Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 4
Hann lét ekki pretta sig Smásaga eftir Holloway Horn. ¥>ETER JAKES var í þann veginn að leggja af stað til Victoria-stöðvar- innar, og þaðan áleiðis til París þegar hann fékk þau skilaboð að Mr. Sibby vildi fá að tala við hann. Jakes þreif litlu handtöskuna með stál- lokunum sem hann notaði alltaf á ferðum sínum fyrir fyrirtækið og gekk í gegnum hina heimsfrægu verzlun og inn í skrif- stofu forstjórans. Þar sat ókunnugur mað- ur, djúpt sokkinn niður í samræður við Mr. Sileby. „Mr. Jakes, má ég kýnna yður fyrir Murchison, leynilögreglumanni.“ Mennim- ir tveir heilsuðust. „Þarna sjáið þér að ég hafði rétt að mæla,“ sagði Mr. Sileby brosandi. „Hann er þama með töskuna." „Já, mér er falin hún,“ sagði Jokes og kenndi furðu í rómnum. „Fram að þessu hefir engu verið stolið frá mér, og svo skal verða áfram.“ „Það var einmitt það, sem ég ætlaði að tala um við yður, Jakes,“ sagði lögreglu- maðurinn. „Þér kannist við Willbur Fordich, er ekki svo?“ „Jú, auðvitað. Hann er gimsteinaþjóf- ur.“ „Hann er núna staddur í London!“ til- kynnti lögreglumaðurinn, alvarlegur á svip. „Þetta er ekki fyrsta heimsókn hans hingað,“ sagði Jakes og brosti borgin- mannlega. „Hann mnrótaði einu sinni öllu í herberginu mínu í Harwieh og setti þar allt á tjá og tundur, en fann samt ekkert." „En það er ekki oft sem honum mis- heppnast. Það hefir verið skrifað margt í blöðunum um þessa Homiloff-smaragða Auk þess er talið víst að Rajahen kaupi þá. Þess vegna fannst okkur rétt að aðvara yður.“ „Það var mjög vingjamlegt af yður,“ sagði Peter Jakes. „Þá hefi ég lokið erindi mínu,“ sagði lögreglumaðurinn. „Við lítum eftir yður til Dover. Við viljum gjarnan hafa hönd í hári Fordich og líklega fer hann ekki langt frá yður næstu klukkustundimar." Jakes kinkaði kolli. „Ég verð að hafa hraðann á,“ sagði hann svo og hvarf út um dyraar ineð töskuna í hendinni. Jakes var maður um fimmtugt og hafði unnið í skartgripaverzluninni frá því að hann var drengnr. Hann talaði mörg tungumál og hafði sloppið heill á húfi úr mörgum hættulegum ævintýrum. Hann var hreykinn af að fram að þessu hafði engmn heppnazt að stela af honum og var fyrirtækið hætt að mestu leyti að tryggja þá gimsteina, sem hann hafði með höndum, til að spara sér útgjöld. En í þetta skipti höfðu gimsteinamir, sem voru óvenju verðmætir verið tryggðir og átti Jakes að fara með þá til Parísar á móts við ind- verskan fursta, er hafði í hyggju að kaupa þá. Burðarkarl staulaðist um borð með farangur hans í Dover, en handtöskunni sleppti Jakes ekki frá sér. Hann stóð í dyrunum á káetunni og horfði á samferða- fólk sitt streyma upp landganginn. Honum fannst þett allt vera hversdags- legt og meinleysislegt fólk; aðeins tveir menn vöktu athygli hans. 1 fljótu bragði virtist þeir ekki standa í neinu sambandi við hvorn annan, en báðir litu á hann með of miklum hirðuleysissvip, þegar þeir gengu fram hjá. Brytinn, gamall kunningi Jakes, kom inn í káetuna skömmu eftir að skipið lagði af stað og þeir tóku tal saman, þar til kallað var á brytann. Hann kom aftur rétt áður en skipið lagðist upp að bryggju í Calais. „Þeir em með amerísk vegabréf,“ til- kynnti hann. „Þetta grunaði mig,“ sagði Jakes. „Ég er viss um að ég hefi séð þá áður.“ „Annar þeirra talaði við unga stúlku, sem einnig reyndist vera amerísk. Á ég að láta þig fá sama burðarkarlinn, þegar þú stígur af skipsfjöl?" „Já, þakka þér fyrir.“ I 1. Er valurinn (veiðifálkinn) staðfugl í hér á landi? | 2. Er orðið kapall íslenzkt? | 3. Hvor er stærri, Flatey á Breiðafirði 1 eða Flatey á Skjálfanda? : 4. Hver var Fiðlu-Bjöm og hvenær var \ hann uppi? § 5. Hvað fer tunglið að jafnaði með mikl- f um hraða á sekúndu? | 6. Hvað ber maður, sem stígur upp úr | baði, utan á sér mikinn vatnshjúp? i 7. Hvenær gerðu Japanir árásina á Pearl i Harbor ? = 8. Eftir hvern er „Orðið“ ? i 9. Hver sagði þetta: „Aldrei hafa svona i margir staðið í þakkarskuld við svona I fáa“ ? | Í 10. Og um hverja var þetta sagt? Sjá svör á bls. 14. VIKAN, nr. 4, 1947 Hann beið í káetunni þar til burðar- karlinn kom. „Þessa tek ég sjálfur," sagði Jakes og þreif handtöskuna með stállokxmum. Þegar lestin þaut um dimm úthverfi Calais-borgar hélt hann til matvagnsins. Hann tók aftur eftir einkennilegu mönn- unum tveimur, og þeir gáfu aftur á móti handtöskunni hans auga. Jakes kom tösk- unni vel fyrir undir borðinu, skorðaði hana á milli fóta sér og tók að lesa matseðilinn. Það kom Jakes ekkert á óvart að menn- irnir settust við borðið við hliðina á hon- um. Skömmu seinna fylgdi þjónn ungri, amerískri stúlku að borðinu, þar sem Jakes sat. Hún var óvenju lagleg, mikið máluð, en virtist í fljótu bragði feimnis- leg. „Er þetta í fyrsta skipti sem þér komið til Evrópu?“ spurði Jakes og brosti vin- gjamlega." „Já.“ Jakes leit snöggt yfir að hinu borðinu. Báðir mennirnir sátu og horfðu á þau, en litu óðara undan. Jakes át með beztu lyst og drakk límón- aði með; hann smakkaði aldrei áfengi í slíkum ferðum sem þessari. öðru hvom spjallaði hann við ungu stúlkuna. Hann hafði gaman af barnalegum spurningum hennar. Hann varð að játa að hún lék hlutverk sitt vel, en hann var ekki í nokkrum vafa um að hún var fylgifisk- ur mannanna tveggja við hitt borðið. „Farið þér oft þessa leið?“ spurði hún. „Mjög oft — og þá er ég með dýrmæta gimsteina með mér. En þér megið ekki minnast á það við hina farþegana.“ „Er það satt! Eruð þér þá ekki hrædd- ur ?“ „Nei!“ Hann brosti. „Ó, það myndi ég vera.“ „Viljið þér kaffi?“ spurði þjónninn. „Já, takk,“ Jakes kinkaði kolli. „Sykur?“ spurði unga stúlkan, og Jakes horfði á hana, þegar hún var að rífa bréf- miðann utan af flötu, frönsku sykurmol- unum, sem lágu á borðinu. „Þakkað yður fyrir!“ Hann hrærði hugsandi í kaffibollanum. Hann var eitthvað svo þægilega syfjað- ur, en það dugði ekki. Hann varð að herða sig upp .... Unga stúlkan lét stöðugt dæl- una ganga, en dranginn lagðist yfir hann, hvemig sem hann reyndi að hrista af sér slenið. Hann hrökk upp við það að þjónninn kippti í hann heldur harkalega. „Vaknið, eftir tíu minútur komum við til París.“ Jakes teygði letilega úr sér, það suðaði í höfðinu á honum og honum leið illa. Hon- um var strax ljóst, hvað hafði hent hann. Honum hafði verið gefið inn deyfilyf. Unga stúlkan hafði lætt fleim en sykrin- rnn í bolla hans, enda þótt hann þættist vera á verði, þegar hún gerði það. Hann brosti kuldalega við þessar hugsanir. Hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.