Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 4, 1947 PÓSTURINN Kæra Vika! Mig langar að skrifa þér fáeinar línur og þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar, sem þú hefir veitt mér, bæði heima á Islandi og eins síðan ég kom heim til Bandaríkjanna. Ég fæ þig alltaf senda að heiman. Og vegna þess að þú svarar spuming- um fólks svo fljótt, langar mig að biðja þig um nokkur svör. Ég og maðurinn minn eigum gott útvarps- tæki, við náum mörgum útvarps- stöðvum utan Bandaríkjanna, en get- um þó aldrei náð í Ríkisútvarp ís- lands. Nú langar mig að vita: 1. Sendir ekki Ríkisútvarpið dag- skrárlið til Bandaríkjanna á sunnu- dögum ? 2. Ef svo er, á hvaða öldulengd? Og klukkan hvað? (New York tími). 3. Hvaða útbúnað þarf tækið að hafa til að ná í þenna dagskrárlið? Vonast eftir svari fljótt. Með fyrir- fram þakklæti. Kær kveðja Mrs. Jóhanna B. Hearn. 1905 — Procter St. Port Arthur Texas. U. S. A. Svar: Þessar sendingar fóru fram þangað til í ágúst síðastliðið sum- ar, en þá var þeim hætt, af því að þær heyrðust svo illa. Þær verða ekki teknar upp aftur eftir því, sem okkur hefir verið sagt, fyrr en kom- in er hér sterkari stöð. Okkur hafa borizt allmörg bréf, þar sem beðið er um upplýsingar um kvikmyndaleikkonuna Maureen O’ Hara. • Maureen O’Hara er fædd í Dublin á Irlandi 17. ágúst 1921. Fyrsta mynd hennar var „Jamaica inn“, sem tekin var í Englandi 1940, og vakti hún þar mikla athygli með leik sín- um. Var það til þess að hún samdi við félag í Hollywood og lék þar í myndínni „The hunckback of Natre Darae". Helztu kvikmyndir hennar eru „A bill of divorcement”, „How green was my valley”, „The black swan“ og „Buffalo Bill“. Maureen O’Hara hefir dökkjarpt, hrokkið hár og brún augu. 1 HoUy- wood vekur hún mikla athygli fyrir það að hún hvorki reykir ná bragð- ar vín og er lítið gefin fyrir sam- kvæmi. Ég undiiritaður óska eftir að kom- ast í bréfaviðskipti við pilta og stúlk- ur á aldrinum 16—18 ára einhvers staðar á landinu. Gunnar Hallgrímsson, Dynjanda, Jökulfjörðum, N.-lsafjarðarsýslu. Heimilisblaðið Vikan. Við undirritaðir óskum eftir bréfa- viðskiptum við stúlkur á aldrinum 15—18 ára. Halldór Þórarinsson, Amar Guð- mundsson, Jón Friðgeir Einarsson, Geir Guðmundsson, Guðmundur P. Einarsson, Reykjanesskóla við Isa- fjarðardjúp. H.f. Eimskipafélag Islands v V V V V V V V V v V 5 V V V V V y v v V V V © V V >5 v V •$ V V V 8 $ 8 V V V V V V 8 8 $ V % v V V V V V V V Aðalfundur 2) 3) 4) 5) 6) Reykjavík, 10. janúar 1947. Stjórnin. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður f haldinn í Kaupþingssalnum, í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1947 og hefst kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: 1) Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1946 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skiptingu ársarðsins. Kosning fjögra manna í stjóm félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags Islands. Umræður og atkvæðagreiðsla. um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní n. k. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. ♦>>z»>>>>>>>>>>>»»i«»»»»»»»»»>»»»>»»»i Frá hátíðarsýningv Leikfélags Reykjavíkur. Sunnudaginn 12. þ. m. hélt Leikfé- lag Reykjavíkur hátíðarsýningv í til- efni 50 ára afmælis síns, sem var þann 11. Brynjólfur Jóhannesson, form. félagsins, ávarpaði leikhús- gesti. Soffia Guðlaugsdóttir flutti Ávarp Þaliu (gyðju leiklistarinnar), ljóð eftir Tómas Guðmundsson, hljómsveit lék forleik eftir Pál Isólfs- son undir stjórn höfundarins. Síðan voru sýndir þættir úr Nýársnóttinni, eftir Indriða Einarsson, Fjalla-Ey- vindi, eftir Jóhann Sigurjónsson ög Gullna hliðinu, eftir Davíð Stefáns- son. Þessu næst ávarpaði prófessor Alexander Jóhannesson leikendur og flutti félaginu þakkir og er myndin tekin meðan á því stóð. — (Ljósm. Vignir). Guðrún Indriðadóttir sem Engilráð og Jón Vigfússon sem Semingur í Bónorði Semings, eftir Pál Stein- grímsson. (Sjá bls. 3). Utgefandi: V3KAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.