Vikan


Vikan - 13.02.1947, Side 1

Vikan - 13.02.1947, Side 1
Gömul ungmennafélagamynd. Þessi mynd var tekin i Iðnó vorið 1914, er Ungmennafélag Reykjavíkur og Ungmennafélagið Iðunn héldu kveðjusamsœti aðalhvatamanni stofnunar ungmennafélaganna í Reykjavik. 17'YRSTA Ungmennafélagið var stofnað á Akureyri í árslok 1905. Maður sem gekk í þetta félag á öðrum fundi þess, og var þar aðeins á tveim fundum, en fluttist þá til Reykjavíkur, var ekki í rónni fyr en hann var búinn að koma á fót samskon- ar félagi í Reykjavík, og 3. október 1906 var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað, en Ungmennafélagið Iðunn nokkur síðar. Segja má að félög þessi settu nokkum svip á bæinn allt fram að heimsstyrjöld- inni fyrri. En félögin settu einnig svip á félags- mennina. Merkur maður sagði síðar: „Maður á ekki að halda upp á afmælisdaginn sinn. Maður á að halda upp á daginn, sem mað- ur gekk í Ungmennafélag Reykjavíkur." Hvað voru Ungmennafélögin? Hverskonar hreyfing var þetta, sem áróðurslaust fór eins og eldur í sinu um landið allt. Hugsandi menn hafa oft um þetta spurt. Framh. á bls. 3. Magnús Ólafsson tók myndina. Sjá skýringu á bls. 3,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.