Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 8, 1947 PÓSTURINN Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig einn- ar spurningar. Hvað þarf maður að vera gamall til þess að fá afgreitt áfengi, hvort sem er x vínverzlun eða veitingastöðum. Ég vona, að þú svar- ir mér í næsta blaði, ef þér er það mögulegt, annars eins fljótt og hægt er. Áfengishatari. Svar: Börn innan það ekki. sextán ára fá Kæra Vika! Viltu segja mér, hver lék í mynd- inni „Doctor Jekyll and Mr. Hyde.“ Þrætugjörn. Svar: Það hafa komið hingað tvær kvikmyndir gerðar eftir skáldsög- unni „Dr. Jekyll and Mr. Hyde.“ Ef þér eigið við hver hafi leikið Dr. Jekyll og Mr. Hyde þá lék Fredrich March það hlutverk í fyrri myndinni, en Spencer Tracy í þeirri síðari. Kæra Vika! Mikið værir þú góð ef þú vildir gjöra svo vel og birta fyrir mig danslagið, sem hún Bina Stefánsdótt- ir söng á gamlárskvöld með hljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar. Það byrjar svona: „Dansar hún dillidó." Með fyrirfram þakklæti. Lauga. Svar: Kvæðið „Dansar hún dillidó," var birt í póstinum í 6. tölublaði Vik- unnar 1947. Islendingasögurnar seldust upp Skömmu fyrir jólin seldist íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar í hinu vandaða og fallega, handunna skinnbandi gjörsamlega upp. Var þá strax brugðið við að binda Islendingasögurnar aftur í þetta ágæta skinnband, sem allir vandlátir bókamenn taka fram yfir annað skinnband. — Þér mun- uð skilja, að ekki er að undra, þó að íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar seljist enn í dag öðrum bókum fremur, þegar þér athugið eftirfarandi atriði: ★ íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar er bundin í sterkt, vandað skinnband og er ekkert til sparað. Skinnið er fyrsta flokks og bæði á kili og hornum. Gilt er mynd af land- vættum Islands á kjöl hvers bindis með ekta gulli, teiknuð af Tryggva Magnússyni listmál- ara. Ef þér skoðið skinnbandið gaumgæfilega munuð þér sjá, að handbragð snillingsins leyn- ir sér ekki. Hér er á ferðinni skinnband, sem hæfir Islendingasögunum og hver einasti Is- lendingur má vera stoltur af að eiga og sýna í bókaskáp sínum. ★ Islendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar ein býður til viðbótar Islendingasögunum, hinar dýrmætustu perlur íslenzkra bókmennta: Sæmundar eddu, Snorra eddu og Sturlunga- sögu. Þetta getur enginn annar boðið yður nú strax í dag. Minnist þessa! !■ 1: ‘L. ‘ ★ íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánsonar er 8090 blaðsíður og kostar hún þó ekki nema kr. 311,30 heft. Býður nokkur annar önnur eins kostakjör? ★ Þér getið eignast íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar alla ásamt Sæmundar eddu, Snorra eddu og Sturlungasögu hefta strax í dag. ★ Islendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar er því miður ekki til í hinu vandaða skinn- bandi nú, en verður fáanleg aftur um næstu mánaðarmót. — Ef þér þurfið að gefa íslendinga- sögurnar í vinargjöf nú, þá er hægt að kaupa gjafakort í Bókaverzlun Sigurðar Kristjáns- sonar, Bankastræti 3. i'•& 1'., ★ Það borgar sig að bíða og fá allar íslendingasögurnar, ásamt Sæmundar eddu, Snorra eddu og Stuylungasögu, í hinu viðurkennda rétta skinnbandi. Íslersdingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssenar \ Jk Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón BL Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.