Vikan


Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 09.01.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 2, 1947 13 Listaverk steinsmíðanemans. Barnasaga eftir Axel Bræmer. ANTONIO, steinsmíðaneminn sveiflaði sér upp á smíðapallinn fyrir framan höll hertogans af Palí- eris í ítölsku borginni Possagno, þar sem hann átti að gera við múrbrún. Hann stóð kyrr um stund og horfði á hina tignu gesti, sem streymdu inn í höllina. Hertoginn hlaut að vera að halda veizlu. Það var skemmtilegt að horfa á þetta fyrirfólk, en starfið beið hans svo að Antonio klifraði á- fram upp og andvarpaði um leið Brátt stóð hann efst á smiðapallin- um, reiðubúinn með múrskeið og steinlím í höndunum. Áður en hann hóf vinnuna varð honum af tilviljun litið inn um op- inn glugga, sem var skammt frá múrbrúninni. Hann hrökk í kút. Inni í herberginu stóð feitur maður í mat- sveinsbúningi og grét sáran. Tárin runnu niður eftir bústnum kinnum matsveinsins og hann néri í örvænt- ingu feitar hendurnar. Allt í einu steig hann upp á stól og batt reipi í lampahengi í loftinu. Nú setti hann ' lykkju á reipið og brá henni um háls sér. Drottinn minn, maðurinn ætlaði að hengja sig! Án þess að hugsa sig um skellti Antonio steinlímsklessu á múrskeið- ina og sveiflaði henni beint inn um opna gluggann. Hann hitti það, sem hann hafði miðað á. Klessan small beint á ennið á sjálfsmorðstilrauna- manninum. Matsveinninn varð for- viða á svipinn og þurrkaði af sér steinlímið. Undrun hans var svo mikil að Antonio gat ekki stillt sig um að hlæja. En það gafst ekki langur tími til kátínu. Það var auðséð að mann- inum var fullkomin alvara með að drepa sig. Antonio lagði borð frá smíðapallinum yfir í gluggann og hoppaði svo eftir þvi og inn í her- bergið eins og api og hrópaði: „Gerið þetta ekki, matreiðslumað- ur! Hvers vegna viljið þér deyja?“ „Á ég annars úrkosti ?“ svaraði feiti maðurinn, en brá þó lykkjunni upp af höfðinu á sér. „Ég er ógæfu- samur maður.“ „Hvað hafið þér gert af yður?“ spurði steinsmíðaneminn. „Æ, ég hefi glatað sæmd minni og ég lifi það ekki af,“ andvai-paði mat- reiðslumaðurinn, „hér á að vera mat- arveizla, en ég, heimskinginn sá arna, hefi gleymt að' sjá fyrir skrauti á borðið og eftir hálftíma setjast gest- irnir að matnum." „Hvað eigið þér við með skraut- inu?“ „Það er auðvitað eitthvert likan úr deigi, listaverk, sem á að vera einn skrautrétturinn á borðinu." Antonio fannst það fram úr skar- andi heimskulegt af matreiðslumann- inum að ætla að svipta sig lífinu fyr- ir þetta eitt, að það vantaði köku- likan í veizlu hertogans. En það var auðséð að aumingja maðurinn tók sér þetta mjög nærri. En þá flaug drengnum dálítið í hug. „Hafið þér deig til að búa til úr?“ spurði hann. „Já, nóg.“ „Þá skal ég hjálpa yður,“ sagði Antonio, „ég bý til ýmsar myndir og líkön í frístundum minum og ég get áreiðanlega verið búinn með eitt- hvað eftir hálftíma." Matsveinninn stökk niður af stóln- um. Hann þáði þetta boð eins og þegar drukknandi maður þrýfur í hálmstrá. „Komdu með mér ofan í eldhús," sagði hann ákafur, „éf þér heppnast þetta, held ég að þú sért af himnum sendur." „Það er satt að ég kom inn um gluggann," sagði Antonio brosandi, „en reyndar frá smíðapallinum hérna fyrir utan.“ Hann fór með matreiðslumannin- um, og skömmu siðar var hann önn- um kafinn í eldhúsinu. Matarveizlan hófst. Þegar sú stund kom, þegar venja var að bera fram skrautréttinn, kom matreiðslumaðurinn, rjóður af gleði, með hulið líkan á silfurfatí. Þegar tekið var ofan af því, kváðu við aðdáunaróp frá gestunum. „Húrra!“ hrópuðu allir. „Fullkom- ið listaverk. Hver hefir gert þetta?" „Litill steinsmíðanemi," sagði mat- reiðslumaðurinn glaður og skýrði nú frá öllu. „Lofaðu okkur að sjá listamann- inn,“ skipaði hertoginn. Antonio var leiddur inn. „Hvað heitir þú, drengur minn?“ spurði hertoginn. „Antonio." „Hvað rneira?" , „Canova." „Þú ert fæddur listamaður, vin- ur minn,“ sagði Faliere brosandi, „hvað segirðu við því, ef ég býð þér að kosta þig til náms hjá myndhöggv- ara i Feneyjum." „Ég þakka yður kærlega fyrir," svaraði Antonio glaður, „ég á enga ósk heitari en að verða myndhöggv- ari.“ „Þá skal svo verða," svaraði her- toginn brosandi. Antonio varð að ósk sinni, því að Antonio Canova er einn af frægustu myndhöggvurum heimsins. Hann var uppi frá 1757—1822, og gerði margar fagrar styttur, svo sem af Napoleon keisara, systur hans og móður. ÓHULTUR. Framh. af bls. 7. augum. Tilhugsunin um yl og hvíld kom honum til að fara að hlaupa við fót. Þegar hann kom að ljósinu, sá hann sér til mikils hugarléttis, að það lagði út frá litlum bjálkakofa, sem stóð þarna einmana í auðninni og hann gekk varlega að einum glugganum og gægðist inn. Hann varð frá sér numinn af því, sem fyrir augu hans bar. Stór og sterklegur maður í hlýjum leðurfrakka og með sport- húfu á höfði lá þarna sofandi. Hann hafði teygt úr fótunum að skíðlogandi arineld- inum. Sýn þessi vakti hjá Bill óstöðvandi þrá eftir hita og hægu sæti, en hann þorði ekki að ganga inn. Það var naumast hægt að ljúga neinu um röndóttu fangafötin, sem drusluðust köld og gisin um líkama hans. Og allt í einu datt honum annað til hugar. Maður- inn þama inni ... hann var auðvitað sof- andi ... hann var í almennilegum fötum ... og enn hafði Bill krafta í kögglum, þótt hann væri allþreyttur ... það var ekki að ófyrirsynju að hann hafði verið fangels- aður fyrir líkamlegt ofbeldi . .. því ekki að tefla á tvær hættur ... Hægt og án þess að gera hinn minnsta hávaða læddist Bill að hurðinni hins vegar á húsinu. Nei, til allrar hamingju var hún ólæst. Varfærnislega og með lagi tókst honum að opna hana og hann gekk inn. Notalegan og kærkominn yl lagði á móti honum., Það stóð ekki yfir nema í nokkrar sekúndur, svo tók Bill ósköp ánægður hendurnar af hálsi mannsins og hóf „fata- skiptin“. Vellíðanin seitlaði um hann all- an, er hann fann heit fötin snerta líkama sinn. Hann lauk við í flýti að klæða sig, með því að fara í leðurfrakkann og setja á sig sporthúfuna. Svo fór hann í sterk- leg leðurstígvél, sem stóðu í nánd við arin- inn og var nú ferðbúinn. En áður en hann lagði af stað þreifaði hann ósjálfrátt í vös- um „nýju“ fatanna og rakst þá í einum vasanum á bréf, sem var áritað til herra Rogers Smith. Þá vissi hann nafn sitt. — Roger Smith, tautaði hann ánægður. — Það er alveg prýðilegt. Það eru svo margir menn með því nafni. Þegar hann aftur var kominn út á þjóð- veginn, gekk hann rólega og öruggur. Jafnvel þegar hann nokkru síðar heyrði í bíl að baki sér, kærði hann sig kollóttan. Hann hélt bara áfram í hægðum sínum og var farinn í huganum að fást við skýr- ingu á þessu næturgaufi sínu. Hann — Roger Smith — var á leið í næsta kaupstað, en þar ætlaði hann morg- uninn eftir ... Hann truflaðist í hugsunum sínum við það að bíllinn bak við hann snarhemlaði. Það var kallað til hans, og þegar hann snéri sér við sá hann að þetta var einn af bílunum frá lögreglunni. Rólega og brosandi, en steihhissa gekk hann að vagninum. Það var ekkert, sem nú gat komið upp um hann. Bill Johnson var ekki lengur til. Nú var það Roger Smith sem ætlaði að tala við lögreglima, og það var einfalt mál. Roger Smith hafði góða samvizku. — Þér óskið? spurði hann. Hálfri klukkustund áður hafði eftirfar- andi samtal farið fram á aðalskrifstofu lögreglunnar. — Douglas. Viljið þér senda þessar eftirspurnir til lögreglubílanna. — Já, herra, svaraði maðurinn, sem ávarpaður hafði verið og tók pappírsörk- ina, sem honum var rétt. Svo settist hann við hljóðnemann og hljóp yfir vélritaðar línurnar: — Bill Johnson, 32 ára, hár og sterk- legur, í fangafötum. Flóttatilraim frá fangahúsinu í umdæmi númer 28. Ennfremur Roger Smith, kringum 40 ára, hár, þreklegur maður í leðurfrakka, með röndótta sporthúfu og í reiðstígvél- um. Þátttakandi í bankaráni. Er líklega á flækingi í umdæmi 28. Svo opnaði hann hljóðnemann, sem hafði samband við alla bíla lögreglunnar: — Halló, halló, tvær fyrirspurnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.