Vikan


Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 6, 1947 • HEIMILIÐ • BLÆÐINGAR Matseðillinn. Kjötréttur. Gúllas. 3 kg. sauða- eða nautakjöt, 100 gT. smjör, 3 lítrar vatn, % matskeið salt, 4 gulrætur, 3 matskeiðar tómat, 45 gr. hveiti i sósu, 3 stk. laukur, matarlitur. Kjötið er þvegið með vel uppundn- um klút, skorið eða höggvið í litla ferkantaða bita. Gulrætur og laukur eru afhýdd og skorin í bita, kjötið er brúnað á pönnu og látið í pott með heitu vatni, ásamt salti, mat- arlit, brúnuðum gulrótum og lauk. Þetta er soðið hægt í 1(4— iy2 klst., teklð upp og sósan jöfnuð með hveit- inu, sem áður er hrært út í köldu vatni. Sósan er soðin í 8—10 mínútur, sett í meira krydd og salt, ef með þarf, kjötið látið í sósuna aftur. Bor- ið á borð með kartöflu-„mús“ eða soðnum kartöflum. Brún hvítkálssúpa. 4 lítrar gott kjötsoð, 250 gr. hvítkál, 3 stórar gulrætur, 3 púrrur eða laukar, 65 gr. smjör, 1 teskeið matarlitur. Jurtírnar þvegnar og afhýddar, ■'skornar í mjóar, fínar ræmur. Smjör- ið er sett í pott og brúnað, þá eru jurtimar látnar í, og hrært í, þang- að til þær eru orðnar gulbrúnar. Svo er soðinu hellt yfir, súpan soðin hægt, þar til jurtirnar verða meyrar, mat- arliturinn látinn í, meira salt, ef þarf. BLETTIR. Blekblettum náið þér í burtu með sítrónusafa. Blekblettir í ullar- efnum eru leystir upp með hreinu glycerini og síðan eru fötin skoluð í heitu sápuvatni. Mjölkurblettum er hægt að ná með mikið þynntum salmíakspíritusi, sem blandaður er ofurlitlu matarsalti, síðan er efnið þvegið. Tjörublettir leysast upp í smjöri; þegar smjörið hefir verið á í dálit- inn tíma, á að nudda það af með benzíni. Flugnaskit á fötum er náð í burtu með volgu ediksvatni; séu blettirnir á húsgögnum á að nudda þá af með lauksneið. Rósafeiti. Rósafeiti og það ilmefni, sem unn- ið er úr rósablöðum er óhemju dýrt. Einn líter af rósafeiti er unninn úr 5000 kg. (5 tonnum) af rósablöð- TIZKUMYNDIR. Hlýlegur kjóll úr mjúku ullarefni. Ermarnar eru víðar í, handveginn og beltið hneppt með tveimur hnöppum. Glæsilegur samkvæmiskjóll úr þykku silki með glansandi röndum. Framan á pilsinu, öðru megin í mitt- ið eru tvö, stór blóm. Hálsmálið er flegið. Föt úr gleri. Menn hafa reynt að nota föt, gerð úr gleri. Það tókst að búa til örmjóa glerþræði og vefa úr þeim fálleg efni, en þá kom í ljós við notkun og þegar „glerfötin"- tóku að slitna að það kom úr þeim glerdust, sem skarst inn í húð manna og olli exemi og ýmsum öðrum húðsjúkdómum. Var þá alveg hætt að framleiða föt úr gleri. Ilr kaflanum Meðferð sára í bók- inni Hvar — Hver — Hvað, sem Isafoldarprentsmiðja gaf út. Blœöingar verður að stöðva undir eins. Greint er á milli tveggja teg- unda, þ. e. a. s. blæðinga úr blóðæð- um og blæðinga úr slagæðum. Blóðœðablœðingar. Blóðið úr blóðæðum er dökkt og rennur með jöfnum straumi úr sár- inu. Lyftið hinum særða líkams- hluta upp og haldið honum hátt á lofti. Takið burt allt sem þrengir að (svo sem sokkaband, mittisól og annað) fyrir ofan sárið, þ. e. a. s. nær hjartanu. Búið um sárið með sótthreinsuð- um umbúðum. 1Slagceðablœðingar. Blóð úr slagæðum er ljósrautt að lit og spýtist úr sárinu við slögin. 1. Haldið hinum særða líkamshluta á lofti. 2. Afhjúpið sárið, ef nauðsynlegt er, eru fötin, t. d. buxnaskálm eða annað klippt í sundur. 3. Vefjið þröngum umbúðum um sárið. Ef blóðrennslið stöðvast ekki og blóðið rennur í gegnum umbúðirn- ar, verður að stöðva rennslið með æðaþrýstingu. Æðaþrýstingur er fólginn í því að slagæðinni er þrýst saman milli sársins og hjartans og á þann hátt stöðvuð blóðrás að sárinu. Með fingrunum má finna æða- slögin, og slagæðarnar er hægt að finna og loka með þrýstingi. Á gagnauganu: Rétt fyrir framan eyrað, sem svarar fingurbreidd yfir hlustaropinu. Á hálsinum: Milli hálsvöðvanna. rétt við hliðina á barkakýlinu. Þrýst- ið inn að hálsliðinum. 1 handarkrikanum: 1 handarkrik- anum upp við upphandleggsbeinið. Á upphandleggnum: Á miðjum handleggnum innanverðum. Á lœrinu: Innanfótar á lærinu, handarbreidd frá klofinu. Þrýstið inn að lærleggnum. Bvemig þrýst er: Slagæðinni er þrýst með öðrum eða báðum þumalfingrum af öllu afli inn að legg eða lið. Slagæðablæðingar fyrir neðan oln- bogann má stöðva með því að láta lítinn vattpúða í olnbogabótina, sam- anbrotinn vasaklút eða þessháttar, krepp síðan handlegginn eins og hægt er og bind fast um hann í þeirri stellingu með trefli eða öðru slíku, sem fyrir hendi er. Við blæðingu fyrir neðan hnéð er farið með fótlegginn á sama hátt. Ef þetta gagnar ekki má reyna að binda fast um upphandlegg eða lær með teygjubandi, gúmmíslöngu eða þvíumlíku. Sé ekkert slíkt fyrir hendi, má reyna aðra aðferð: Handklæði, vasaklút eða öðru slíku er tvívafið um upphandlegginn (lærið). Fyrri vafningurinn sé þröng- ur, sá síðari slakur, og endarnir hnýttir saman. Þá er stungið staf eða blýanti undir slaka vafninginn og snúið upp á, þar til hæfilega er hert að og blæðingin stöðvuð. Demantar. Demantar eru kolefni og þeir geta brunnið ef þeir eru hitaðir upp i 800 °C. Krosssaumsmynztur. r ■ rrn ; r ; » , i . - i , *■ . —f—r-i-t TTTtT'T -T-rfffí’T’TT" Tít+h-h • •t*; ;•’• .••*■ !•••; !•; :• {• ] •* .• ritr~þrt ■1 Ttrt.rrr t-bf ■ t r-j -■ ; j 1»!.: ‘ r t to! t • T~r~> r-#.I •.l sfáJ.i- í r : .V.r+tTFírt- á • ' V-' .'t'T-r-f.T.íwt • ••,•! T í ••!•; Tt*-*!*!•*;• VfT tXi:*! í i • ‘ ! •* • rfT T;«.ÍT. :• :•. i »ít tfW®! f 4. ’*- yXv •«! .tr-r rfryt.j t* •*>}•■ ; . »•!••• 1 j r :*l4j | i* • :•, • • !• ;• •• | • •Irt*t J>C T~iooÉ ý~!~bö< T'SSci'jl'xS £ , * '• ; • * | ; 1 • j • r'fl | "*• :*? v.r T* srjiíy■j’évrv «ts} •triil'f.íii !; i 11; i i i1 j i 1 i • 1 : ! i ! í : ■ i | j; j ; TTIT’Tm f j J j ! \ ! j • .-LÍÍi-LiiiTL TTjT: ? t t ; rfT4 ! t | T ?Ti 11-1 ? 4 I 4-Lá-1-i-U- ! í'l : • 1 ^ ; -■ í i • | • í:;th I ! 1 : i : - •*"V~4~r-V'H ;>ooof ix 4-f Ll-J - K TSc ^*T" 3C" jÍ' T T 1 pc > jc 1 f ví -H-fC- jr' B rTTT/ -.r w XXTXX um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.