Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 8, 1947 BILLY BÓFI. C. D. BETTA TTERBERT Cranley hafði ekki dvalið lengi í hinni illræmdu knæpu, í einu illræmdasta borgarhverfinu í London, þeg- ar hann varð þess var, að hann vakti meiri eftirtekt en hann kærði sig um. Hann vafði þéttar að sér dökka frakkanum og hallaði sér aftur á bak, svo að skuggi féll á and- lit hans. Þaðan gat hann í næði athugað letilegan mann, sem var nýkominn inn og hafði setzt við borð skammt frá honum. Þama var maðurinn, sem hann vantaði. Cranley athugaði hann gaumgæfilega frá hvirfli til ilja. Andlitið var fölt og drætt- irnir í því kæruleysislegir, en augnaráðið var flöktandi og lymskulegt, eins og í dýri, sem liggur í leyni, viðbúið að hremma þá bráð, sem kynni að birtast. Allur klæðn- aður hans, frá óhreinum og fitugum hatt- garminum til leðurskæklanna, sem bundn- ir vom á fætur hans og áttu að heita skór, gáfu greinilega til kynna að tækifæri til fjáröflunar mundi ekki verða lítilsvirt, hvað mikla áhættu, sem það kynni að hafa í för með sér. Maðurinn sneri sér við til hálfs og flökt- andi augu hans mættu augum Cran- leys, með hálfstarandi augnaráði, sem hægt og hægt virtist skynja hvað hinum bjó í huga. Cranley svaraði rannsakandi augnaráði hans með því að kinka kolli, svo að lítið bar á. Maðurinn sat álútur og hreifingarlaus nokkra stund, leit svo rannsakandi í kring um sig og stóð á fætur og gekk að borði Cranleys. Með einkennilega skriðdýrslegií hreyfingu seig hann niður á stól gegnt Cranley og lagði handleggina fram á borð- ið. Cranley leit spyrjandi á hann. — Visky? Hinn hristi höfuðið. — Koníak. Þjónninn kom með flösku og ölglas, sem hann hálffyllti með hinum gullna vökva. Cranley lyfti glasinu sínu í kveðjuskyni, og horfði glottandi á gest sinn, sem hratt og græðgislega tæmdi glas sitt. Hinn sterki drykkur virtist hressa hann, og hann setti upp ánægjusvip, þegar Cranley fleygði sígarettupakka á borðið. Þegar hann hafði kveikt sér í sígarettu, leit hann á ný spyrjandi framan í Cranley og sagði. — Hvað á ég að gjöra yður til þægðar, herra? — Emð þér viss um að ég hafi þörf fyr- ir yður? spurði Cranley og strauk Ijóst, vel hirt skegg sitt. Maðurinn leit á hinn óaðfinnanlega klæðnað borðfélaga síns og sagði glott- andi: — Svona snyrtimenni koma tæplega hingað að gamni sínu. — Það er rétt, svaraði Cranley. — Ég hefi þörf fyrir mann af yðar tagi. Getum við talað saman hér án þess að vera trufl- aðir? — Eg þekki þessa karla hérna, sagði hinn og kinkaði kolli. Þeir skipta sér ekki af því, þó að tveir sæmdarmenn ræði um viðskipti. Cranley leit í kring um sig. Á borðunum var hringlað í glösum og kastað teningum og allir virtust hugsa um sitt. Hann laut áfram og sagði í trúnaðarrómi. — Langar yður til að vinna yður inn 20,000 krónur? Háðslegur kipringur um varirnar og tortryggnisleg augnagota var svarið, sem hann fékk. Cranley brosti, tók hundraðkróna seðil upp úr frakkavasanum og stakk að gesti sínum. Fingur gestsins hrifsuðu seðilinn, eins og rándýrsklær bráð sína. — Fyrir þennan, sagði hann, skyldi ég sprengja kristalshöllina í loft upp. — Svo mikils krefst ég nú ekki, sagði Cranley. Maðurinn horfði á hann æstur á svip. ^HnaiiiiiniiiiiiiiMiiimiiiiiiuiiimimiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiini)^ J VEIZTU —? \ 1. Hvað er talið hafa dregið mest úr f riddarastéttinni á 14 og 15 öld? | 2. Hver sagði þetta: „Eigi skal gráta 1 Bjöm bónda, heldur safna liði.“ \ \ 3. Hvað er fyrsta þing, sem sögur fara af | hér á landi? | 4. Hvað heitir plánetan með hringina? = 5. Hvað hafa fuglar margar tær? 1 6. Hvar er borgin Londonderry? = 7. Hver smurði Sál til konungs eftir Isra- i | el? I 8. Hvað heitir leiðtogi námamanna í | Bandaríkjunum ? | | 9. Eftir hvern er leikritið „Jónsmessu- = draumur á fátækraheimilinu" ? | 10. Hvaða bein í höfuðkúpunni getum við = hreyft ? Sjá svör á bls. 14. = jj '^ijnimmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmi........imini^ — Á ég ef til vill ekki að gera annað en að bursta hattinn yðar fyrir 20,000 krón- ur? — Krassandi atvinna? spurði hann svo. Cranley skildi hvað hann fór og kinkaði kolli. — Hvað er áhættan mikil ef þér gerðuð innbrot og stelið seðlaveski? — Það verður ekki meira en eins árs betrunarhúsvist, svaraði hinn og glotti. — Viljið þér tefla á tvær hættur fyrir 20,000? — Ef ég væri öruggur um peningana, svaraði hinn án þess að hika. — Peningana fáið þér hjá mér daginn eftir innbrotið, eða, ef þér verðið óheppinn, daginn sem þér sleppið aftur, sagði Cranley. — Og ef þér svíkið mig ? — Mín áhætta er eins mikil og yðar. Þeir horfðust í augu nokkrar sekúndur, svo kinkaði maðurinn kolli. — Það er næg trygging, sagði hann og hvíslaði svo ógnandi. — Reyndar hefir enginn ennþá gabbað Billy bófa um hans hluta. — Hvert á ég svo að sækja þetta veski? Talið út herra. — I þakrennu á húsi í litlum bæ, sem heitir Winderfield. Billy bófi ýtti snöggt frá sér glasinu. — Eruð þér að hæðast að mér? Cranley brosti. — Ef ég er að því, þá hefir það gaman þegar kostað mig hundrað krónur. Maður- inn sat hugsi litla stund og sagði síðan. — Látið það koma. Hvað viljið þér láta gera? Cranley flutti stól sinn nær hinum og byrjaði að tala lágri rödd. — Á öðrum degi hér frá — föstudag — farið þér með lestinni 3,20 frá Austurstöð- inni. Það er hraðlest til Hamleth Junction, og þaðan með lestinni til Winderfield. Munið að þér eigið að vera við Winder- fieldhöllina á mínútunni klukkan níu. Við suðausturhorn hallarinnar er vafningsvið- arrunnur. Það er leikur fyrir yður að klifra upp vafningsviðinn, svo að þér komizt jafnháttannarri hæð. Þar gengur þakið dá- lítið niður og neðst í því horni mun þetta kvöld liggja seðlaveski. Það takið þér, klifrið svo niður aftur, en gætið þes að láta vera greinileg fótspor niðri á jörð- inni. Munið þér þetta allt? — Allt saman, sagði Billy bófi. — Einmitt, sagði Cranley. — Þér hraðið yður út á veginn, þar er lítið hlið inn í garðinum og innan við það munið þér finna reiðhjól. Á því hjólið þér til Winder- fieldþorpsins, sem er fjórum kílómetrum austar. I útjaðri þorpsins er gamalt veit- ingahús, sem heitir „Skórinn“. Þar gistið þér um nóttina. Billy gretti sig. — Er það nauðsynlegt, að ég hagi mér eins og bjáni ? — Ég hef samið við gestgjafann í „Skónum“, svaraði Cranley. — Þér fáið honum veskið, án þess að opna það — það er skilyrði, og hann mun sverja að þér Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.