Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 8, 1947 3 Laukur œttarinnar. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík eru nú að leika Lauk ættarinnar, gaman- leik í þrem þáttum, eftir Irlendinginn S. Lennox Robinson. Leikstjóri er Lárus Sigurbjörnsson, en þýðendur Friðrik Sig- urbjörnsson stud. jur. og Sigurður S. Magnússon stud. med. I leiknefnd eru Guð- rún Stephensen, Höskuldur Ólafsson og Guðmundur Magnússon. Þetta leikrit er sýnt á 101. aldursári Menntaskólans í Reykjavík, „en þá eru liðin rétt 150 ár frá því fyrst var leikið í skóla í Reykjavík og sýndur „Hrólfur" Sigurðar sýslumanns Péturssonar. Það var 5. des. 1796 í Hólavallaskóla." I leikskránni segir svo rnn höfundinn: „S. Lennox Robinson er óþekktur hér á landi. Leikritið Laukur ættarinnar er fyrsta ritverk hans, sem birtist á íslenzku. Hann er Irlendingur, fæddur í Corkhéraði á írlandi 1886 og er nú með kunnustu leik- ritahöfundum og leikhúsmönnum Irlands. Auk leikrita hefir hann samið skáldsögur og ritgerðir um leikhúsmál. Hann var leið- beinandi við Irska leikhúsið í Dublin (Abbey Theatre) 1910—14 og 1919—25, en forstjóri leikhússins, sem er þjóðleikhús Ira, frá 1923—35. 1 leikflokkum, sem leik- húsið sendi til Ameríku til að sýna írska leiklist, var hann fararstjóri og leiðbein- andi 1912, 1932 og 1935, en upp úr því réð- ist hann til kennslu í leiklist við háskóla þar í landi. Síðan hann kom aftur til Ir- lands hefir hann haft á hendi forstöðu Carnegie-bókasafnanna 1 Irlandi, og enn sem áður gefið sig mjög að leikritun. Fyrsta leikritið eftir Lennox Robinson var sýnt í Abbeyleikhúsinu 8. okt. 1908. Það hét Heiður ættarinnar (The Clancy name) og vakti mikla athygli. Síðan komu leikritin Á vegamótum (The Crossroads), Uppskera (Harvest) og Föðurlandsvinim- ir (Patriots) öll sýnd í leikhúsinu fyrir 1912. Næst í röðinni var Laukur ættarinn- ar (The White headed Boy), samið og sýnt 1916, og varð þessi gamanleikur vinsælast- ur allra leikrita höfundarins. Af öðrum leikritum hans má nefna Týndi foringinn (The lost Leader) 1918, Stóra húsið (The big House) 1926 og Kirkjustræti (The Church Street) 1934. 1 Lauk ættarinnar bregður höfundurinn upp mynd úr írsku þjóðlífi, velur yrkisefn- ið eins og oft endranær úr heimilislífinu eins og það. gerist innan fjögurra veggja á Irlandi. Sjálfsagt koma sumar persónur höfundarins ókunnuglega fyrir sjónir, en hjá öðrum birtist skapgerðarþættir, sem ekki virðast með öllu óþekktir hjá oss Is- lendingum, sem erum að öðrum þræði frændur þeirra austan hafsins Ættarígur og ættametingur þeirra Iranna hefir löng- um verið frægur, og hér er hann hafður að góðlátlegu skopi, en undir niðri skín í sam- úð höfundarins með samheldni fjölskyld- unnar, en höfuð hennar er í leiknum ein kostuleg ungamamma. Ýkjur og heldur létt- úðug meðhöndlun sannleikans virðist vera Irum í blóðið borið, og hendir höfundur gaman að. Á einu leitinu virðast vera hug- myndasmiðir og framsóknarmenn með kaupfélög og breytta búnaðarhætti, og þó þetta komi ekki mikiB við sögu í leiknum, gefur það nokkra hugmynd um menn og málefni í líku sniði og hér gerðist um svip- að leyti og leikurinn fer fram á írlandi (um 1916). Af þessum ástæðum og til skilningsauka hafa þýðendur leiksins leyft sér að víkja ýmsu smálegu lítillega við, svo sem mannanöfnum, titlum og staða- heitum og fært sum atriði leiksins nær íslenzkum háttum og þó ekki nema þar sem atvik lágu til.“ Tlrvaí , 1. hefti 1947. er komið í bókabúðir. EFNI : I»að er rangt, að eyðilegging verðmæta auki atvinnuna. Hagfræðilegar hugleiðingar. Hvað líður baráttunni gegn krabbameininu? Krabbamein. Smásaga eftir D. H. Lawrence. Einu sinni. Api alinn upp sem barn, Arfur eða umhverfi? Grein eftir prins Ferd. af Licchtenstein. Rödd Görings. Stutt yfirlit yfir stjórnmálaferil fyrsta forseta Bandalags sameinuðu þjóðanna. Paul-Henri Spaak. Umsögn starfsmanns við viðarhögg í skógum Burma og Siam. „Þarfasti þjónn“ Indlands. Eru skilningarvitin ekki fleiri en fimm? Skyggnst inn í sálarlífið. Vitið þír þetta? Fróðleiksmolar. Minnsta og einkennilegasta lýðveldi heimsins heitir San Marino. Ævintýrið um tinkónginn. Báðleggingar til þeirra kvenna, sem ekki giftast. Hvað á ógifta konan að gera? Höfundur þessarar greinar liefir verið 6000 klukkustundir í lofti. Eru loftförin úrelt? Er það þetta, sem þjóðirnar eiga í vændum? Helþytur yfir Bikini. Veiðiaðferðirnar eru mismunandi. . Út á mið með snöru og deyfilyf. Geta læknavísindi vakið menn upp frá dauðum? Ég dó fyrir tveimur áriun. Hvað vitum við um fyrstu Forfeður okkar. _ Líður tíminn hraðar í clli en æsku? Tíminn er blekking. B Ó K I N : Víkingaskipið „Úlfurinn“. 1 fyrri hcimsstyrjöldinni scndn Þjóðverjar yfir 10 dulbúin hcrskip f víking, scm ætlað var að gera nsla f skipastól bandamanna. Af 2 skipnm, sem tókst að komast heim aftur, var ,,([lfnrinn“ annað — eftir 15 mánaða liernað. Talið frá vinstri: Svava Jakobsdóttir (Delía), Kjartan Magnússon (Denni, ættarlaukurinn), Guðrún Þorsteinsdóttir (Kata), Elín Guðmundsdóttir (Baby), Magnús Pálsson (Pétur), Theódóra Sverris- dóttir Thoroddsen (Sjana), Hreggviður Stefánsson (Daniel), Bergljót Gunnarsdóttir (Hanna), Sigmundur Magnússon (Georg), Katrin Hauksdóttir Thors (Gæja), Snjólaug Sveinsdóttir (Ella), og Einar Jóhannesson (Jón Daffi).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.