Vikan


Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 06.02.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 6, 1947 miklum þunga og skriðan, sem hann var sjálfur hálfgrafinn í. Þegar sandstraum- arnir mættust mundi hann verða grafinn eins og í straumiðu. Á því lék ekki vafi, nema því aðeins að hann gæti haldið sér ofan á sandinum. En því meira, sem hann barðist um því dýpra sökk hann. Það var eins og að stöðva fellibyl. Hann hætti að hreyfa sig og þegar hann eina sekúndu lá ofan á sandinum teygði hann hendur og fætur út frá sér eins og hann gat og sér til mikillar gleði fann hann að nú flaut hann ofan á sandbylgjunni. Nú kom hin hræðilega stund þegar sand- straumarnir mættust. Marsh lokaði aug- unum og stóð á öndinni. — Loftið varð allt í einu þykkt af sandfoki og öskuryki. Þama höfðu, án efa, verið eldsumbrot endur fyrir löngu. Þegar hann lauk upp augunum aftur sá hann að hann var slopp- inn úr yfirvofandi hættu. Hann var kom- inn niður á botn gjárinnar, án þess að grafast lifandi eins og gamli Liardinn hafði ætlazt til. Hann lyfti höfðinu gætilega, hræddur um að hver minnsta hreyfing yrði til þess að hrinda nýjum sandskriðum af stað, en skriðan virtist vera stöðvuð. Hann brann af löngun til þess að ná sér niðri á Indíán- anum. — Bara að hann gæti komizt upp úr gjánni aftur þá skyldi hann launa þorp- aranum lambið gráa. Hann gjörði árang- urslausar tilraunir til þess að komast upp. Jafnhratt og hann klifraði upp rann sand- urinn burt undir fótum hans. Hann var fangi í sandgryfjunni, — veiddur eins og mús í gildur. Hann sá Indíánann gægjastniðuroghann langaði mest til að senda honum byssu- kúlu. En það er siður í konunglegu kanda- disku lögreglunni að drepa ekki mann nema í ýtrustu neyð. Hann heyrði karl- inn skellihlæja og hrópa eitthvað niður. Ted Marsh beit á jaxlinn. Honum skild- ist að Indíáninn ætlaði að myrða hann á þennan hátt og vissi að það var vegna þess, að hann var á réttri leið að finna Carson og Bentley. Dauður maður veldur engum óþægindum. Hvar skyldu þeir vera niður komnir Carson og Bentley. Og — hvernig skyldi hann sjálfur sleppa lifandi úr sandinum? En það áleit hann í fyrstu að væri ekki svo erfitt. Hann yrði að ganga eftir gjánni þar til að hann kæmist út úr henni. En ekki hafði Hann tekið fyrsta skrefið þeg- ar hann fann að hann sökk í sandinn------ Kviksyndi —-------- Hann sá nú að gjáin hafði hlotið fleiri fómir. Skinin bein lágu hingað og þangað. Sennilega voru það skepnur, sem höfðu farizt þegar þær ætluðu að komast yfir gjána. Ef til vill voru Carson og Bentley hérna grafnir í sandinum. Nú sá hann að Akut gamli var ekki leng- ur einn uppi á bakkanum. Hópur af Indí- ána stóð þar og horfði á hann og hann sá andlit þeirra greinilega. Þeir voru sigri hrósandi yfir að ennþá einn hvítur maður skyldi hafa fallið í gildru þeirra. Það var enn aðvörun til allra annara hvítra manna um að voga sér ekki inn í land Liardanna. Þeir stóðu þarna um stund og hurfu svo. Það fór að dimma. Niðri á gjárbotnin- um dimmdi fyrr og hann sá varla alin frá sér. Fljótlega yrði of dimmt til að að- hafast nokkuð og tilhugsunin um að gista á þessum stað var ekki skemmtileg. Skríðandi eða réttara sagt liggjandi marflatur mjakaði hann sér varlega áfram. Skyndilega var sem jörðin opnaðist MAGGI OG RAGGI. Teikningf eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Afi, lögreglan segir, að þú hafir bannað að við værum að leika vikingaleik kring- um húsið? Það er svo gaman! Afi: Gaman, drengir, gaman, en það færist svo margt úr lagi og skemmist af þessu — 2. Afi: Skaðinn er samt ekki óbætanlegur og við skulum láta þetta enda vel og -tala ekki meira um það! 3. Maggi: En veiztu, afi, hverju þessi ákvörðun þín veldur?' 4. Maggi: 300 börn, sem við stjórnuðum í leikn- um, verða athafnalaus! undir honum. Hann hrapaði beint niður og sandur og aska fylltu vit hans. Hann vissi ekki hve langt hann féll, en mjög djúpt gat það varla verið. Hann lá ailt í einu á harðri jörð, í svartasta myrkri. Honum fannst það vera krafta- verk að hann var ennþá á lífi. Hann hafði fengið dálitlar skrámur, en um alvarleg meiðsli virtist ekki vera að ræða. Hann heyrði hvíslandi hljóð, sem hann áttaði sig ekki strax á hvað væri. Honum fannst það vera á bak við sig, en þegar hann lagði við hlustimar hætti það. Hann gat sér til að það væri sandur, sem rynni nið- Ur um gatið, sem hann hafði fallið í gegn- um. Hann þuklaði í kring um sig og fann bara harðan stein. Nú fór honum að skiljast hvernig hann hefði bjargast. Þarna voru neðanjarðar- gangar undir yfirborði jarðar, sem sand- ur hafði enn ekki fyllt að öllu leyti. Tví- mælalaust voru þessir hellar og gangar afleiðingar eldsumbrota. Hann þreifaði eftir eldspýtum sínum og kveikti á einni. Tilgáta hans reyndist rétt. Við skinið frá eldspítunni sá hann, að hann var stadd- ur í neðanjarðargangi allstórum. En nú var vandinn mestur að vita í hvaða átt skyldi halda. Loftið þama niðri var furð- anlega hreint, svo að einhvers staðar hlaut að finnast útgönguauga, ef vel væri leit- að. Hann kveikti á einni af sínum fáu eld- spýtum og hélt af stað eftir neðanjarðar- ganginum. Það var erfið ferð, því að botn- inn var stórgrýttur og djúpar gjótur á milli. Þrátt fyrir það var hann þó kominn góðan spöl þegar sloknaði á eldspýtunni. Hann reyndi að halda áfram í myrkrinu en tókst það ekki, vegna torfæranna á hellisgólfinu. Sér til mikillar gleði fann hann að loft- ið varð stöðugt hreinna því lengra sem hann komst áleiðis. Hann hlaut að vera að nálgast útganginn og nú þóttist hann eygja gráleita skímu í nokkurri fjarlægð. Þó nóttin væri dimm þá gat hún ekki ver- ið eins svört og myrkrið í þessum neðan- jarðarhelli. Hann átti aðeins eina eld- spýtu eftir og áður en hann kveikti á henni, tók hann eitt skref áfram — en hann gekk bara út í geiminn. I annað sinn hrapaði hann niður, eða öllu heldur valt og skoppaði í gegnum eitt- hvað, sem honum fannst vera kjarr, og þegar hann loks stansaði, lá hann rugl- aður og horfði út í geiminn, og sá þá upp í dimmbláan næturhimininn með glitrandi stjörnum. Þrátt fyrir hrakfarirnar lá hon- um við að hrópa af gleði við þessa sjón, og að finna léttan vind leika um vanga sína. Hann var sloppinn út úr gildrunni. Allt í einu uppgötvaði hann rauðleitan bjarma af báli, skammt fyrir neðan sig, auðsjáanlega í litlu dalverpi. Hann bröllti á fætur, tók upp skamm- byssuna og læddist hægt í áttina til báls- ins. Þegar hann nálgaðist sá hann skugga, Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.