Vikan


Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 23.01.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 4, 1947 11 4tiimiiiimiimiimiiiiliiiiiiimiMaaHaHMMaMiiMM«aMM«UMMiaaMHMaMaaMMaunnmiNiNiNMamMmmi>MnmmMMMMMMainMiiU|mMiiiMmamilmMMi MIGNDN G. EBERHART: SEINNI KONA LÆKNISINS VtiiMiiiaiMiiiimiimiiiiiiaBiiiiaimaiaMaaaaiiaiaaiiaaiaiiiiaiiaMaiiaiiiimMmiiiiiiimiiMaiimMiiiaiiammaiiamiiiaiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiuiiiiaiimaimBamaiaaiaaaaiiiMaaaiaaaiiiiamaaaBaaamBaimiiaamiiiiamiaimiimaiMiiiMaaiiiaimiiiiiiMii Framhaldssaga: iiammiiMMMii 26 Hún mundi ekkert um næstu minúturnar. Hún hafði enga hugmynd um hvernig það skeði. en skyndi'lega var hún komin að bakdyrunum og hafði rifið sig til blóðs á höndunum á ryðgaðri hurðarslá. Loksins lét hurðin undan — og Jill þaut út í myrkrið og rigninguna. Hún hljóp — en í hvaða átt? Hún hafði sjálf ekki hugmynd um það. Hún nam ekki staðar fyrr en hún var orðin svo móð, að hún náði varla andanum. Hún reyndi að sjá sér út einhvern felustað, reyndi að finna upp eitthvert ráð ti} að komast undan, en hún sá ekkert og gat ekki hugsað. Það voru engin hús nærri, enginn skúr, ekkert limgerði eða girðing. Hún æddi af stað aftur eitthvað út í buskann, hugsaði aðeins um að komast sem lengst burt frá bílnum. Og þá rakst hún af tilviljun á stað, sem vaxinn var kjarri.... Þetta var smákjarr, alsett þyrnum. Staður- inn, sem það óx á, leit í myrkrinu út aðeins dekkri en svæðið umhverfis. Hún gekk nokkurn spöl inn á svæðið, og þyrnarnir festust í kápu hennar, svo hún átti bágt með að komast áfram. Hún heyrði Andy kalla skammt að baki: „Jill! ... Jill!“ Hún vissi ekki, hvort hann var langt frá henni, eða ekki. Vegna myrkursins og rigningarinnar var ómögulegt að dæma um fjarlægðina. Hún hnipraði sig saman bak við lítinn runna. Hún gat hvorki séð Andy né heyrt fótatak hans, en hún vissi það eitt, að hún var enn of nærri ben- zinstöðinni. Nú kallaði hann aftur. Hann var svo nálægt henni, að hún gat heyrt að hann kallaði með bænarrómi: „Jill — þú skalt ekki vera hrædd, Jill! Hvar ertu, Jill? Þú veizt, að ég ætla ekki að gera þér neitt illt.... Jill, svaraðu mér!“ Hún þorði hvorki að hreyfa legg né lið, þótt hana langaði að komast í betra fylgsni. Henni fannst hún hafa legið þarna langa lengi hreyfingarlaus, þegar hún þóttist verða þess vör, að hann væri farinn niður á veg aftur, og hún ætlaði að fara að rétta úr stirðum limunum, þeg- ar hún heyrði hann kalla aftur, og þá rétt hjá sér: „Hvar ertu, Jill? Þú veizt, að ég ætla ekki að gera þér neitt. Hvers vegna hleypur þú þá í fel- ur? Það er ekkert að hræðast." Hann þuldi þetta aftur og aftur, alltaf með sömu áherzlum, eins og hann vissi varla, hvað hann væri að segja. Síðan þagnaði hann og þagði lengi. Hún vissi að þetta var aðeins bragð hjá honum, hann ætlaði að láta hana halda að hann væri farinn, svo hún bærði á sér. En hún gætti sin. Litlu síðar kom lika í ljós, að hann hafði ekki farið langt, því nú kallaði hann aftur: „Ég veit, að þú ert hérna rétt hjá, Jill. Þú gazt ekki haft tíma til að komast langt, því ég sá til þín áðan. Já, góða, ég veit hvar þú ert. Nú sé ég þig,“ sagði hann að lokum og gekk í átt- ina til hennar. Hún hreyfði sig ekki, og hann gekk fram hjá henni en svo nærri að henni fannst hann næstum strjúkast við skóinn hennar. Hann færði sig nú smám saman lengra og lengra frá benzínstöðinni og hélt áfram köllum sinum við og við. Hvernig var þetta nú — hafði hún munað eftir því, að hún átti ekki að láta heyrnartólið á sím- ann ? Þeir mundu því aðeins geta fengið upp-. lýsingar um það á miðstöðinni, hvaðan hún hringdi, ef hún hefði gætt þessa með tólið. En henni var ómögulegt að muna neitt um þetta. Nú hafði hún ekki í langan tíma heyrt neitt í Andy. Skyldi hann hafa farið burtu og hætt leitinni að henni? Eða voru þetta aðeins brellur í honum. Henni þótti samt vissara að bæra ekki á sér, þótt hún væri orðin hálf stirðnuð. Og það var gott að hún gerði það! Þvi nú kallaði hann enn, og það rétt við hliðina á henni: „Jill! Heyrðu, Jill! Þú hefir unnið! Ef þú gefur þig nú ekki strax í' ljós, þá fer ég héðan og ek einn leiðar minnar. Heyrirðu það, Jill! Þú getur gefið þig í ljós þess vegna, að ég er hættur þess- um feluleik og gefst upp!“ Litlu síðar heyrði hún, að hann gekk burt og stefndi í áttina til benzinstöðvarinnar. Skyldi hann ætlaði að fara ? Nú heyrði hún að hann setti bifvélina í gang, og hún áræddi að lyfta höfð- inu aðeins og kíkja niðureftir. Nú tendraði hann Ijósin og ók út á þjóðveginn. Átti hún að þora að risa á fætur og rétta úr sér? Skyndilega snéri bifreiðin við og beindi ljósunum í áttina til hennar. Hún var ekki sein að grúfa sig niður. Ljósin lýstu upp svæðið i kring — og þar á meðal litlu runnana. Nú sá hún hvað bletturinn var í rauninni litill, sem þeir uxu á. Hún sá skuggana af þessum litlu runnum teygja sig útrúlega langt upp eftir í áttina frá ljósinu og hún sá sinn eig- inn skugga og gisið grasið undir höfði sér. Hún bjóst við að hann hefði séð hana. Bifreiðin kom stöðugt nær og nær. Að lokum nam hún staðar, og hún heyrði að bílhurðinni var lokið upp og síðan skellt aftur. Nokltur síðar heyrði hún hann þylja eins og í óráði: „Það er aðeins um fáeina rtinna að ræða, smá- runna, sem vart er hægt að fela sig í. .. Jill... hvar ertu? Jill, ég verð að finna þig. Ég ætla ekki að gera þér neitt mein. Ég hef aldrei viljað skerða svo mikið sem eitt hár á höfði nokkurs manns. Ég vildi ekki heldur gera Crystal neitt, en ég-------ég gat ekki gert að þessu. Það var ekki mér að kenna, heldur Crystal sjálfri. Hún neyddi mig til þess. Ég átti ekki annars úrkosti. Ó, Jill, Jill!“ Hann tók í greinar fremstu runnanna, og hún heyrði skrjáfið í þeim, er greinarnar svignuðu. Hann laut niður að henni — og hún fann fingur hans snert andlit sitt. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu. Ómur- inn af röddu hennar barst út í regnið og myrkrið, þar til hann að lokum hvarf, en þá hvarf líka hræðsla hennar og allt. . . allt hvarf. Allt var auðn og myrkur. En skyndilega fyllt- ist loftið af ýmiskonar hljóðum: Ganghljóði í bifvélum, fótataki hlaupandi manna, hrópum og köllum. Og það var albjart af ljóssúlum leitar- lampa. Hún fann að einhver bar hana í fanginu, en það var ekki Andy ... „Jill, hvernig líður þér? Gerði hann þér nokk- urt mein?“ Gat það verið, að þetta væri Bruce? Hvernig stóð á þessu? Hvar hafði hún verið? Hvernig hafi hann komizt hingað og allir þessi menn, án þess að hún vissi nokkuð um það? „Ég hef víst fallið í yfirlið. Hann fann mig. Hann er hérna------------.“ Hún hélt sjálf, að hún talaði mjög greinilega, en Bruce skyldi sýnilega ekki eitt einasta orð af því, sem hún sagði, því hann svaraði henni engu, en lagði vangann að kinn hennar og tautaði: „Ó, guði sé lof! Ó, guði sé lof!“ Ljósin voru svo skær, að henni glýjaði fyrir augun. Menn kölluðu og hrópuðu hver í kapp við annan. Bruce þuklaði hana alla og spurði hana hvað eftir annað, hvort hún væri viss um að hún væri ekki meidd. Hún reyndi að svara hon- um. En þetta var allt svo einkennilegt, svo ann- arlegt. . . Hann bar hana að bifreið, sem stóð úti á þjóð- veginum og setti hana upp í framsætið. Síðan settist hann við hlið hennar og kallaði til ein- hvers, sem stóð rétt hjá: „Ég ek beint heim í flýti. Þar getið þið hitt mig, ef þið þurfið að tala við mig. Frú Hatterick er hér í bílnum hjá mér.“ Hann bannaði henni að tala nokkuð á leiðinni heim. Hann ók mjög hart þótt mýrkrið væri mikið og úrhellisrigning væri komin. Áður en varði nam bifreiðin staðar fyrir utan húsið heima hjá þeim. Dyrnar voru opnaðar upp á gátt og hún var aftur komin heim til sín, í birtuna og hlýjuna. Bruce lét hana fara strax i litla gesta- herbergið og gaf fyrirskipanir á báða bóga, jaf-n- vel Magde fór fús einhverra erinda fyrir hana. Madge ? Var sem Jill sýndist, að tár rynnu nið- ur vanga hennar? Jú, það var engin missýning. Og nú kom Madge aftur með hlýjan morgim- slopp og hjálpaði Jill við að komast úr blautum fötunum og færði hana í sloppinn. Stofuþernan kom með bala, fullan af snarpheitu vatni, og Bruce sagði: „Settu fæturna niður í vatnið." „Ó, það er allt of heitt!," sagði Jill, þegar hún rak tærnar ofan í heitt vatnið. „Það á að vera heitt! Settu fætuma ofán i það-------“ „Bruce, þú verður að segja mér frá því, hvernig þetta allt gerðist." „Settu fæturna þá alveg ofan í vatnið. Já, svona. — Já, já — ég skal skýra þér frá þessu öllu saman. Þetta var rétt með Andy. Svona, sittu nú kyrr!“ Hann rannsakaði hvað vatnið var heitt með því að dýfa hendinni niður í það. Síðan ýtti hann fótum hennar til botns í balanum. „1 rauninni er þetta allt mjög einfalt, en það komst fyrst verulegur skriður á málið nú i kvöld, eftir að þú varst farin. Það var eins og svo oft vill verða, eftir nokkrum krókaleiðum, sem vegurinn til sannleikans fannst. Og svo var þetta ekki annað en venjuleg berggræna „Berggræna---------?“ „Já, ég segi berggræna. Og svo líka sú til- viljun, að það skyldi vera Funk, sem sendur var til að rannsaka þjófnaðinn í fatageymslu klúbbs- lns. Hann — “ „Hvað er þessi berggræna, Bruce? — Ég segi þér það satt að þetta vatn er alveg sjóðandi!" „Nei, nei, það er ekki svo mjög heitt. Vertu nú kyrr, Jill. — Berggræna er þurrt litarefni i duft- formi. Þeir höfðu stráð því á ýmsa staði í fata- geymslu klúbbsins. Ýmsir smáþjófnaðir höfðu verið framdir þar og þá var tekið upp á þessu, ef .ske kynni að einhver starfsmaðurinn þar væri valdur að þjófnaðinum, mundi það strax komast upp, og þá ekki vera þörf á að kalla á aðstoð lögreglunnar. Nú, jæja. Það reyndist vera berg- græna á frakka Andys.. Hann hafði samið við . Juliet um að hitta hana —-------" „Já, það stendur beinlínis í bréfinu — “ greip Jill fram I fyrir honum. „En nú veit ég ekki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.