lesendum blaðsins er kunnur m. a. af kvæð- unu'm Sandy Bar og Sál hússins, er birzt hafa í Vikunni. Þessi mikli hagleiksmaður á íslenzkt mál er fæddur vestan hafs, en ekki er tungutak hans ósnotrara fyrir það. Hann hefir farið vel með arf sinn á þessu sviði og aukið hann og bætt. I „Hunangsflugum" eru mörg snilldarlega gerð kvæði og visur, þótt ekki séu í henni sum af beztu kvæðum höfundarins. Hér fer á eftir ofur- lítið sýnishorn úr bókinni. (Á titilblaðinu stendur: 1944 Columbia Press Limited Winnipeg): SVANUBINN. Gæfur, aðeins góðu vanur gleði minnar hviti svanur svam á minum sálarlindum, sveigði háls að spegilmyndum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.