Vikan


Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 13.02.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 7, 1947 giftást Bill. Hann hefir hvað eftir anriað talað við mig og segist verða fyrir vonbrigðum, ef ég geri það ekki og að ég vœri heimsk og þar fram eftir götunum." Sherry varð undrandi — þetta var ekki líkt Sir John Rhys. Að vísu var Bill Renton slíkur maður, að hver faðir myndi með ánægju vilja eignast hann fyrir tengdason. En Wanda var ný- orðin átján ára og einkabarn föður stns. Hvers vegna ætti hann að vera hvetjandi þess að hún giftist svona ung að heiman ? Það fylgdi auðvitað ábyrgð því að eiga gjafvaxta dóttur og það var auðvitað að vissu leyti gáfulegt af Sir John að koma svona yndislegri, ungri stúlku, sem var heldur fljóthuga, i örugga höfn. „Mér finnst, að Sir John hafi alveg rétt fyrir sér í þessu efni,“ sagði Sherry hægt. „Bili Renton er óvenjuiegur ungur maður og hann mun áreið- anlega gera eiginkonu sína mjög hamingjusama." „Það er ég viss um,“ sagði Wanda þrjózkulega, en var hálfundrandi á svipinn. „Er yður það ógeðfellt að giftast honum?" hélt Sherry áfram. „Þið eruð góðir vinir og til skamms tlma mjög góðir vinir. Kannske hefir þetta útsláttasama líf hérna í Egyptalandi komið yður úr jafnvægi. Þetta er mikil breyting frá því að koma úr heimavistarskóla í Frakklandi. Margir ungir menn og dansleikir — en það má ekki gleyma því, að þetta varir ekki lengi og það sem mestu máli skiptir er að eignast góðan eiginmann og heimili." Wanda starði á hann með ennþá meiri furðu- svip. „Segið þér að ég eigi að giftast Bill Renton ?“ „Mér finnst að það væri það réttasta, sem þér gerðuð,“ eagði Sherry fastmæltur. „Að þér skulið geta sagt þetta." „Því ekki það! Þetta er sannfæring mín.“ „En þér sögðuð — þér kysstuð mig.“ „Já, en ég ætti skilið að vera laminn fyrir það.“ „Þér voruð þá bara að daðra við mig?“ Hann horfði ósegjanlega þunglyndislega á hana. Wanda hafði ákafan hjartslátt — ósjálfrátt teygði hún hendurnar til hans, en Sherry lét sem hann sæi það ekki. „Já, það var bara daður og ég er ekkert hreyk- 1. Yfirlögregluþjónn: Sendið lið að bústað McGinnis! 2. Yfir-ögregluþjónn: Það er ekki hægt að reka verzlunarstarfsemi í íbúðarhúsahverfi, en hverskonar starfsemi er þetta eiginlega? Maggi: Við útvegum fólki börn til þess að standa í biðröðum fyrir það. 3. Raggi: Það er um margt að ræða, sem fólk þarf að láta kaupa, t. d. sokkar, sápur, inn af því, þegar ég er minntur á það. Ég hafði engan rétt til þess, jafnvel ekki, þótt ég hefði vitað að þér væruð ólofaðar." „Ég er ekki trúlofuð, ég hefi margsagt yður það. Ef þér eigið þarna við Bill Renton þá skil ég ekki hvers vegna þér hafði haldið að það væri eitthvað á milli okkar.“ „Menn hafa gefið mér það i skyn, að þið væruð leynilega trúlofuð," svaraði hann. „Það höfum við aldrei verið. Bill bað mín, en ég hafnaði honum.“ Sherry hristi hægt höfuðið. „Einu sinni þótti yður vænt um Bill, Wanda. Þér getið ekki neitað því. Já, yður þótti svo vænt um hann að þér hefðuð orðið ástfangnar af hon- um ef aðstæður hefðu verið aðrar. Er ekki satt — segið bara sannleikann." „Ég veit ekki. Hverju máli skiptir það líka? Mér ljiefir alltaf þótt vænt um hann og þykir það enn, en ég gæti aldrei orðið ástfangin af honum." „Er það ég, sem er þvi til fyrirstöðu?" sagði Sherry óvænt. Wanda horfði vandræðalega á hann. „Enginn karlmaður ætti að tala svona!" hélt hann áfram. „En þetta er þvi miður satt.“ „Því miður?" sagði hún með grátkæfðri röddu. Hann kinkaði kolli. „Ég er ekki hæfur eiginmaður handa yður, Wanda, og ekki handa neinni vmgri stúlku. Mér hefir verið útskúfað og ég hefi slæmt orð á mér." „Hvað hirði ég um það! Þér eigið þetta ekki skilið og jafnvel þótt svo væri myndi mér vera sarna." Hún leit tmdan, hún gat ekki horft á hann lengur. Hann dró andarrn djúpt. „Það er óhugsandi," sagði hann. „Þér eruð aðeins átján ára — hreinasta bam. Ég er þrjátíu og þriggja ára — með slæma fortið að baka mér og lifi svallsömu lífi, eins og fólk er vant að orða það. Ég vil ekki tala um það meira. Ég hefi aldrei lagt það í ,vana minn að koma með afsakan- ir og skýringar." „Ég bjóst ekki við því,“ greip Wanda fram i fyrir honum. „Þér fyrirlítið þennam söguburð og það geri ég líka. Ég skil við hvað þér eigið. Ég kjöt og smjör . . . og fólkiö, sem biður úti vant- ar börn til þess. Yfirlögregluþjónn: Þið verðið að hætta þessari starfsemi drengir — ég gef ykkur frest til morg- uns. 4. Yfirlögregluþjónn: En meðal annarra orða, gætuð þið ekki útvegað konunni minni eitt kíló af smjöri? hefi heyrt þetta, en það er allt illkvittnisleg lygi. En ég mun aldrei gera svo lítið úr mér að fara að verja yöur. Ef þér eruð stoltur er ég það einnig. Stolt yðar vegna, MacMahon." „Ó, Wanda," rödd hans skalf. „Þér gerið mér þetta svo erfitt." Wanda var í einu hnipri úti í horninu. Brúnu augu hennar, sem horfðu á hann, báru vott um algjöra uppgjöf. Sherry kreppti brúnar, sinaber- ar hendurnar. „Nei, það dugar ekki," sagði hann eins og áð- ur. „Wanda, nú hverf ég út úr lífi yðar. Ég hefði aldrei átt að verða á vegi yður. Þetta hefði aldrei orðið, ef ég hefði verið ódrukkinn fyrsta kvöldið, sem ég sá yðar. Því að það var byrjunin að öllu saman." „Já,“ sagði Wanda, „þá byrjaði það.“ „Og nú verður þetta að vera endalokin," svar- aði Sherry. „Ég vil ekki spilla framtíð ungrar stúlku. Þér eigið betra skilið en að eignast eigin- mann, sem hefir slíkt óorð á sér." „Æ, verið ekki svona hlægilegur," greip hún áköf fram í fyrir honum. „Það er satt að ég er ung, en ég er enginn heimskingi. Hvaða karlmað- ur er það, sem hefir ekki lent í fleiru en einu ástarævintýri. Enginn! Alls enginn!“ „En það kemur ekki málinu við," sagði Sherry og allt í einu skein glettni út úr augum hans. „Ég er undarlegur maður, þér vitið það, og ekki hæfur eiginmaður fyrir unga stúlku sem yður. Faðir yðar myndi aldrei veita samþykki sitt og við þvi er ekkert að segja. Og hvað yður viðkem- ur, þá hafið þér orðið fyrir augnablikshrifningu, sem á sér ekki djúpar rætur í hjarta yðar. Hrifn- ing yðar mun hverfa eins skjótt og hún kom — og þá munið þér hrósa happi yfir þvi að ég skuli ekki hafa notað mér tækifærið, heldur talað um fyrir yður.“ „Ekki notað tækifærið, eða með öðrum orðum þá —“ „Eins og ég sagði áðan ætla ég að hverfa út úr lífi yðar.“ „Og ég,“ Wanda var náföl, „fæ ég ekki að ráða neinu í þessu máli." „Þér verðið að lofa mér að ráða yður til heilla," sagði hann blíðlega. Munnur hennar titraði, en hún stillti sig. „Jæja, þá það! Ég skil. Þér haldið þá lika að þetta séu rómantískir duttlungar í mér og ég verði seinna fegin að þið skulið hafa haft vit fyrir mér. Mér þykir leitt að ég skuli hafa verið svona heimsk — það var alls ekki áform mitt að reyna að krækja í yður á þennan hátt." Hann svaraði henni engu, en horfði fast á hana. Það dró úr henni allan mátt, en reiði hennar og blygðun settu í hana kergju og henni tókst að láta sem ekkert væri. „Það er bezt að við látum þetta vera útrætt," sagði Sherry. „Það er engu við að bæta." „Þér hafið rétt fyrir yður," svaraði hún. Hún sneri sér frá honum og horfði út um gluggann. Þau voru komin til Gezireh, rétt hjá íbúð Sir John. Hún hafði ekki hugmynd um, hvaða leið þau höfðu ekið. Hún sat kyrr og þögul meðan bifreiðin ók upp að dyrunum. Sherry steig út og rétti henni hönd- ina. „Verið þér sælar Wanda,“ sagði hann og horfði á hana, en hún leit ekki upp. „Verið þér sælir," svaraði hún og hljóp inn. Það voru engir í íbúðinni nema þjónarnir. Wanda þaut inn í herbergið sitt, læsti dyrunum og kastaði sér upp í rúmið. Nú gat hún ekki lengur varizt gráti — heldur grét sárt. Sherry! Sherry! Þegar henni létti, settist Wanda aftur upp og þurrkaði sér um augun. „Hann elskar mig. Mér er alveg sama, hvað hann segir eða gerir, ég trúi aldrei öðru en að hann elski mig.“ Hvorki Sir John né Rachel kæmu heim í mat- inn og var Wanda fegin því. Hún vildi fá að jafna sig betur áður en hún hitti þau. MAGGI' OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.