Vikan


Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 2, 1947 3 lippeldisskóli Sumargjafar. Samtal við tvœr námsmeyjar skólans "C'INS og lesendum Vikunnar er kunnugt hefir áður verið getið þeirrar nýjung- ar í skólamálum vorum, að Barnavina- félagið Sumargjöf hefir sett á stofn skóla, sem heitir Uppeldisskóli Sumargjafar. Hann tók til starfa 1. október síðastliðið haust og er Valborg Sigurðardóttir, Þór- ólfssonar á Hvítárbakka, skólastjóri. Hér eru um svo merkilega starfsemi að ræða, sem getur orðið mjög þarfur liður í upp- eldismálum vorum, að Vikunni finnst sjálfsagt að benda enn betur á hana, því að hún kemur ekki að fullu gagni nema henni sé sómi sýndur og nægilega margir nemendur fáist í skólann. Vikan átti þessvegna tal við tvær af námsmeyjum skólans, um leið og blaðið fékk mynd af fyrstu deild hans. — Hvað eru margir nemendur í Upp- eldisskólanum, hve langur er námstíminn og hvernig er náminu hagað? 1. stúlka: „Við erum átta námsmeyjarn- ar. Skólatíminn er tvö ár og skiptist á verklegt og bóklegt nám. Verklega námið er fólgið í vinnu á bamaheimilum og munu nemendur fá kaup eins og starfs- stúlkur þar. Námsgjald er ekkert.“ — Hvemig byrjar dagurinn hjá ykkur? 2. stúlka: „Við mætum í skólann klukk- an hálfníu á morgnana. Þá setjumst við inn í dagstofuna jafnóðum og við komum. Hún er björt og skemmtileg og þar er meðal annars einn setfær ruggustóll og hreppir sú hann, er fyrst kemur. Við ei'- um allar beztu stúlkur (að því er okkur finnst), á aldrinum frá 18—34 ára, og þykjumst töluvert þroskaðar félagslega. Við höfum góða reglu á því að koma tímanlega í skólann. Einstöku sinnxim kemur það þó fyrir, að ein og ein sefur yfir sig. Þá segir hún fyrst: „Afsakið, hvað ég kem seint.“ Svo bætir hún við: „Mér þótti betra að sofa heima heldur en í tíma.“ Þetta sýnir, hve óþvingaðar við erum og hreinskilnar gagnvart kennaran- um og hver annarri. Kennarar og nemend- ur em allir félagar, og líkjast sumir tím- ar helzt samræðum undir borðum, en auð- vitað um efni, sem snertir nám okkar.“ — Hverjar em námsgreinarnar? 1. stúlka: „Eins og hin stúlkan sagði, byrjum við á morgnanna klukkan hálfníu og eram síðan til tólf. Námsgreinarnar eru: Sálfræði, starfshættir við leikskóla, íslenzka, meðferð ungbarna, líkams- og heilsufræði, næringarefnafræði, hjálp í viðlögum og söngur. Ennfremur handíðir og leikfimi, en þeir tímar eru eftir há- degið. Kennarirnir eru átta og finnst okk- ur þeir hver öðrum betri. Okkur er sett fyrir og hlýtt yfir, alveg einsog í öðrum skólum, en einnig em oft frjálsar umræð- ur um lexíuna og koma þá fram margar ólíkar skoðanir.“ — Hafið þið nokkur afskipti af bömrnn í skólanum, meðan bóklega námið stendur yfir? 1. stúlka: „Já, á hverjum laugardegi höfum við svo kallaða barnatíma. Þá koma nokkur börn til okkar úr leikskóla Tjamarborgar. Einhverjar tvær okkar sjá um tímann, segja börnunum sögur, sýna þeim myndabækur o. fl. Síðan er sungið og farið í alls konar hringleiki og tökum' við allar þátt í því. Þá er oft glatt á hjalla.“ — Gengur ekki allt slysalaust í þeim tímum ? 2. stúlka: „Jú, jú, en stundum kemur það fyrir, að eitt og eitt barn tekur sig útúr eða fær magapínu. En þetta eru út- úrdúrar og magapínur, sem er mjög smit- andi, en batna oftast, þegar byrjað er að syngja.“ — En hvemig lítið þið svo sjálfar á þennan skóla og tilganginn með náminu? 1. stúlka: „Það koma fyrir margar og misjafnar skoðanir xrm þennan skóla eins- og gengur. Margir segjast líka vera undr- andi yfir því, að við skulum nenna að slíta okkur út yfir annarra manna krakkaorm- um eða hanga yfir organdi krökkum alla daga, eins og það er orðað. Og oft eni það þeir sömu, sem halda því fram, að bama- heimilin séu stofnanir og helzt góðgerðar- stofnanir, þar sem foreldrar geta látið börhin sín, ef þeir hafa ekki góðar aðstæð- ur heima eða nenna ekki að ala þau upp. En sem betur fer em samt aðrir, sem skilja, að bamaheimilin em annað og meira.“ 2. stúlka: „Ég hélt sjálf, áður en ég kynntist bamaheimilunum og fyrirkomu- laginu þar, að því væri þannig varið. En barnaheimilin em fyrst og fremst skóli, þar sem bömin em undirbúin xmdir full- orðinsárin, svo að þau verði færari til þess að mæta árekstmm lífsins síðar meir og taka þeim með jafnaðargeði. Þau læra einnig einföldustu siði þjóðfélagsins, vera í félagsskap og að kunna sig í hóp.“ — Og hvernig segir ykkur hugur um atvinnumöguleika eftir skólanámið? 1. stúlka: „Til þess að hægt sé að hafa barnaheimili fullkomin þarf menntað starfsfólk. Þess vegna gefur það mikla atvinnumöguleika að fara í skólann, auk þess að með því öðlumst við almenna menntun, sem alltaf kemur að góðu haldi í lífinu.“ r Frá Uppeldisskóla Sumargjafar. Fyrsta deild, sem er við bóklegt nám frá 1. okt. 1946 til 1. febr. þ. á. Talið frá vinstri: Valgerður Kristjánsdóttir (Reykjavik), Jóhanna Pétursdóttir (Hjalteyri), Þórunn Einarsdóttir (Reykjavík), Halla Bachmann (Reykjavík), Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri, Svava Gunnlaugsdóttir (Siglufirði), Ingibjörg Ingólfsdóttir (Hólum, Hjaltadal), Elin Torfadóttir (Reykjavík), Katrin Pálsdóttir (Isafirði).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.