Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAJST, nr. 8, 1947 því, að mér var ómögulegt að sofna í þessum hita, svo ég reis upp af legubekknum, sem settur hafði verið fyrir mig úti í horni í herbergi Péturs Melady, og læddist út úr herberginu, án þess að kveikja, fram á ganginn. Það var enginn á ferli i ganginum og allt virt- ist svo hljótt, að skrjáfið i stífuðum einkennis- búningi minum var það eina, sem heyrðist. Ég sat þarna í nokkrar mínútur, studdi hönd undir kinn og horfði inn ganginn í austurálmunni. Nancy Page og Elien Broddy, sem voru á al- mennu vaictinni i álmunni, voru sýnilega önnum kafnar inni í einhverri sjúkrastofanna, en Lillian Ash, eina einka hjúkrunarkonan í álmunni, fyrir utan mig, var hvergi sýnileg heldur, enda þótt dyrnar að herbergi sjúklings hennar stæðu i hálfa gátt, svo grænleitan ljósbjarma lagði þaðan fram i ganginn. Skyndilega varð ég þess vör, að einhver var að hvísla. Það var einhver inni í einhverri sjúkra- stofunni að hvisla með röddu, sem heyrðist óvenjulega vel í fjarska, og það var auðheyrt að sá eða sú, sem hvislaði, var í æstu skapi. N. KAFLI. Mér fannst eins og ég hefði heyrt þetta hvísl Iengi, þótt ég veitti því fyrst nú athygli. Ég get ekki gert mér grein fyrir því, hvers vegna mér fannst þetta hvisl vera óviðfeldið, en verið getur að taugar mínar hafi ekki verið í fullkomnu lagi vegna hitans. Auk þess er það mjög óvenjulegt að hvíslað sé i sjúicrahúsi, þótt almenningi þykí ef til vill einkennilegt að svo sé. Ekkert gerir sjúklinga jafn kvíðna og æsta og hvísl í læknum eða hjúkrunarkonum í sjúkrastofunum, enda er það brýnt fyrir hverjum hjúkrunarnema að tala jafnan með hárri og skýrri röddu. Þegar liðinn var nokkur timi og hvíslið hætti ekki varð mér satt að segja hálf órótt. Ég gat ekki heyrt hvaðan hvíslið kom, en þóttist þess þó fullviss, að það kæmi innan úr einhverri sjúkrastofunni, eins og mér heyrðist fyrst, en þó gat verið að það kæmi ofan úr stiganum, eða neðan af stigapallinum og bergmálaði síðan eins og það kæmi innan úr austurálmunni. Svo mikið var víst, að langar leiðir gat það varla borizt, það hiaut að vera einhversstaðar skammt frá skrifborðinu, sem ég sat við. Ég stóð á fætur, gekk fram að stiganum og síðan inn eftir gang- inum i austurálmunni. Ég leit sem snöggvast inn í herbergi sjúklingsins míns. Pétur Melady lá ró- legur í rúmi sínu og virtist sofa. Á þessum stað var hvislið miklu greinilegra en frammi við skrif- borðið, og nú heyrði ég ekki betur en það kæmi innan úr stofu Dione Melady. Dyrnar að herbergi hennar stóðu í hálfa gátt, og inni í herberginu voru tvær persónur, sem voru að hvíslast á. Ég gat ekki að mér gert að nema staðar dá- litla stund við dyrnar. Ég heyrði ekki allt, sem sagt var, og þegar ég fór að reyna að rifja það upp fyrir mér síðar, hvað ég hefði í rauninni heyrt, þá mundi ég aðeins eftir fáeinum sundurlausum orðum og setningum. Ein setningin var: „Ég vil ekki gera það . ..“ Þessari setningu var svar- að með nokkurri reiði, að því er mér heyrðist, en sá eða sú, sem hvíslaði, talaði svo hratt, að ég heyrði ekki hvað sagt var. Síðan sagði fyrri rödd- in greinilega: „Nei, ég get það ekki. Það er ekki til neins að fara þess á leit við mig. Það kemur ekki til mála.“ Nú töluðu þessar persónur lengi saman, án þess ég heyrði nema einstök orð, en að lokum sagði önnur röddin greinilega og með áherzlu: „Þú verður að gera það. Trúðu mér, hann verður myrtur. Já, ég segi: Myrtur." Þegar hér var komið heyrði ég að einhver á- varpaði mig með mjúkri og greinilegri röddu: „Ungfrú Keate.“ Ég snéri mér við og sá að dr. Kunce stóð frammi við stigann. Mér brá við að heyra þetta ávarp hans, því ég átti ekki von á honum þarna og var hrædd við að hann hefði séð að ég stóð á hleri — aldrei þessu vant. Ég gekk í áttina til hans og hann kom brosandi á móti mér. Bros hans er í sjálfu sér einkennilegt, en ekki við- kunnanlegt. Hið granna og skarpa nef hans sekk- ur ofan i svart yfirvaraskeggið, þegar hann bros- ir. Dr. Kunce er laglégur maður og vel á sig kominn. Hann er mjög þægilegur í framkomu, einkum við kvensjúklinga, en er helzt til stífur og kröfuharður til þess að koma sér vel við hjúkr- unarfólkið. Hann er brúneygður og hefir óvenju löng augnahár, hárið er dökkt og silkimjúkt. Hann er jafnan mjög snyrtilegur og gengur vel til fara. Fullu nafni heitir hann Felix Kunce, en meðal hjúkrunarnemanna er hann jafnan nefnd- ur dr. Kunce. Erindi hans nú var að vitja sjúklingsins í stofu nr. 301 og bað mig að koma með sér þangað og hjálpa sér, ef á þyrfti að halda. Þegar við komum inn í stofu 301 urðum við þess vör, að sjúklingn- um leið sæmilega vel, og þurfti því ekki á aðstoð minni að halda. Ég fór þvi strax út úr stofunni og gekk fram.ganginn í þeim tilgangi að forvitnast um, hvort hvíslið væri nú hætt. Enn var enginn á ferli í ganginum og ekkert hljóð heyrðist. Ég leit sem snöggvast inn í her- bergi Péturs Melady, en sjúklingurinn minn var hinn rólegasti og mér virtist hann sofa vært. Ég hafði augun með dyrunum að stofu Dione Mela- dy til þess að aðgæta, hvort ég sæi nokkurn koma út þaðan. Orðin, sem ég hafði heyrt hvíslað inni í herbergi Dione Melady, héldu áfram að bergmála í huga mínum, en þó vissi ég ekki þá, hvaða spádómur í þeim fólst. Ég reyndi að velta því fyrir mér, hverjir hefðu verið að hvíslast á, en gat ekki gert mér fullkomlega grein fyrir því. Dione Melady hlaut að að vera önnur persónan, en hver var hin? Um ellefuleytið áttu allir gestir að vera farn- ir úr sjúkrahúsinu. Sjúklingarnir áttu allir að vera komnir í rúmið um þetta leyti, þótt þeir hefðu ferlivist, og varla gat verið að nokkur hjúkrunarkvennanna væri að hvíslast á við sjúkl- ingana, þvi það var brot á góðri reglu. Pétur Melady gat ekki hafa verið inni hjá dóttur sinni, því hann svaf vært í rúmi sínu. Verið gat að þetta hefði verið Ellen Brody, hjúkrunarneminn, og Dione hefði neytt hana til að hlusta á einhverja dutlunga aðfinnslur hennar, eða hugaróra, því sjúklingarnir leyfa sér oft ýmislegt við hjúkrun- amemana, sem þeir þora ekki að bera fram við útlærðar hjúkrunarkonur. Þegar ég nokkru sið- ar sá Nancy Page koma út úr herbergi nr. 302 við endann á austurálmunni, spurði ég hana, hvort hún hefði orðið vör við nokkurn í austurálmunni annan en hjúkrunarkonurnar. „Já, dr. Kunce kom hingað rétt áðan. Hann er nú inni í stofu nr. 301." Hún gekk að skrifborðinu, tók eitt spjaldið og skrifaði eitthvað á það. Hún virtist vera þreytt og ekki í sem beztu skapi og þurrkaði sér um ennið og munninn með vasa- klút. „Enn sá hiti og það um miðja nótt,“ sagði hún stynjandi. Blessað barnið! Teikning eftir Georga McManus. Pabbinn: Horfðu á pabba, Lilli! Mamman: Við skulum fela okkur og vita til hvors okkar hann vili heldur koma. Fabbinn: Hérna er ég, vinurinn! Mamman: Komdu til mömmu! Lilli: Da! Lilli: Go-o! LilU: Da-da! Lilli: Da-da! Da-da! Berta: Langaði þig að koma til Bertu, vinurinn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.