Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 4, 1947 3 Guðrún Indriðadóttir leikkona. Við birtum nú á forsíðu mynd af einni glæsilegustu leikkonu Islend- inga um áratuga skeið — leikkonu, sem fólk talar um með sérstakri virðingu og aðdáun, þegar það minnist leiks hennar. jESSI aðdáun á leik frú Guð- Halla var komin — með mjólk- rúnar kemur greinilega í - urfötuna sína. Ég held mér hafi ljós í 50 ára minningariti Leik- félags Reykjavíkur, sem Leift- ur gaf út á afmælinu. Skulu hér Guðrún Indriðadóttir sem Halla í Pjalia-Eyvindi. nefnd nokkur dæmi þess. Pró- fessor Alexander Jóhannesson skrifar m. a.: „Þarf ei annað en minnast þeirra frú Stefaníu Guðmundsdóttur, frú Guðrúnar Indriðadóttur og systra hennar og Jens B. Waage, er öll skör- uðu fram úr og hefðu sómt sér vel á hvaða leiksviði sem væri.“ Halldór Kiljan Laxness skrif- arm. a.:.....í endurminningu minni er þetta hinn eini full- komni leikur, sem ég hefi séð. Helgi Helgason stendur mér fyrir hugskotssjónum sem hinn sanni Kári, og enginn blettur getur fallið á mynd Guðrúnar Indriðadóttur í huga mínum. Aðra eins konu hafði ég aldrei séð, fagra og tilkomumikla, eins og hún var í fyrstu þáttunum, fyrst í byggð, síðan á fjöllum.“ Og síðar í sömu grein segir hann: ,,.. . Þá er það eitt kvöld, að ég heyri rödd, sem ég kann- aðist furðuvel við í þrönginni fyrir framan búðarborðið, það var sú kvenrödd, sem ég vissi, að ekki var til nema ein slík; og þegar ég leit upp, sá ég hvar aldrei orðið jafnmikið um að sjá konu. Það hafði aldrei flökr- að að mér að Halla væri annað en Halla. I mínum augum byggði hún heim listarinnar einan, og mér var ógerningur að setja hana í samband við veruleikann sem dauðlega veru með mjólkurfötu innan um venjulegt fólk. Þegar ég heyrði rödd hennar fékk ég hjartslátt, og þegar ég leit á hana varð ég alveg máttlaus í knjáliðunum og mér sortnaði fyrir augum, og gat aðeins með snarræði bjarg- að mér inn í herbergið bak við búðina, þar sem ég hneig niður í stól.“ Sveinn Sigurðsson rit- stjóri skrifar m. a.: ,, . . . Leik- ur Guðrúnar Indriðadóttur í þessu atriði tók fram öllu því, sem ég hafði þá séð á leik- sviði . . .“ Sigurður Grímsson rithöfundur skrifar m. a.: „ . . . Frú Guðrún Indriðadóttir lék þar aðalhlutverkið, Höllu, af frábærri snilld, enda mun höf- Guðrún Indriðadóttir sem Heiðbláin í Nýársnóttinni. undurinn, er sá leik hennar, hafa látið þau orð falla, að hún hafi í mörgum atriðum verið jafnoki, ef ekki fremri frú Dybvad, er fór með hlutverkið Guðrún Indriðadóttir í kvikmyndinni „Saga Borgarættarinnar.“ á Dagmarleikhúsinu í Kaup- mannahöfn sama vetur . . .“ Sjálf hefir frú Guðrún skrif- að eftirfarandi grein í minning- arritið og birtum við greinina hér í heilu lagi: Fáein orð um L.R. EGAR litið er yfir farinn veg og skoðað það, sem áð- ur var, verðum manni starsýnt á hinar miklu breytingar og stórstígu framfarir, sem hér hafa orðið. Þegar ég var barn var Reykjavík lítið og friðsælt þorp — yndislegt finnst mér nú, og paradís fyrir börn. Á sumr- in lötruðu kýr bæjarbúa um göturnar kvölds og morgna, eng- ar sáust kerrur eða vagnar, nema móvagnarnir á haustin. Lóðir kringum hús voru stórar og á götunum voru engar hættur, þar gátu börn leikið sér að vild og foreldrarnir þurftu ekki að ótt- ast um þau. — En þar var líka lítið um að vera af því tagi, sem skemmtanir nefnast. IJti- skemmtanir voru á vetrum skauta- og sleðaferðir á tjörn- inni og heima fyrir söngur og Guðrún Indriðadóttir sem Rakel og Friðfinnur Guðjónsson sem Elías I Um megn, eftir Björnstjerne Björns- son (1905). lestur og annað það, sem menn una við inni. Þeir sem vanir eru f jölbreyttu skemmtanalífi finnst það fá- breytt í Reykjavík núna — en þá var ekkert um að vera, engin kvikmyndahús, ekki heldur kaffihús, sem menn gætu sótt að vild, og því síður að hægt væri að f^ sér snúning á hverju kveldi. Það þótti því mikil skemmtun þegar samsöngur var haldinn eða einhverjir tóku sig saman um að leika sjónleik. Þá þótti það viðburður, er lat- ínuskólapiltar léku til ágóða fyrir bræðrasjóð sinn, þóttu skólaleikirnir góð skemmtun og voru fjölsóttir. Rétt fyrir aldamót voru hér tvö hús, sem notuð voru fyrir sjónleiki: Breiðf jörðsleikhús, sem kallað var Fjalakötturinn, og samkomuhús templara. Stigu sumir þeir, er síðar urðu leik- endur hjá L. R., sín fyrstu spor á leiksviði í þessum samkomu- húsum. Faðir minn hafði mikið með leiki að gera í Breiðfjörðshúsi, Framh. á bls. 7. Engilráð (Guðrún Indriðadóttir) að taka í nefið i Bónorði Semings, eftir Pál Steingrímsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.