Vikan


Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 20.02.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 8, 1947 HEIMILIÐ Lestrarreglur nemenda eftir Carry C. Myers Ph. D. IVIlllltMllliMIIIIIIIIIIII Matseðillinn. Kindakjöt í káli. iy2 kg. kjöt, 1 lítið hvítkáls- höfuð, 3 matskeiðar hveiti, y2 matskeið heill pipar, 1 mat- skeið salt, vatn. Af kálinu eru tekin yztu blöðin og kálhöfuðið siðan skorið í fjóra parta. Soðið í lögum þannig, að feita kjötið er látið fyrst (neðst) í pottinn, þá lag af káli, þá lag af kjöti o. s. frv. Á hvert kjötlag er stráð salti og hveiti. Vatn er látið fljóta vel yfir það, sem í pottinum er. Soðið í 2—2% kl.st. 1 þennan rétt má einnig nota svína- kjöt. Pompadorsúpa. 1 sellerí, 1 persillirót (lítil), 1 gulrót, 1 lítill laukur, 25 gr. smjör, iy2 1. kjötsoð. Ræturnar eru hreinsaðar vel og skornar í mjóar ræmur og þeim velt TÍZKUMYNDIR. Dökkblár langermaður ullarkjóll. Rendurnar framan á blússunni eru Ijósbláar. upp úr smjörinu ylvolgu. Soðinu því næst helt yfir ræturnar og soðin þangað til þær eru meyrar. Áður en súpan er framreidd, er syrjan tekin ofan af. Franskbrauð eða „rúnn- stykki" borið með. Bóndastúlka með slör. 250 gr. rúgbrauð, 25 gr. smjör, 25 gr. sykur, ]/2 kg. epli, 10 gr. sykur, sulta, 2Va dl þeyttur rjómi. Smjörið er brætt á pönnu, og brauðinu og sykrinum, sem búið er að blanda saman, hrært út í. Eplin, sem búið er að afhýða og taka kjarn- ana úr, eru soðin í graut ásamt litlu af vatni. Sykur settur saman við. Grautur, brauð og sulta lagt til skiptis í glerskál og þeyttur rjómi látinn ofan á. Krómaðir kranar, verða áferðar- fegurstir ef þeir eru stroknir með klút, sem ofurlítið af spritti hefir ver- ið sett í. Hálfsíður frakki úr ljósgrænu ull arefni með svörtu skinni. Margir samvizkusamir nemendur ná ekki góðum árangri, þrátt fyrir viðleitni sína. Hér eru nokkrar tillög- ur, sem að gagni gætu komið. 1. Steyptu þér ekki niður í dag- drauma, hristu þá af þér og ein- beittu þér að viðfangsefninu. 2. Með stakri eftirtekt i tímum, sparast margar frístundir. 1- myndaðu þér að þú sért alltaf „uppi“ og berðu saman rétta svarið og svarið, sem þú hafðir í huga. 3. Taktu strax til starfa. Frestaðu ekki heimaverkefninu, svo að þú getir skilað því á tilsettum tíma. Forðastu hugsunina „æ ég les það seinna." Taktu vél eftir. 4. Lærðu að taka vel eftir. Skrifaðu stuttar athugasemdir niður í tímum. Settu á þig og rifjaðu upp minnisatriði. Skrifaðu niður aðalatriðin helzt strax eftir tíma, meðan þú manst þau bezt. 5. Lestu alltaf á vissum tíma og stað. Gerðu þér lesskrá og ætl- aðu hverju fagi vissan tíma og reyndu að halda áætlun. Láttu ekki útvarpið eða samtal fjöl- skyldunnar glepja fyrir þér og .temdu þér að láta slíkt sem vind um eyru þjóta. Vendu þig á að tala ekki við nokkurn mann, meðan þú lest. Beindu allri þinni athygli að bókunum og engu öðru. Áður en þú byrjar lestur, skaltu safna að þér öllum nauðsynlegum bókum og glósum, til að forðast allt ráp, þegar lestur er hafinn. Eftir tuttugu mínútur eða hálftima lestur, er gott að taka sér fimm mínútna hvíld, áður en næsta lota hefst. 6. Áður en þú byrjar á nýju verk- efni, þá er hentugt að lesa laus- lega síðasta kafla á undan, til að fá samhengi og yfirlit yfir efnið. 7. Lærðu að lesa vel. Ef þú ert illa læs, þá skaltu æfa lestur heima í stundarfjórðung á degi hverjum. Lestu í setningu, en ekki ein- stök orð. Aðalinntak. 8. Þegar þú lest kennslubók, er gott að lesa í fyrstu allan kaflann til að fá yfirlit yfir efnið. Les síðan kaflann vandlega yfir og settu fram aðalinntak hans með eigin orðum. Feitletraðar greinar og greinaskil mun hjálpa til að velja úr. Lærðu að segja stuttlega frá, og stika á höfuðatriðum með eigin orðum. Festu þér þessar setningar vel í minni. Raunveru- lega kann maður ekki það, sem ekki er hægt að koma orðum að. 9. Reyndu ekki að villa sjálfum þér sýn, né kennaranum, með þvi að skila verkefnum, sem þú hefir ekki sjálfur leyst. Sérhver til- raun til að ná einkunn eða prófi með svikum, sviftir þig sjálf- trausti og sjálfsvirðingu. 10. Veldu eitthvert kvöld í vikulokin til lestrar undir mánudag og temdu þér svo mikinn sjálfsaga að þú rennir þá ekki af hólmin- um, svo það verði ekki vani að vera slæglega undirbúinnámánu- dag. SKRÍTLUK. „Var það ekki vafasamur gróði að kosta tónlistarnám dótturinnar ?“ „Nei þvert á móti ég fékk húsin beggjamegin við okkur fyrir hálf- virði. „Einni eiginkonu of mikið!“ hróp- aði frúin, þegar hún las fyrirsagnir blaðsins. „Það er eitthvað um tvi- kvæni.“ „Það þarf ekki endilega að vera,“ sagði eiginmaðurinn, án þess að þora að líta upp. „Ekki veit ég, hver ósköpin ganga að manninum mínum í morgun, María,“ sagði unga konan við vinnu- konuna. „Þegar hann fór út í morgun, flaut- aði hann eins og fugl.“ „Það er sennilega mér að kenna frú,“ sagði María skjálfrödduð. „Ég gerði glappaskot í morgun, því í stað haframjölsins sauð ég fuglafræ- in.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.