Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 8, 1947 7 Billy bófi. Framliald af bls. 4. hafið dvalið allan daginn í veitingahúsinu. Þetta er raunar engin áhætta ef þér sleppið vel frá sjálfum þjófnaðinum. Svo hittumst við hér á laugardagskvöldið klukkan sex, og þá fáið þér yðar 20,000 krónur. — Hversvegna þurfa þessi fótspor að sjást? — Til þess að sanna að veskinu sé stolið af aðkomumanni, en ekki af íbúum húss- ins. Billy bófi klóraði sér á skeggjaðri hök- unni. — Það er bara eitt, sem ég skil ekki, sagði hann. — Hvaða sannanir hafið þér fyrir því, að ég haldi minn hluta samnings- ins og hverfi ekki með veskið og öll þús- undin, sem í því eru, fyrst það ríður yður á svo miklu að ná í það. — Það er ég ekki smeykur um, sagði Cranley brosandi. — Það eru engir pen- ingar í veskinu, heldur aðeins skjöl, sem eru mér ómetanlega verðmæt, en þér getið ekki haft nein not af. Það segi ég yður fyrir fram, en það er annars skilyrðið að þér fáið veitingamanninum í „Skónum“ veskið ósnert. Billy bófi kinkaði kolli. — Allt í lagi. Þér getið reitt yður á mig, herra. Cranley stakk hanzkaklæddri hönd sinni niður í frakkavasann og tók upp skamm- byssu, sem hann lét leika í hendi sér. — Kunnið þér að fara með svona áhald ? spurði hann og rétti hana að gésti sínum. Hinn tók byssuna og athugaði hana með svip, og tilburðum, sem gáfu til kynna, að það var ekki í fyrsta skipti, sem hann handlék slíkt áhald. — Getur það komið fyrir að ég þurfi á þessu barnaleikfangi að halda? — Ekki í þetta skipti, svaraði Cranley brosandi. — En ég vona að viðskiptum okkar sé ekki lokið með þessari kynningu. Ég vildi gjarnan komast að raun mn hve mikils ég mætti vænta af yður ef við ætt- um eftir að vinna saman.--- Stundu síðar steig velklæddur maður með ljóst alskegg upp í strætisvagn, sem ók inn í borgina. Við Caring Cross járn- brautarstöðina steig hann út og hvarf inn í einn fataklefann. Stuttu seinna kom það- an út maður nokkur skegglaus og spjátr- ungslegur. Undir einu götuljósinu nam hann staðar, kveikti sér í vindling og ranglaði síðan niður st. Martinstræti í átt til Drury Lane-leikhússins. Billy bófi hafði framkvæmt allt sam- kvæmt áætlun, og stöðvaði nú reiðhjólið framan við ,,Skóinn.“ Veitingahúsið stóð eitt sér, neðst í dálítilli brekku, á að giska einn kílómetra frá þorpinu Winderfield. Klukkan var tæplega tíu. Lítill ljósglampi í glugga á neðstu hæð, gaf til kynna að einhver væri vakandi í húsinu, sem annars var aldimmt. Hann barði að dyrmn og innan úr húsinu heyrðist skrölt áður en sláin var dregin frá og dyrnar opnaðar. Gamall maður, boginn í baki og gráhærður, með svarta bómullarhanzka á höndunum, eins og hann þjáðist af exemi, birtist í gættinni og horfði píreygður á gestinn. Auðsjáanlega bjóst hann ekki við gestum á þessum tíma árs. — Er hægt að fá hér gistingu í nótt? spurði Billy bófi og færði sig nær. Gamli maðurinn svaraði ekki, en gekk inn og lét dymar standa opnar. — Gestrisinn veitingamaður, tautaði Billy og bar reiðhjólið inn í anddyrið. — Getur maður ekki fengið hressingu? spurði hann. Gamli maðurinn hristi höfuð- ið. — Konan mín er háttuð, sagði hann, — og búið að slökkva í eldhúsinu. Billy bófi rak upp hlátur. — Ja, ég kæri mig nú ekki um te, sagði hann. — Eigið þér koníak? — Koníak — já. Veitingamaðurinn opn- aði skáp í borðstofunni og tók þar út flösku og glas, sem hann lét á borðið. Billy greip hvorttveggja. — Ég fer með það upp í herbergi mitt. Veitingamaðurinn virtist ætla að mót- mæla, en gesturinn greip um hönd hans. svo að hann kveinkaði sér. — Vísið mér svo á herbergið. Þegar hinn hafði bent honum upp bratt- an stiga, dró hann þegjandi veski upp úr vasa sínum og rétti gamla manninum, sem steinþegjandi tók við því og gekk burtu. Rétt á eftir heyrði Billy að hurðinni var lokað og læst. Allt í lagi. Allt hafði gengið vel. I Winderfield höllinni hafði William Cranley og Herbert sonarsonur hans borð- að kvöldverð klukkan 7, og klukkan hálf 9 gekk gamli maðurinn til herbergis síns í turninum. Herbert gekk inn í lesstofuna og bað um leið yfirþjóninn að færa sér viský. Þegar yfirþjónninn gekk um, klukkan ellefu og lokaði gluggum og slökkti öll ljós, sat Herbert Cranley niðursokkinn í lestur. Um hálfeitt stóð Herbert Cranley á fæt- ur. Hann læddist hljóðlega niður í forstof- una og í áttina til turnherbergisins, með vasaljós í hendinni. Við dyrnar á svefn- herbergi frænda síns nam hann staðar og hlustaði, svo opnaði hann gætilega hurð- ina. Án þess að nokkur hávaði heyrðist, gekk hann yfir dúklagt gólfið að glerhurð- inni, sem lá út á svalirnar. Héðan varð það að gerast. Hann hafði reiknað þetta allt nákvæmlega út. Hann tók skammbyssu upp úr vasa sínum, skaft- ið var vandlega vafið með vasaklút. Hann lyfti byssunni með hægri hendi, beindi geislanum frá vasaljósinu að höfðalagi rúmsins, miðaði nákvæmlega á hvítan skallann á koddanum og hleypti af. Skotið var varla riðið af þegar tveir handleggir gripu um hann aftan frá. Hann rak upp hljóð, en á sama andartaki varð albjart í -herberginu. Herbert Cranley litaðist um með tryll- ingslegu augnaráði. I opnum dyrumun, sem lágu inn í búningsherbergið stóð ófrýni- Iegur maður með skammbyssu í hendinni. Hendur hans voru lagðar aftur á bakið- og hann fann snertingu af köldum máhni um úlnliðina og heyrði smella óhugnanlega í handjárnum. Enginn sagði orð. Fóta- tak heyrðist, dyrnar inn í svefn- herbergið voru opnaðar og þar birtist — með óhreinan hattgarm aftan á hnakkan- um og bros á órökuðu andlitinu — Billy bófi. Herbert Cranley starði á hann eins og hann sæi afturgöngu. Eins og í gegmnn þoku sá hann Billy bófa ganga að rúminu og grípa með tveim fingrum hvíta hár- kollu af koddanum og hálda henni upp að ljósinu. — Vel skotið, sagði hann og kastaði sundurskotinni hárkollunni á borðið. Hann settist á stól og krosslagði fæturna. Her- bert Cranley starði sem dáleiddur á hann. Þetta var áreiðanlega þörparinn frá White- chapel, þessi ræfilslegi, óhreini Billy bófi. Og þó--------- — Látið Cuthbert og Frank fara með hann, Simpson, sagði þessi tötralegi Billy bófi eins og sá, sem vanur er að skipa öðrum fyrir — Bíllinn bíður úti. Tveir lögreglumenn leiddu Herbert Cranley út á milli sín. Um leið og haim hvarf út um dymar, sendi hann hinum tötralega hjálparmanni sínum frá White- chapel augnaráð, sem gaf til kynna, að hann hefði ekki ennþá áttað sig á því, sem var að gerast. — Þetta gekk allt eftir áætlun, herra, sagði Simpson brosandi. — En hvernig gátuð þér vitað svona nákvæmlega hvað þrjóturinn hafði í hyggju? Það er ofvax- ið mínum skilningi. — Það var tilviljunin, og ekkert annað, sem kom mér til hjálpar, svaraði Billy bófi, eða réttu nafni Charles Burnton leynilögreglustjóri í Scotland Yard. — Á miðvikudaginn var fór ég út í Whitechapel til þess að snuðra eftir gula Trnna, og í því tilefni hafði ég lagað mig svolítið til. Þá sá ég prúðbúinn náunga -laumast inn í ill- ræmdustu knæpuna, sem fyrirfinnst í því Framhald á bls. 14. Hvar er maðurinn á myndinni ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.