Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 4, 1947 HEIMILIÐ Matseðillinn. Smjörgrautur. 200 gr. smjör, 1 stk. salt, 375 gr. hveiti, 2% 1. mjólk. Mjólkin er flóuð. Smjörið látið í kaldan pottinn og látið renna. Hveitið látið út í og bakað vel saman. Þynnt út með mjólkinni smátt og smátt. Grauturinn er saltaður rétt áður en hann er tekinn af eldinum. Innbökuð epli. 6 stór og falleg epli eru afhýdd og holuð innan þannig, að kjarna- húsið náist burt, í staðinn fyrir það skal setja annað hvort sveskjur eða kirsuber, því næst skal raða eplun- um í mót, vel smurt með föstum botni, þannig að það heila snúi upp. Jafningur er-hrærður úr 4 eggjarauð- um, hrærðum með 100 gr. af sykri, 10 dr. vanille og 5—6 ofurlitlum smjörbitum og 4 eggjahvítum þeytt- um, síðast látinn 1% peli mjólk. Þessum jafningi er svo hellt yfir eplin og þau bökuð í ofni rúma Vz klst. eða lengur eftir vild. TÍZKUMYND Ljómandi fallegur samkvæmiskjóll úr hvítu, þunnu efni. Meðferð sára. Margs konar fróðleikur er í Ár- bók Isafoldar ,,Hvar—Hver—Hvað?“ og er það, sem hér fer á eftir úr kaflanum „Pyrsta hjálpin": Á undan aðgerð: Þvoiö hendur og neglur í volgu vatni með sápu og handbursta. Pitu og olíu á höndimum er náð af með benzíni. Skolið hendurnar vel á eftir (helzt í heitu vatni) og nuddið þær síðan í spíritus eða benzíni. Við hvers konar aðgerð: Snertið aldrei sárið mefS fingrun- um né heldur þá hlið á sjúkrabindinu, vatti eða öðrum umbúðum, er snýr að sárinu. Skeinur og fleiður: Sé um hreint sár að ræða, á að binda um það strax með sótthreins- uðum umbúðum. Ef sárið er óhreint, verður að reyna að hreinsa það. En varist að snerta það. Hreinsunin er fólgin í þvi, að sárið er skolað með soðnu kældu vatni og sé það gert sem rækilegast. Utanað komandi hlutum, er kunna að sitja fastir í því (flísar og þesshátt- ar) verður að ná burtu með sáratöng, sem er sótthreinsuð með því að bregða henni 3—4 sinnum yfir loga eða eid. Séu stærri hlutir fastir í sár- inu (t. d. stórar flísar), ætti ekki að reyna að taka þá í burtu, heldur láta þá vera þar til næst í lækni. Það gæti valdið mjög alvarlegum blóðmissi. Þegar hreinsunin er afstaðin, er búið um sárið með sótthreinsuðum umbúðum. Látið aldrei joð í stór sár, og ger- ið enga tilraun til að sótthreinsa þau á annan hátt. Sparsemi. Varast skal að láta nokkuð harðna ofan i emeleruðum ílátum, þvi að það flýtir fyrir að þau spryngi og detti upp úr þeim. Drengurinn: Get ég fengið að læra að verða skurðlæknir? Mamma segir, að ég sé svo flínkur með hnífinn. „Tökum við okkur ekki vel út svona?“ „Það er verið að auglýsa eftir full- orðnum manni í rólegt starf. Væri það ekki eitthvað fyrir þig?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.