Vikan


Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 6, 1947' bergið, lagði handlegginn utan um herðar Wöndu og sneri henni blíðlega við. „Ekkert, alls ekkert! Ég — ég var bafa að tala við pabba," stamaði Wanda. „Um Bill ?‘‘ spurði Rachel rólega. „Já, pabbi vill að ég giftist honum.“ „Auðvitað! Allir, sem þykja vænt um þig, vilja að þú giftist honum. „Já en þetta kemur engum við nema sjálfri mér.“’ „Auðvitað, væna mín, við getum ekki horft rólega á, hvernig þú hafnar manni, sem þú yrðir gæfusöm með--------“ „Það yrði engin gæfa fyrir mig að giftast Bill.“ „Jæja, þá það,“ sagði Rachel hægt. „Við höf- um áður rætt það mál og ég hefi engu þar við að bæta. Þú verður sjálf að taka ákvörðun, Wanda — hvort þú vilt heldur giftast bezta og yndisleg- asta manninum, sem þú munt sennilega kynnast á æfinni eða láta hann fara og búa sjálf áfram heima hjá pabba þínum og lifa innihaldslausu lífi.“ „Hann er ekki eini ungi maðurinn í heiminum,“ sagði Wanda barnalega. „Hvers vegna á ég endi- lega að taka fyrsta manninum, sem biður mín.“ „Nei(“ sagði Rachel, „en það mun líða á löngu áður en þú hittir annan eins mann og Bill Rent- on. Ungir menn á hans aldri, sem geta gift sig, eru ekki á hverju strái. Og þó að þú sért lagleg og yndisleg stúlka úir og grúir af ungum stúlk- um í heiminum, sem eru alveg eins fallegar og þú.“ „Ég vil ekki giftast manni fyrir það eitt að ganga út,“ sagði Wanda kuldalega. „Nei, væna mín, þess krefst enginn af þér!“ „Jú, einmitt — þið reynið öll að neyða mig til þess." „Af því að við þekkjum þig betur en þú sjálf. Þér þykir vænt um Bill — meira en það, þú ert ástfangin af honum. Þú áttar þig ekki á því sjálf, af þvi að þú ert með heimskulega draum- óra um annan mann, sem er einskis verður.“ „Ég skil þig ekki, Rachel.“ „Víst gerir þú það. „Og trúðu mér Wanda, þú hagar þér mjög heimskulega. En ég vil ekki ræða það nánar. Þú verður að gera sem þér sjálfri finnst rétt. Ég er búin að segja það, sem ég ætlaði mér.“ Að svo mæltu skildi hún Wöndu eftir eina og hraðaði sér inn í herbergi sitt til að hafa fata- skipti. Rachel var tilbúin skömmu fyrir kvöldverðar- tímann og gekk þá hljóðlega að skrifstofu Sir John og barði að dyrum. „Komdu inn, Rachel!" Andlit hans ljómaði( þegar hann sá hana og hann breiddi faðminn út á móti henni. Hún smaug inn í faðm hans og lyfti fögru andlitinu upp að andliti hans til að kyssa hann. Hún hafði aldrei fyrr sýnt honum ástaratlot af fyrrabragði — þó þau væru trúlofuð höfðu þau alltaf verið hálf hlédræg við hvort ann- að. Augun í Sir John urðu svört af geðshræringu, þegar hann þrýsti þessari yndislegu stúlku að brjósti sér. „Ástin mín, ástin mín,“ hvíslaði hann. Hún leit upp og strauk mjúklega yfir hrukkað enni hans. „Þú ert áhyggjufullur," sagði hún. „Lofaðu mér að bera áhyggjurnar með þér.“ „Það hefir orðið árekstur á milli okkar Wöndu “ > sagði hann. Rachel kinkaði kolli. „Ég veit það. Ég hefi talað við hana.“ „Hún er mjög þrá,“ andvarpaði hann. „Já, það er hún,“ sagði Rachel blíðlega og horfði á hann. „Undir venjulegum kringumstæð- um myndi ég ekki hafa áhrif á unga stúlku í þessum málum. Ef hún segðist ekki kæra sig um manninn, myndi ég sætta mig við það. En þetta eru ekki neinar venjulegar kringumstæður — bæði þú og ég vitum, að hún hefði fúslega gengið að eiga Bill á morgun, ef hún hefði ekki verið svo heimsk að verða ástfangin af Sherry MacMahon." Sir John kinkaði kofli. „Þetta eru nú afleiðingarnar af heimskulegum draumórum ungrar stúlku;“ hélt Rachel áfram, „og það fer aldrei vel. Wanda áttar sig fljótt á þessu og mun þá furða sig á heirhsku sinni. En þá verður það of seint, hún verður búin að missa Bill.“ Sir John kinkaði aftur kolli. „Ég er hræddur um að við getum ekkert gert,“ sagði hann óánægður. „Hún vill ekki láta minn- ast á þetta við sig.“ „Það er nógur tími,“ svaraði Rachel glaðlega. „Ég held, að hún sýni okkur ekki mótþróa til lengdar." „Ég veit ekki,“ sagði Sir Johan og var allt í einu ergilegur. „Þessi aðstaða okkar er svo erfið, Rachel. Ertu ennþá ákveðin að halda trúlofun okkar leyndri, þar til málefnum Wöndu hefir verið komið í lag? Viltu ekki breyta ákvörðun þinni ? Ég fer á mis við svo mikla hamingju með þessu móti og ég er ekki þolinmóður maður." Rachel brosti. „Ég hefi þegar breytt ákvörðun minni," sagði hún. „Rachel, ástin mín! Áttu við að þú viljir gift- ast mér fljótlega? Strax? Án nokkurs tillits til Wöndu ?“ „Já^ án tillits til Wöndu?“ svaraði Rachel ást- úðlega. „Rachel!" Hann þrýsti henni aftur að brjósti sér. Klukkan á arinhillunni sló. „Við.verðum að fara að borða,“ hvislaði Rachel. „Já, en á eftir verðum við að tala saman. Hvað ætlarðu að gera í kvöld?“ „Við ætluðum á dansleik í klúbbnum. En ég get afsakað mig með höfuðverknum. Wanda getur farið. Helen Herewards er komin heim frá Alex- andriu og við ætluðum með henni. Hún kemur og sækir okkur klukkan hálf tíu.“ „Ágætt þá getum við talað saman, þegar þær eru farnar." Wanda kom með engar mótbárur, þegar Rachel sagðist ekki ætla í klúbbinn — hún vissi, að Rachel hafði haft höfuðverk allan daginn. Helen kom og Wanda og hún fóru saman, svo að Rachel og Sir John gátu verið í friði heima. Það var margt, sem þau þurftu að tala um. Sir John var stórauðugur maður, sem gekk að eiga unga stúlku, tuttugu og fimm árum yngri Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamma: Það er dásamlegt, að Lilli skuli koma svona með blaðið til þín! Pabbinn: Nú kalla ég, sjáðu bara, hvort hann kemur ekki beint með það! Mamman: Súsía frænka kemur bráðum hingað, það verður gaman að sýna henni þetta. Pabbinn: Hann er dásamlegur, það er í fimmta skipti, sem hann kemur með blaðið. Einhver er að hringja. Það er auðvitað Súsía. * Stúlkan: Já, það er Súsía, á Pabbinn: Lilli er í næsta herbergi og nú ég ekki að hleypa henni inn? kalla ég: „Lilli, gefa pabba Morgunblaðið." Súsía: Það er óþarfi að hafa svona mörg orð um þetta, bara framkvæma það! Pabbinn: Lilli! Lilli: Da-da!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.