Vikan


Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 2, 1947 11 Framhaldssaga: MIGNDN G. EBERHART: 24 SEINNI KONA LÆKNISINS ,,Steven!“ stundi Jill upp úr sér, en áttaði sig fljótt. ,,Ég held að þeir séu famir að gruna mig,“ sagði Steven óttasleginn. ,,Ég skrifaði nokkur þessara bréfa í klúbbnum á meðan ég var að bíða eftir þér, Bruce. Hvað á ég að gera, Bruce?" Bruce tók ekki höndina af öxl Stevens, heldur klappaði honum hægt og spurði blíðlega: „Hvers vegna skrifaðir þú þessi bréf, Steven ?“ ,,Ég... Ó, ég var viti mínu fjær, Bruee. — — Ég — ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég gerði það. Ef ég hefði vitað það ... Ef ég hefði getað séð afleiðingarnar fyrir... En ég sá þær ekki. Ég vissi aðeins að ég varð að fá að vita sannleikann." Nú varð aftur þögn, djúp þögn. Bruce horfði fast á Steven og Steven tók hendurnar frá and- liti sér og leit á Bruce. „Áttu við------sannleikann um Aliciu?" Steven kinkaði kolli. „Ég hafði reiknað með þeim möguleika að þú hefðir skrifað bréfin, Steven," sagði Bruce „Jæja — hefur þú fundið sannleikann?" Steven svaraði ekki strax, en þegar hann svar- aði var rödd hans rólegri en fyr. „Bruee ■— ég hef unnið þér og Jill óbætanlegt tjón. Ég sé þetta núna, þegar það er orðið of seint, en — — Ég skal segja ykltur frá þessu öllu frá upphafi." „Ég býst við að ég viti, hvað þú ætlar að segja,“ sagði Bruce hægt. „Það getur verið, en ég vil samt sem áður segja ykkur frá því sjálfur. Jill á líka heimtingu á að fá að vita, hvernig öllu er varið.“ Hann snéri sér að Jill með biðjandi augnaráði. „Eftir dauða Crystals fór ég að velta því fyrir mér, Jill, hvort Alicia elskaði mig í raun og veru. Áð- ur hafði ég ekki verið í neinum vafa, en þegar Crystal var dáin, fannst mér framltoma Aliciu gagnvart mér gerbreytast. Smám saman þóttist ég komast að því, að hún elskaði Bruce og hefði þegar elskað hann í langan tíma. Smá atvik, sem ég hafði ekki tekið eftir áður, fóru nú að vekja hjá mér grun um að ekki væri allt með feldu. Og svo heyrði ég hana dag nokkurn tala við Bruce, og hún sagði að Crystal hefði verið myrt og hún væri hrædd við að giftast Bruce, af ótta við að komast mundi upp um morðið. Og hvað yrði þá um hana, spurði hún. Þau töluðu lengi um þetta, en ég hafði heyrt nóg. Augu mín höfðu opnast, og þó að ég hefði rennt grun í þetta áður, þá brá mér mjög við að heyra þetta. Ég gerði samt ekkert strax, því bæði var að ég vissi ekki, hvað ég ætti að aðhafast og auk þess var ég hræddur við að gera nokkuð. En mér var ómögulegt að komast hjá því að hugsa um þetta, ég velti því fyrir mér dag og nótt, en gat ekki komist að neinni niðurstöðu. Síðan giftist Bruce þér, Jill, og Alicia virtist vilja hafa allt óbreytt okkar á milli. Hún dró mig á langinn, er ég minntist á brúðkaup, en samt sem áður--------“ Steven reis skyndilega á fætur og byrjaði að ganga um gólf. Við og við nam hann staðar og leit á Jill og Bruce með föstu augnaráði, eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað við þau, en síðan byrjaði hann aftur að ganga um gólf, án þers að segja nokkuð. Jill leit óþolinmóðlega á klukkuna. Það var nokkuð framorðið, en hún varð að bíða eftir því að fá að heyra hvað Steven ætlaði að segja. Hún beið þess einnig með óþreyju, hverju Bruce mundi svara honum. „Þetta fannst mér verst af öllu,“ hélt Steven áfram. „Ég á við — hefði hún aðeins sagt að hún vildi slíta trúlofun okkar og hún mundi aldrei giftast mér — þá hefði allt verið í lagi. Já, ég veit hvað þið eruð að hugsa: Hvers vegna ég sagði henni ekki að ég vissi allt um þetta? Það hefði ef til vill verið réttast, en ég gat ekki gert það.“ Hann hætti skyndilega reiki sínu um gólfið og sagði alvarlega: „Ég gat þetta ekki vegna þess að ég elska hana,“ og hann leit á þau biðjandi augnaráði eins og hann grátbændi þau um að trúa sér. „Þetta gerir málið svo flókið. Ég elska hana.“ Rödd Bruce var jafn róleg og áður, er hann nú spurði: „Hefir þú nokkra sönnun fyrir því að Crystal hafi verið myrt?“ Steven féll allur ketill í eld við þessa spurn- ingu. Hann gróf fingurna í hárið á sér, horfði starandi augnaráði á Bruce og svaraði: „Nei, það veit guð. Alls enga!" „Hvers vegna skrifaðir þú þá þessi bréf?“ „Auðvitað til þess að fá málið upplýst. Til þess að fá að vita, hvað satt var í málinu." Hann var óstyrkur og pataði út í loftið með höndunum, og bætti siðan við: „Til þess að fá rannsakað, hvort nokkur hér væri við þetta riðinn." „Ójá, þá held ég að þú hafir náð tilgangi þín- um,“ sagði Bruce hæðnislega. Steven leit á Bruce. Hann var mjög vandræða- legur og virtist ekki skilja hann. „Hélst þú að þetta væri rétt aðferð til að komast að því sanna í málinu," spurði Bruce og var nú blíðari í málrómnum. „Já, já, ég hélt það. Mér virtist hugmyndin um nafnlausu bréfin bæði heppileg og —“ Nú var Bruce nóg boðið: „Sagðir þú heppileg? Guð minn góður! Heppi- leg!“ „Já, mér fanst það þá, en nú sé ég auðvitað að hún var það eJclci. Mér datt ekki í hug þá, að þetta mundi hafa svona hræðilegar afleiðingar. Ég taldi mér trú um að lögreglan mundi reyna að upplýsa málið eitthvað með smávægilegnm yfirheyrslum eða þess háttar." Hann gróf aftur fingur sína í hárinu og bætti við: „En mig óraði ekki fyrir að þessi ósköp myndi leiða af uppá- tæki mínu!“ „Nei, þú bjóst ekki við þessu. Jæja, hvað um það. Skeð er skeð, og þessu verður ekki breytt héðan af. Reyndu að gleyma þessu, Steven." „Gleyma því, segirðu. Hvað áttu við?“ „Ég á við það, sem ég sagði. Reyndu að gleyma þessu og láttu rannsóknarmennina hafa fyrir því að leita af sér allán grun. Það er þeirra verk hvort sem er!“ „En heyrðu, Bruce — þú skilur mig ekki. Ég er morðingi....“ „Þú?“ Bruce gekk að Steven og þreif í hand- legg hans. „Hvað áttu við, Steven? Þú ætlar þó ekki að segja, að þú------?“ „Ég á við það, að ég á sök á tveimur morð- um. Já, tveimur. Ef ég hefði ekki skrifað þessi bréf, mundi hvorugt þeirra hafa verið framið. Og þess vegna ætla ég að skýra rannsóknar- lögreglunni frá öllu saman, öllu undantékning- arlaust." „Og líka um — — Aliciu?" Steven virtist hikandi. Hann leit sorgmæddur á Bruce og sagði: „Aliciu? Já, en það er einmitt sannleikurinn í málinu, Bruce. Alicia og þú . . .“ Það varð þögn, djúp þögn nokkra stund. Síðan sagð Bruce: „Já, það er sjálfsagt sannleikurinn — — um Aliciu, á ég við------og um mig." XV. KAFLI. Þetta var sannleikurinn. Hana hafði lengi grunað að þessu væri þannig farið, en nú hafði hún fengið þetta staðfest. En hvað um það. Andy beið hennar, og hún varð að komast af stað áður en það yrði um seinan. Loksins stóð Steven upp, gekk til Bruce, og nú var það hann, sem lagði hönd sína á öxl Bruce. Jill hafði alls ekki átt von á þessu, en samt sem áður lýsti þetta Steven vel. Hann reyndi alltaf að hjálpa og hughreysta. „Ég skil þig afarvel, Bruce. En láttu þetta ekki á þig fá, því nú get ég sjálfur tekið þessu rólega. Nú er allt það versta liðið hjá; afbrýði- semin og allt, sem henni fylgir. Reynslan hefir kennt mér að menn verða að taka hlutunum eins og þeir eru. Alicia elskar þig — og við því er ekkert að gera. Annarhvor okkar hlaut að falla á hólmi. Þú hefir unnið, og ég get imnt þér þess, þvi þú hefir jafnan verið sá sterki, en ég hinn veiki, og þú — þú hefir alltaf skilið allt. Ég veit, að þú gast ekki komið til mín og sagt mér sannleikann, af því að þú vissir, hve heitt ég unni henni.“ „Ég ætla að fara upp,“ sagði Jill fljótmælt. „Bíddu nokkra stund," sagði Bruce. „Mig lang- ar til að þú heyrir-----.“ „Ég hef þegar heyrt meira en nóg!“ svaraði Jill frammi við dyrnar. Bruce greip í handlegg henni og leiddi hana aftur inn í herbergið. „Þú skalt hlusta á mig!“ sagði hann ákveðinn.. „Ég á heimtingu á því að þú hlustir á það, sem ég þarf að segja þér núna. Þú hefir óskað eftir þvi að fá að heyra sannleikann." Hún vatt sig af honum og sagði reið: „Ég er búin að heyra sannleikann. Og nú fer ég . . ." Hún var næstum farin að segja: Nú fer ég fyrir fullt og allt, það er bezt fyrir okkur bæði. Þá getur þú gifst Aliciu . . . En hún hætti við það. Steven kom nú til þeirra. „Jill, getur þú fyrirgefið mér?" spurði hann skyndilega. „Ég hélt áður að það sem ég gerði hefði verið eina úrræðið. Ég vissi þá ekki hvað þetta mundi kosta þig. Ég vissi ekld hvað ég gerði . . .“ Hann sagði þetta svo blátt áfram, enda var það án efa sannleikanum samkvæmt. Nei, hann hafði sjálfsagt ekki órað fyrir afleiðingunum, þegar han réðst í að skrifa þessi nafnlausu bréf. Hann hafði farið að eins og bam, sem í hugsunarleysi sparkar í smáa steinvölu og set- ur þar með stóra skriðu af stað. Hún rétti fram hönd sína. Það var í kveðju- skyni, en hvorugur þeirra vissi það. Steven tók í hönd hennar og handartakið var innilegt. „Ég skil tilfinningar þínar, Steven," sagði hún — og það var ekki fyrr en hún var komin hálfa leið upp stigann að hún mundi eftir þvi, að einu sinni hafði hann sagt þetta sama við hana.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.